Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-30 | Eyjamenn unnu en náðu ekki í titilinn Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 4. apríl 2017 21:30 Kári Kristján var fínn í kvöld. vísir/eyþór Eyjamenn unnu góðan sigur, 30-29, á Val í lokaumferð Olís-deildar karla í Valsheimilinu í kvöld. Heimamenn voru með fín tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en Eyjamenn komu til baka í þeim síðari. Eyjamenn áttu möguleika á því að verða deildarmeistarar í kvöld en það var ekki að sjá á leik þeirra fyrstu þrjátíu mínútur leiksins. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Val léku þeir á alls oddi í þeim fyrri. Eyjamenn komu heldur betur ákveðnir út í síðari hálfleikinn og tók þá um korter að komast yfir 23-22. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi en ÍBV vann að lokum frábæran sigur 30-29 eftir rosalegan leik sem fór alveg úr böndunum undir lokin. Menn misstu hausinn hvað eftir annað. Atli Karl Bachmann og Theodór Sigurbjörnsson gerðu báðir 11 mörk fyrir sín lið í kvöld. Valsmenn hafna í sjöunda sæti deildarinnar en ÍBV í því öðru. Þessi lið mætast því í 8-liða úrslitum og miðað við leikinn í kvöld verður það einvígi rosalegt. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá því í kvöld. Theodór: Þurfum að hætta væla í dómurunum„Þetta var svolítið tvískiptur leikur. Við erum mjög daprir í fyrri hálfleik og erum að láta reka okkur útaf og erum að missa hausinn,“ segir Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV, eftir sigurinn. „Þegar við erum svona mikið að væla í dómurunum þá erum við ekkert góðir og náum ekki að halda einbeitingu. Við vorum lítið að pæla í þessum deildarmeistaratitli í kvöld. Við vissum bara að það væri að byrja nýtt mót á sunnudaginn og við viljum vera klárir.“ Hann segir að Eyjaliðið verði að hætta að einbeita sér svona að dómurum leiksins. „Við hættum að væla í seinni hálfleik og leyfðum leiknum aðeins að fljóta og þá gekk okkur mun betur.“ Theodór er spenntur fyrir einvíginu á móti Val. „Þetta verður bara hörku einvígi og gott fyrir íslenskan handbolta að fá svona einvígi í átta liða úrslitum. Við erum komnir á ágætan stað en eigum samt smá inni.“ Guðlaugur: ÍBV er lið sem á að verða Íslandsmeistari á pappír„Það var svolítið eins og það væri rosalega mikið undir hér í kvöld og menn voru vel gíraðir,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annarr þjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Eftir virkilega góðan fyrri hálfleik þá töpum við samt sem áður leiknum og það er eitthvað sem við þurfum að vinna úr.“ Hann segir að Valsmenn komi vel stemdir inn í úrslitakeppnina. „Þetta eru allt úrslitaleikir og við þurfum að nýta okkar reynslu úr Evrópukeppninni í næstu leikjum.“ Hann segir að ÍBV sé sennilega best mannaða lið landsins. „Við erum að fara á erfiðasta útivöll landsins og þurfum heldur betur að eiga góða leiki til að eiga möguleiki. Við verðum að vinna leik úti í Eyjum og það verður erfitt. ÍBV er lið sem á að verða Íslandsmeistari á pappír.“Leik lokið 29-30: ÍBV vinnur góðan sigur. 