Ó borg, mín borg, þú átt betra skilið Sævar Þór Jónsson skrifar 3. apríl 2017 10:04 Þeim sem fylgjast með borgarmálum hér í Reykjavík ætti að vera ljóst að það er eitthvað mikið að stjórnun borgarinnar. Svo virðist sem meirihlutinn sem stjórni borginni sé heltekinn af 101 veikinni. Eftir að núverandi meirihluti tók við borginni hefur ekki farið framhjá neinum hversu illa hefur verið hugsað um borgina okkar. Húsnæðismarkaðurinn hér í borg er komin í óefni, ekki hefur verið gengið nægilega hratt í að útvega lóðir og finna raunhæfar lausnir í húsnæðismálum fyrir fjölbreyta hópa íbúa borgarinnar. Nýlegar lóðaúthlutanir hafa gengið út á að útvega lóðir til eignarhaldsfélaga í eigu fjársterkra einstaklinga svo þeir geti byggt lúxusíbúðir og hótel. Virðist það vera öll forgangsröðunin hjá núverandi borgarmeirihluta í borginni. Ekki ætti þetta að koma neinum á óvart enda hefur svokallaður vinstri vængur í pólitíkinni ávallt reynt að ganga í auga þeirra sem auðinn eiga, þrátt fyrir fögur fyrirheit um félagslega einingu og að tryggja þeim sem eiga hvað erfiðast að fóta sig í lífinu öryggi. Er þetta kannski í reynd ástæðan fyrir lélegu gengi þessarar flokka í nýliðnum kosningum? Það skyldi þá ekki vera að fólkið sé farið að sjá við þeim? Það er með öllu óskiljanlegt hversu illa gengur að vinna á þessu vanda og nóg er nú landrýmið en alltaf skal þó sama sagan vera, að byggja lúxusinn og fylgja tískustraumum í útrásinni eins og að byggja bankabyggingar og hótel. Önnur mál sitja líka á hakanum hjá núverandi meirihluta, skortur á yfirsýn í vegamálum og viðhaldi er t.d. eitt dæmið. Sá sem mælir hvað mest gegn framþróun í vegamálum, Holu Hjálmar, talar um að breyta þurfi í reynd lífstíl fólks þannig að einkabílinn verði í reynd aflagður með öllu og það án þess að koma með raunhæfar lausnir í staðinn. Virðist sá ágæti maður telja lausnina vera bundna í einhverju sem engin veit hvað er og hvað þá síst hann sjálfur. Þá er með engu tekið tillit til lifnaðarhátta þeirra sem búa í borginni og þeirrar þróunar sem hefur átt sér í stað undanfarin 50 ár hvað varðar uppbyggingu í borginni. Staðreyndin er sú að bílinn er ekkert að fara, þó holu Hjálmar vilji það sjálfur, ætli hann sé með bílpróf? Þá er óþrifnaðurinn í borginni algjör, og skortur á viðhaldi á gangstéttum og hreinsun gatna og gangstíga algjör. Sum hverfi hafa algjörlega verið vanrækt og vil ég t.d. nefna í þessu samhengi hverfið mitt Vogahverfið. Sem dæmi um þetta má nefna að borgin ákvað að hætta að þrífa götur borgarinnar og hreinsa burt ryk og óþrifnað eftir veturinn. Átti þetta að spara fjármuni sem voru undir 10 milljónum á ári en um leið var tekin ákvörðun um að þrengja götur og fækka akreinum um tugi og hundruði milljóna. Afleiðingarnar af þessum skipulagða óþrifnaði núverandi meirihluta fer ekki framhjá neinum, svifrykið í borginni hefur aldrei verið meira og verður stundum óbærilegur. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem stýra borginni búa við þannig aðstæður að þeir þurfi í reynd ekki að sjá slíkan óþrifnað þar sem þeir búa? Hvert sem litið er þá er borginni að hnigna, það er orðið aðkallandi að bæði íbúar borgarinnar og þeir sem láta borgarmálin sig varða taki saman höndum og láti í sér heyra. Þá verður því miður hver og einn, sem annt er um umhverfið sitt, að taka það á sig að gera sjálfur eitthvað í hlutunum eins og að þrifa gangséttir eða að hreinsa upp allan þann óþrifnað sem umlykur umhverfið þeirra þar sem borgin virðist vera ófær um slíkt. Þá eru það göturnar sem eingöngu er bætt í eins og dauð tönn sem sífellt er verið að fylla í en ætti að taka. Það verður ekki endalaust hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir á gatnakerfi borgarinnar en svo ráðast í dýrar og óþarfar framkvæmdir við að fækka akreinum í gatnakerfinu og þrengja að bílnum en um leið gera það undir merkjum þess að bæta heilsu fólksins í borginni með því að gefa þeim kosti á að notast við aðra samgöngumáta. Þá skýtur það skökku við að á sama tíma er borgin að spara við sig í að þrifa og hreinsa götur og gangstíga og um leið stuðla með því að mikilli svifryksmengun sem varla getur verið borgarbúum til heilsubóta. Borgin okkar