Arnar: Hörmulegt fyrir okkur Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 15. apríl 2017 19:38 Arnar og félagar eru úr leik. vísir/anton Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var ómyrkur í máli eftir tapið fyrir Val. „Þetta er mjög grátlegt og það eru tilfinningar að bærast innan með manni sem eru ógeðslegar. Ég þarf að skoða leikinn í heild sinni og mínar ákvarðanatökur og hvað við erum að gera. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera ofboðslega flottur hjá okkur, við skorum 16 mörk á Valsarana og hefðum í raun átt að skora meira,“ sagði Arnar. „Sóknarleikurinn var mjög góður en varnarleikurinn var það ekki en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var þá var ég mjög svekktur með hvernig seinni hálfleikurinn þróaðist og hvernig sóknarleikurinn fjaraði út.“ Josip Juric Grgic fékk rautt spjald í leiknum en það virtist ekkert hafa hjálpað Eyjamönnum. „Josip var búinn að halda þeim á floti, hann var okkur erfiður, en það koma klókir og hungraði strákar inn í staðinn. Við höfum verið í þessu að fá dæmd rauð spjöld og einhvern veginn þá töpum við alltaf leikjunum. Maður er eiginlega farinn að vona að það koma engin rauð spjöld,“ sagði Arnar. Arnari fannst það ekki trufla sína menn mikið að vera með þá pressu á sér sem fylgir því að vera sigurstranglegra liðið. „Mér fannst við spila þannig í 40 mínútur að það væri ekkert að trufla okkur en kannski þegar á reyndi og við þurftum að klára þetta að þá hafi þetta verið bakvið eyrað á okkur.“ Að lokum var eins og menn skorti þor og sjálfstraust og sagði Arnar að hann hefði fundið fyrir hræðslu hjá sínum mönnum. „Ég er algjörlega sammála þér, við náðum ekki að skapa okkur færin sem við vorum búnir að gera framan af. Við spiluðum á sjö sóknarmönnum mikið af leiknum, okkur líður vel þannig og ég þarf að skoða hvort það voru mistök að byrja leikinn þannig,“ sagði Arnar. „Þetta er hörmulegt fyrir okkur og stuðningsmenn okkar og fyrir handboltann líka, ég held að þetta sé hvergi svona eins og hérna, þannig að þetta er afskaplega sorglegt.“ Arnar vildi þá þakka Eyjamönnum fyrir tímabilið. „Ég vil bara þakka þeim fyrir þeirra vinnu. Við settum þetta líka upp þannig að við ætluðum okkur að njóta þeirra forréttinda sem við búum við hérna að spila í þessari umgjörð og við þessar aðstæður. Þetta er ofboðslega svekkjandi og við munum eflaust gráta þetta í nokkrar vikur en við höldum áfram og þurfum að bæta okkur á öllum sviðum.“ sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var ómyrkur í máli eftir tapið fyrir Val. „Þetta er mjög grátlegt og það eru tilfinningar að bærast innan með manni sem eru ógeðslegar. Ég þarf að skoða leikinn í heild sinni og mínar ákvarðanatökur og hvað við erum að gera. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera ofboðslega flottur hjá okkur, við skorum 16 mörk á Valsarana og hefðum í raun átt að skora meira,“ sagði Arnar. „Sóknarleikurinn var mjög góður en varnarleikurinn var það ekki en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn var þá var ég mjög svekktur með hvernig seinni hálfleikurinn þróaðist og hvernig sóknarleikurinn fjaraði út.“ Josip Juric Grgic fékk rautt spjald í leiknum en það virtist ekkert hafa hjálpað Eyjamönnum. „Josip var búinn að halda þeim á floti, hann var okkur erfiður, en það koma klókir og hungraði strákar inn í staðinn. Við höfum verið í þessu að fá dæmd rauð spjöld og einhvern veginn þá töpum við alltaf leikjunum. Maður er eiginlega farinn að vona að það koma engin rauð spjöld,“ sagði Arnar. Arnari fannst það ekki trufla sína menn mikið að vera með þá pressu á sér sem fylgir því að vera sigurstranglegra liðið. „Mér fannst við spila þannig í 40 mínútur að það væri ekkert að trufla okkur en kannski þegar á reyndi og við þurftum að klára þetta að þá hafi þetta verið bakvið eyrað á okkur.“ Að lokum var eins og menn skorti þor og sjálfstraust og sagði Arnar að hann hefði fundið fyrir hræðslu hjá sínum mönnum. „Ég er algjörlega sammála þér, við náðum ekki að skapa okkur færin sem við vorum búnir að gera framan af. Við spiluðum á sjö sóknarmönnum mikið af leiknum, okkur líður vel þannig og ég þarf að skoða hvort það voru mistök að byrja leikinn þannig,“ sagði Arnar. „Þetta er hörmulegt fyrir okkur og stuðningsmenn okkar og fyrir handboltann líka, ég held að þetta sé hvergi svona eins og hérna, þannig að þetta er afskaplega sorglegt.“ Arnar vildi þá þakka Eyjamönnum fyrir tímabilið. „Ég vil bara þakka þeim fyrir þeirra vinnu. Við settum þetta líka upp þannig að við ætluðum okkur að njóta þeirra forréttinda sem við búum við hérna að spila í þessari umgjörð og við þessar aðstæður. Þetta er ofboðslega svekkjandi og við munum eflaust gráta þetta í nokkrar vikur en við höldum áfram og þurfum að bæta okkur á öllum sviðum.“ sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30
Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29
Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08