27-30 (60.mín): ÍBV að klára þennan leik.59.mín - Rautt spjald: Stephen Nielsen fær boltann í andlitið þegar brotið á á Alexander Erni Júlíssyni. Hann bregst illa við og hrindir honum. Nielsen fær beint rautt og það verður allt vitlaust. Þjálfarar liðanna segja hvor öðrum að fokka sér og halda kjafti.26-30 (57.mín): Teddi með enn eitt markið fyrir ÍBV. Kominn með 11 stykki.25-28 (56.mín): Atli Karl stelur boltanum og hendir í autt markið. Tíunda mark hans í kvöld. 24-27 (54.mín): Eyjamenn eru að klára þetta. 24-26 (53.mín): Theodór með frábært mark. Hann er kominn með tíu mörk. Þvílíkur leikmaður.24-24 (50.mín): Alexander Örn Júlíusson jafnar metin með frábæru marki.23-23 (47.mín): Atli Már Báruson með fínt mark fyrir Valsmenn og jafnar.22-23 (46.mín): Kári Kristján skorar af línunni fyrir ÍBV og kemur þeim yfir. 22-22 (43.min): Agnar Smári Jónsson með frábært mark og jafnar metin fyrir ÍBV.21-20 (40.mín): Sigurbergur Sveinsson með frábært mark stöngin inn. Munar aðeins einu marki21-18 (39.mín): Atli Karl með sitt níunda mark í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði hann skorað 25 mörk í öllum leikjum vetrarins í Olís-deildinni.20-18 (38.mín): Valur tekur leikhlé. Það gengur ekkert upp.20-17 (37.mín): Theodór með mark úr hraðaupphlaupi. Þeir eru að keyra yfir Valsmenn núna sem hafa tapað fimm boltum í röð.20-15 (35.mín): Stephen Nielsen að verja víti fyrir ÍBV. Vel gert. 20-15 (34.mín): Eyjamenn koma vel inn í þennan síðari hálfleik. Hálfleikur 18-12 (30.mín): Valsmenn með fín tök á þessum leik. Eyjamenn hafa ekki fundið taktinn. 16-12 (27.mín): Josip með mark úr vítakasti, mjög öruggt.15-10 (25.mín): Atli Karl með sitt fimmta mark. Valsmenn að ná tökum á þessum leik. 13-9 (23.mín): Vignir Stefánsson með fínt mark og sitt fjórða.12-9 (22.mín): Sveinn Jose Rivera skorar fínt mark á línunni. 11-8 (21.mín): Gric með sitt annað mark í röð.9-7 (18.mín): Josip Juric Gric er fínt mark fyrir utan teig. Lyftir sér upp og þrumar honum í netið.8-6 (16.mín): Alexander Örn Júlíusson með fínt mark fyrir Valsmenn. 6-6 (14.mín): Kári Kristján með fínt mark á línunni og Theodór skorar síðan strax í kjölfarið. Jafnt.5-3 (10.mín): Theodór Sigurbjörnsson með mark eftir flott hraðaupphlaup og minnkar þetta í tvö mörk.5-1 (9.mín): Valsmenn að byrja þennan leik vel. Vignir með þrjú og Atli Karl Bachmann að skora. Þetta kemur allt úr hröðum sóknum. 2-1 (7.mín): Vignir Stefánsson með bæði mörk Vals eftir hraðaupphlaup.1-1 (5.mín): Liðin í stökustu vandræðum með að skora mark. Markverðirnir góðir á fyrstu mínútunum. 1-0 (2.mín): Vignir Stefánsson með fyrsta mark leiksins eftir að bæði lið klúðruðu fyrstu færunum sínum.0-0 (1.mín): Þá er þessi leikur farinn af stað.Fyrir leik: Valsmenn hafa gefið hressilega eftir í deildinni að undanförnu, m.a. vegna þátttöku í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið er komið í undanúrslit. Valur getur náð 5. sætinu vinni liðið ÍBV og Selfoss tapar fyrir FH á sama tíma. Valsmenn geta einnig misst 6. sætið í hendur Gróttu eða Fram. Þeir geta hins vegar ekki endað neðar en í 7. sæti.Fyrir leik: Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við Akureyri á heimavelli í síðustu umferð. Fyrir vikið þurfa þeir að treysta á hjálp frá Selfyssingum til að verða deildarmeistarar. Til að það gerist þarf ÍBV að vinna Val og treysta á að FH tapi fyrir Selfossi.Fyrir leik: Leikmenn komnir út á gólf og farnir að hita upp.Fyrir leik: Heilir og sælir áhorfendur góðir og verið velkomnir til leiks með Boltavakt Vísir á leik Vals og ÍBV í lokaumferð Olís-deildar karla. