Trump dregur úr áhuga á Bandaríkjaferðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty „Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvernig pólitískur órói hefur áhrif á áhuga fólks á að fljúga á milli landa en eins og fram hefur komið höfum við fundið fyrir óróa í stjórnmálum í bókunum okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir þó erfitt að leggja mat á hversu sterk pólitísku áhrifin eru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Rétt tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segja áhuga sinn á að ferðast til Bandaríkjanna hafa minnkað eftir að Donald Trump tók við sem forseti þar í landi, rétt tæp 40 prósent segja að áhuginn hafi hvorki aukist né minnkað, en rétt rúmlega tvö prósent segja að hann hafi aukist. Séu svörin skoðuð í heild má sjá að 56 prósent segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað, 39 prósent segja að hann hafi hvorki aukist né minnkað og tvö prósent segja að hann hafi aukist. Þá segjast tvö prósent vera óákveðin og eitt prósent neitar að svara spurningunni. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist líta björtum augum á markaðinn í Ameríku. „Við erum að vaxa hratt og vorum að bæta við okkur Chicago og erum að auka tíðni til Ameríku. Ég væri ekki að gera það nema ég teldi ástandið vera bjart fram undan,“ segir Skúli. Hann segist lítið annað geta sagt um málið enda leiðist honum að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi á að ferðast til Bandaríkjanna virðist frekar hafa minnkað á meðal kvenna en karla, en 66 prósent kvenna sem taka afstöðu segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað eftir kjör Trumps en einungis 50 prósent karla segja að áhugi þeirra hafi minnkað. Í frétt á vef bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNBC kemur fram að ferðamálayfirvöld í Bandaríkjunum segja að búist sé við því að ferðaþjónustan í heiminum vaxi um 2,3 prósent í ár en vöxturinn nam 2,8 prósentum í fyrra. Ástæða minni vaxtar sé einkum sterkari Bandaríkjadalur. Hins vegar hafi stefna Trumps í innflytjendamálum og ferðamálum einnig neikvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvernig pólitískur órói hefur áhrif á áhuga fólks á að fljúga á milli landa en eins og fram hefur komið höfum við fundið fyrir óróa í stjórnmálum í bókunum okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir þó erfitt að leggja mat á hversu sterk pólitísku áhrifin eru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Rétt tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segja áhuga sinn á að ferðast til Bandaríkjanna hafa minnkað eftir að Donald Trump tók við sem forseti þar í landi, rétt tæp 40 prósent segja að áhuginn hafi hvorki aukist né minnkað, en rétt rúmlega tvö prósent segja að hann hafi aukist. Séu svörin skoðuð í heild má sjá að 56 prósent segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað, 39 prósent segja að hann hafi hvorki aukist né minnkað og tvö prósent segja að hann hafi aukist. Þá segjast tvö prósent vera óákveðin og eitt prósent neitar að svara spurningunni. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist líta björtum augum á markaðinn í Ameríku. „Við erum að vaxa hratt og vorum að bæta við okkur Chicago og erum að auka tíðni til Ameríku. Ég væri ekki að gera það nema ég teldi ástandið vera bjart fram undan,“ segir Skúli. Hann segist lítið annað geta sagt um málið enda leiðist honum að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi á að ferðast til Bandaríkjanna virðist frekar hafa minnkað á meðal kvenna en karla, en 66 prósent kvenna sem taka afstöðu segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað eftir kjör Trumps en einungis 50 prósent karla segja að áhugi þeirra hafi minnkað. Í frétt á vef bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNBC kemur fram að ferðamálayfirvöld í Bandaríkjunum segja að búist sé við því að ferðaþjónustan í heiminum vaxi um 2,3 prósent í ár en vöxturinn nam 2,8 prósentum í fyrra. Ástæða minni vaxtar sé einkum sterkari Bandaríkjadalur. Hins vegar hafi stefna Trumps í innflytjendamálum og ferðamálum einnig neikvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira