Arnar: Hörmulegt fyrir okkur Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 15. apríl 2017 19:38 Arnar og félagar eru úr leik. vísir/anton Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var ómyrkur í máli eftir tapið fyrir Val. „Þetta er mjög grátlegt og það eru tilfinningar að bærast innan með manni sem eru ógeðslegar. Ég þarf að skoða leikinn í heild sinni og mínar ákvarðanatökur og hvað við erum að gera. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera ofboðslega flottur hjá okkur, við skorum 16 mörk á Valsarana og hefðum í raun átt að skora meira,“ sagði Arnar. „Sóknarleikurinn var mjög góður en varnarleikurinn var það ekki en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var þá var ég mjög svekktur með hvernig seinni hálfleikurinn þróaðist og hvernig sóknarleikurinn fjaraði út.“ Josip Juric Grgic fékk rautt spjald í leiknum en það virtist ekkert hafa hjálpað Eyjamönnum. „Josip var búinn að halda þeim á floti, hann var okkur erfiður, en það koma klókir og hungraði strákar inn í staðinn. Við höfum verið í þessu að fá dæmd rauð spjöld og einhvern veginn þá töpum við alltaf leikjunum. Maður er eiginlega farinn að vona að það koma engin rauð spjöld,“ sagði Arnar. Arnari fannst það ekki trufla sína menn mikið að vera með þá pressu á sér sem fylgir því að vera sigurstranglegra liðið. „Mér fannst við spila þannig í 40 mínútur að það væri ekkert að trufla okkur en kannski þegar á reyndi og við þurftum að klára þetta að þá hafi þetta verið bakvið eyrað á okkur.“ Að lokum var eins og menn skorti þor og sjálfstraust og sagði Arnar að hann hefði fundið fyrir hræðslu hjá sínum mönnum. „Ég er algjörlega sammála þér, við náðum ekki að skapa okkur færin sem við vorum búnir að gera framan af. Við spiluðum á sjö sóknarmönnum mikið af leiknum, okkur líður vel þannig og ég þarf að skoða hvort það voru mistök að byrja leikinn þannig,“ sagði Arnar. „Þetta er hörmulegt fyrir okkur og stuðningsmenn okkar og fyrir handboltann líka, ég held að þetta sé hvergi svona eins og hérna, þannig að þetta er afskaplega sorglegt.“ Arnar vildi þá þakka Eyjamönnum fyrir tímabilið. „Ég vil bara þakka þeim fyrir þeirra vinnu. Við settum þetta líka upp þannig að við ætluðum okkur að njóta þeirra forréttinda sem við búum við hérna að spila í þessari umgjörð og við þessar aðstæður. Þetta er ofboðslega svekkjandi og við munum eflaust gráta þetta í nokkrar vikur en við höldum áfram og þurfum að bæta okkur á öllum sviðum.“ sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var ómyrkur í máli eftir tapið fyrir Val. „Þetta er mjög grátlegt og það eru tilfinningar að bærast innan með manni sem eru ógeðslegar. Ég þarf að skoða leikinn í heild sinni og mínar ákvarðanatökur og hvað við erum að gera. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera ofboðslega flottur hjá okkur, við skorum 16 mörk á Valsarana og hefðum í raun átt að skora meira,“ sagði Arnar. „Sóknarleikurinn var mjög góður en varnarleikurinn var það ekki en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var þá var ég mjög svekktur með hvernig seinni hálfleikurinn þróaðist og hvernig sóknarleikurinn fjaraði út.“ Josip Juric Grgic fékk rautt spjald í leiknum en það virtist ekkert hafa hjálpað Eyjamönnum. „Josip var búinn að halda þeim á floti, hann var okkur erfiður, en það koma klókir og hungraði strákar inn í staðinn. Við höfum verið í þessu að fá dæmd rauð spjöld og einhvern veginn þá töpum við alltaf leikjunum. Maður er eiginlega farinn að vona að það koma engin rauð spjöld,“ sagði Arnar. Arnari fannst það ekki trufla sína menn mikið að vera með þá pressu á sér sem fylgir því að vera sigurstranglegra liðið. „Mér fannst við spila þannig í 40 mínútur að það væri ekkert að trufla okkur en kannski þegar á reyndi og við þurftum að klára þetta að þá hafi þetta verið bakvið eyrað á okkur.“ Að lokum var eins og menn skorti þor og sjálfstraust og sagði Arnar að hann hefði fundið fyrir hræðslu hjá sínum mönnum. „Ég er algjörlega sammála þér, við náðum ekki að skapa okkur færin sem við vorum búnir að gera framan af. Við spiluðum á sjö sóknarmönnum mikið af leiknum, okkur líður vel þannig og ég þarf að skoða hvort það voru mistök að byrja leikinn þannig,“ sagði Arnar. „Þetta er hörmulegt fyrir okkur og stuðningsmenn okkar og fyrir handboltann líka, ég held að þetta sé hvergi svona eins og hérna, þannig að þetta er afskaplega sorglegt.“ Arnar vildi þá þakka Eyjamönnum fyrir tímabilið. „Ég vil bara þakka þeim fyrir þeirra vinnu. Við settum þetta líka upp þannig að við ætluðum okkur að njóta þeirra forréttinda sem við búum við hérna að spila í þessari umgjörð og við þessar aðstæður. Þetta er ofboðslega svekkjandi og við munum eflaust gráta þetta í nokkrar vikur en við höldum áfram og þurfum að bæta okkur á öllum sviðum.“ sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30
Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29
Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08