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Eyjamenn unnu góðan sigur, 30-29, á Val í lokaumferð Olís-deildar karla í Valsheimilinu í kvöld. Heimamenn voru með fín tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en Eyjamenn komu til baka í þeim síðari. Eyjamenn áttu möguleika á því að verða deildarmeistarar í kvöld en það var ekki að sjá á leik þeirra fyrstu þrjátíu mínútur leiksins. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Val léku þeir á alls oddi í þeim fyrri. Eyjamenn komu heldur betur ákveðnir út í síðari hálfleikinn og tók þá um korter að komast yfir 23-22. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi en ÍBV vann að lokum frábæran sigur 30-29 eftir rosalegan leik sem fór alveg úr böndunum undir lokin. Menn misstu hausinn hvað eftir annað. Atli Karl Bachmann og Theodór Sigurbjörnsson gerðu báðir 11 mörk fyrir sín lið í kvöld. Valsmenn hafna í sjöunda sæti deildarinnar en ÍBV í því öðru. Þessi lið mætast því í 8-liða úrslitum og miðað við leikinn í kvöld verður það einvígi rosalegt. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá því í kvöld. Theodór: Þurfum að hætta væla í dómurunum„Þetta var svolítið tvískiptur leikur. Við erum mjög daprir í fyrri hálfleik og erum að láta reka okkur útaf og erum að missa hausinn,“ segir Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV, eftir sigurinn. „Þegar við erum svona mikið að væla í dómurunum þá erum við ekkert góðir og náum ekki að halda einbeitingu. Við vorum lítið að pæla í þessum deildarmeistaratitli í kvöld. Við vissum bara að það væri að byrja nýtt mót á sunnudaginn og við viljum vera klárir.“ Hann segir að Eyjaliðið verði að hætta að einbeita sér svona að dómurum leiksins. „Við hættum að væla í seinni hálfleik og leyfðum leiknum aðeins að fljóta og þá gekk okkur mun betur.“ Theodór er spenntur fyrir einvíginu á móti Val. „Þetta verður bara hörku einvígi og gott fyrir íslenskan handbolta að fá svona einvígi í átta liða úrslitum. Við erum komnir á ágætan stað en eigum samt smá inni.“ Guðlaugur: ÍBV er lið sem á að verða Íslandsmeistari á pappír„Það var svolítið eins og það væri rosalega mikið undir hér í kvöld og menn voru vel gíraðir,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annarr þjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Eftir virkilega góðan fyrri hálfleik þá töpum við samt sem áður leiknum og það er eitthvað sem við þurfum að vinna úr.“ Hann segir að Valsmenn komi vel stemdir inn í úrslitakeppnina. „Þetta eru allt úrslitaleikir og við þurfum að nýta okkar reynslu úr Evrópukeppninni í næstu leikjum.“ Hann segir að ÍBV sé sennilega best mannaða lið landsins. „Við erum að fara á erfiðasta útivöll landsins og þurfum heldur betur að eiga góða leiki til að eiga möguleiki. Við verðum að vinna leik úti í Eyjum og það verður erfitt. ÍBV er lið sem á að verða Íslandsmeistari á pappír.“Leik lokið 29-30: ÍBV vinnur góðan sigur. 27-30 (60.mín): ÍBV að klára þennan leik.59.mín - Rautt spjald: Stephen Nielsen fær boltann í andlitið þegar brotið á á Alexander Erni Júlíssyni. Hann bregst illa við og hrindir honum. Nielsen fær beint rautt og það verður allt vitlaust. Þjálfarar liðanna segja hvor öðrum að fokka sér og halda kjafti.26-30 (57.mín): Teddi með enn eitt markið fyrir ÍBV. Kominn með 11 stykki.25-28 (56.mín): Atli Karl stelur boltanum og hendir í autt markið. Tíunda mark hans í kvöld. 24-27 (54.mín): Eyjamenn eru að klára þetta. 24-26 (53.mín): Theodór með frábært mark. Hann er kominn með tíu mörk. Þvílíkur leikmaður.24-24 (50.mín): Alexander Örn Júlíusson jafnar metin með frábæru marki.23-23 (47.mín): Atli Már Báruson með fínt mark fyrir Valsmenn og jafnar.22-23 (46.mín): Kári Kristján skorar af línunni fyrir ÍBV og kemur þeim yfir. 22-22 (43.min): Agnar Smári Jónsson með frábært mark og jafnar metin fyrir ÍBV.21-20 (40.mín): Sigurbergur Sveinsson með frábært mark stöngin inn. Munar aðeins einu marki21-18 (39.mín): Atli Karl með sitt níunda mark í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði hann skorað 25 mörk í öllum leikjum vetrarins í Olís-deildinni.20-18 (38.mín): Valur tekur leikhlé. Það gengur ekkert upp.20-17 (37.mín): Theodór með mark úr hraðaupphlaupi. Þeir eru að keyra yfir Valsmenn núna sem hafa tapað fimm boltum í röð.20-15 (35.mín): Stephen Nielsen að verja víti fyrir ÍBV. Vel gert. 20-15 (34.mín): Eyjamenn koma vel inn í þennan síðari hálfleik. Hálfleikur 18-12 (30.mín): Valsmenn með fín tök á þessum leik. Eyjamenn hafa ekki fundið taktinn. 16-12 (27.mín): Josip með mark úr vítakasti, mjög öruggt.15-10 (25.mín): Atli Karl með sitt fimmta mark. Valsmenn að ná tökum á þessum leik. 13-9 (23.mín): Vignir Stefánsson með fínt mark og sitt fjórða.12-9 (22.mín): Sveinn Jose Rivera skorar fínt mark á línunni. 11-8 (21.mín): Gric með sitt annað mark í röð.9-7 (18.mín): Josip Juric Gric er fínt mark fyrir utan teig. Lyftir sér upp og þrumar honum í netið.8-6 (16.mín): Alexander Örn Júlíusson með fínt mark fyrir Valsmenn. 6-6 (14.mín): Kári Kristján með fínt mark á línunni og Theodór skorar síðan strax í kjölfarið. Jafnt.5-3 (10.mín): Theodór Sigurbjörnsson með mark eftir flott hraðaupphlaup og minnkar þetta í tvö mörk.5-1 (9.mín): Valsmenn að byrja þennan leik vel. Vignir með þrjú og Atli Karl Bachmann að skora. Þetta kemur allt úr hröðum sóknum. 2-1 (7.mín): Vignir Stefánsson með bæði mörk Vals eftir hraðaupphlaup.1-1 (5.mín): Liðin í stökustu vandræðum með að skora mark. Markverðirnir góðir á fyrstu mínútunum. 1-0 (2.mín): Vignir Stefánsson með fyrsta mark leiksins eftir að bæði lið klúðruðu fyrstu færunum sínum.0-0 (1.mín): Þá er þessi leikur farinn af stað.Fyrir leik: Valsmenn hafa gefið hressilega eftir í deildinni að undanförnu, m.a. vegna þátttöku í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið er komið í undanúrslit. Valur getur náð 5. sætinu vinni liðið ÍBV og Selfoss tapar fyrir FH á sama tíma. Valsmenn geta einnig misst 6. sætið í hendur Gróttu eða Fram. Þeir geta hins vegar ekki endað neðar en í 7. sæti.Fyrir leik: Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við Akureyri á heimavelli í síðustu umferð. Fyrir vikið þurfa þeir að treysta á hjálp frá Selfyssingum til að verða deildarmeistarar. Til að það gerist þarf ÍBV að vinna Val og treysta á að FH tapi fyrir Selfossi.Fyrir leik: Leikmenn komnir út á gólf og farnir að hita upp.Fyrir leik: Heilir og sælir áhorfendur góðir og verið velkomnir til leiks með Boltavakt Vísir á leik Vals og ÍBV í lokaumferð Olís-deildar karla.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira