Handbolti

Josip Juric Grgic í tveggja leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Josip Juric Grgic er kominn í tveggja leikja bann.
Josip Juric Grgic er kominn í tveggja leikja bann. vísir/andri marinó
Valsmaðurinn Josip Juric Grgic hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ.

Josip fékk að líta rauða og svo bláa spjaldið í upphafi seinni hálfleiks í leik ÍBV og Vals í Eyjum í gær.

Króatinn rak þá hnéð í viðkvæman stað á Eyjamanninum Róberti Aroni Hostert og fyrir það fékk hann rauða og svo bláa spjaldið.

Það kom þó ekki að sök fyrir Val sem vann leikinn 26-27 og tryggði sér sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Josip hefur áður verið dæmdur í leikbann á þessu tímabili og því fékk hann auka leik í bann.

Hann missir af fyrstu tveimur leikjunum í undanúrsliteinvígi Vals og Fram. Fyrsti leikur liðanna er í Safamýrinni á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×