á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Þeim sem fylgjast með borgarmálum hér í Reykjavík ætti að vera ljóst að það er eitthvað mikið að stjórnun borgarinnar. Svo virðist sem meirihlutinn sem stjórni borginni sé heltekinn af 101 veikinni. Eftir að núverandi meirihluti tók við borginni hefur ekki farið framhjá neinum hversu illa hefur verið hugsað um borgina okkar. Húsnæðismarkaðurinn hér í borg er komin í óefni, ekki hefur verið gengið nægilega hratt í að útvega lóðir og finna raunhæfar lausnir í húsnæðismálum fyrir fjölbreyta hópa íbúa borgarinnar. Nýlegar lóðaúthlutanir hafa gengið út á að útvega lóðir til eignarhaldsfélaga í eigu fjársterkra einstaklinga svo þeir geti byggt lúxusíbúðir og hótel. Virðist það vera öll forgangsröðunin hjá núverandi borgarmeirihluta í borginni. Ekki ætti þetta að koma neinum á óvart enda hefur svokallaður vinstri vængur í pólitíkinni ávallt reynt að ganga í auga þeirra sem auðinn eiga, þrátt fyrir fögur fyrirheit um félagslega einingu og að tryggja þeim sem eiga hvað erfiðast að fóta sig í lífinu öryggi. Er þetta kannski í reynd ástæðan fyrir lélegu gengi þessarar flokka í nýliðnum kosningum? Það skyldi þá ekki vera að fólkið sé farið að sjá við þeim? Það er með öllu óskiljanlegt hversu illa gengur að vinna á þessu vanda og nóg er nú landrýmið en alltaf skal þó sama sagan vera, að byggja lúxusinn og fylgja tískustraumum í útrásinni eins og að byggja bankabyggingar og hótel. Önnur mál sitja líka á hakanum hjá núverandi meirihluta, skortur á yfirsýn í vegamálum og viðhaldi er t.d. eitt dæmið. Sá sem mælir hvað mest gegn framþróun í vegamálum, Holu Hjálmar, talar um að breyta þurfi í reynd lífstíl fólks þannig að einkabílinn verði í reynd aflagður með öllu og það án þess að koma með raunhæfar lausnir í staðinn. Virðist sá ágæti maður telja lausnina vera bundna í einhverju sem engin veit hvað er og hvað þá síst hann sjálfur. Þá er með engu tekið tillit til lifnaðarhátta þeirra sem búa í borginni og þeirrar þróunar sem hefur átt sér í stað undanfarin 50 ár hvað varðar uppbyggingu í borginni. Staðreyndin er sú að bílinn er ekkert að fara, þó holu Hjálmar vilji það sjálfur, ætli hann sé með bílpróf? Þá er óþrifnaðurinn í borginni algjör, og skortur á viðhaldi á gangstéttum og hreinsun gatna og gangstíga algjör. Sum hverfi hafa algjörlega verið vanrækt og vil ég t.d. nefna í þessu samhengi hverfið mitt Vogahverfið. Sem dæmi um þetta má nefna að borgin ákvað að hætta að þrífa götur borgarinnar og hreinsa burt ryk og óþrifnað eftir veturinn. Átti þetta að spara fjármuni sem voru undir 10 milljónum á ári en um leið var tekin ákvörðun um að þrengja götur og fækka akreinum um tugi og hundruði milljóna. Afleiðingarnar af þessum skipulagða óþrifnaði núverandi meirihluta fer ekki framhjá neinum, svifrykið í borginni hefur aldrei verið meira og verður stundum óbærilegur. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem stýra borginni búa við þannig aðstæður að þeir þurfi í reynd ekki að sjá slíkan óþrifnað þar sem þeir búa? Hvert sem litið er þá er borginni að hnigna, það er orðið aðkallandi að bæði íbúar borgarinnar og þeir sem láta borgarmálin sig varða taki saman höndum og láti í sér heyra. Þá verður því miður hver og einn, sem annt er um umhverfið sitt, að taka það á sig að gera sjálfur eitthvað í hlutunum eins og að þrifa gangséttir eða að hreinsa upp allan þann óþrifnað sem umlykur umhverfið þeirra þar sem borgin virðist vera ófær um slíkt. Þá eru það göturnar sem eingöngu er bætt í eins og dauð tönn sem sífellt er verið að fylla í en ætti að taka. Það verður ekki endalaust hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir á gatnakerfi borgarinnar en svo ráðast í dýrar og óþarfar framkvæmdir við að fækka akreinum í gatnakerfinu og þrengja að bílnum en um leið gera það undir merkjum þess að bæta heilsu fólksins í borginni með því að gefa þeim kosti á að notast við aðra samgöngumáta. Þá skýtur það skökku við að á sama tíma er borgin að spara við sig í að þrifa og hreinsa götur og gangstíga og um leið stuðla með því að mikilli svifryksmengun sem varla getur verið borgarbúum til heilsubóta. Borgin okkar á betra skilið.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun