Sverre: Erfitt að kyngja þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. apríl 2017 22:30 Þjálfarinn Sverre Jakobsson lék í vörn Akureyrarliðsins í kvöld. vísir/Andri Marinó „Það er rosalega erfitt að kyngja þessu, við komum inn í leikinn, vissum hvað þyrfti til og lögðum allt í þetta en það vantaði herslumuninn til að sigra þennan leik,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson svekktur að leikslokum eftir að ljóst var að Akureyri væri fallið niður úr deild þeirra bestu. Sverre sagði töfluna ekki ljúga, það hefði vantað upp á í vetur en að þeir hefðu aldrei gefist upp. „Við erum neðstir af ástæðu en ég ætla samt ekkert að taka neitt af liðinu. Við gátum auðveldlega gefist upp og vorkennt okkur með snuð í munni miðað við allt sem gekk á en við höfum aldrei gert það, gáfumst ekki upp og fengum líflínu sem okkur tókst ekki að nýta.“ Það var margt sem fór úrskeiðis hjá Akureyringum í dag. „Okkur tókst ekki sem lið að láta hlutina smella á öllum vígstöðum í dag. Við eigum fínustu spretti en það þurfti meira til eftir að við gáfum þeim auðveld mörk undir lok fyrri hálfleiks. Það vantaði aðeins á öllum sviðum handboltans í kvöld og það gerir útslagið,“ sagði Sverre sem lék í leiknum í kvöld en sagði þetta vera síðasta leik ferilsins. „Þeir eru að fara upp í hillurnar, skórnir, í þriðja skiptið en ég geri ráð fyrir að halda áfram sem þjálfari að reyna að byggja upp nýtt lið. Við erum að missa nokkra lykilleikmenn og það er hluti af harkinu að vera með lið út á landi en við erum bjartsýnir á framhaldið og það opnar vonandi dyr fyrir aðra leikmenn,“ sagði Sverre sem tók undir að það væri súrt að enda á tapi. „Ég mun aldrei gleyma þessum en við gáfumst aldrei upp, hvorki í dag né í vetur.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
„Það er rosalega erfitt að kyngja þessu, við komum inn í leikinn, vissum hvað þyrfti til og lögðum allt í þetta en það vantaði herslumuninn til að sigra þennan leik,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson svekktur að leikslokum eftir að ljóst var að Akureyri væri fallið niður úr deild þeirra bestu. Sverre sagði töfluna ekki ljúga, það hefði vantað upp á í vetur en að þeir hefðu aldrei gefist upp. „Við erum neðstir af ástæðu en ég ætla samt ekkert að taka neitt af liðinu. Við gátum auðveldlega gefist upp og vorkennt okkur með snuð í munni miðað við allt sem gekk á en við höfum aldrei gert það, gáfumst ekki upp og fengum líflínu sem okkur tókst ekki að nýta.“ Það var margt sem fór úrskeiðis hjá Akureyringum í dag. „Okkur tókst ekki sem lið að láta hlutina smella á öllum vígstöðum í dag. Við eigum fínustu spretti en það þurfti meira til eftir að við gáfum þeim auðveld mörk undir lok fyrri hálfleiks. Það vantaði aðeins á öllum sviðum handboltans í kvöld og það gerir útslagið,“ sagði Sverre sem lék í leiknum í kvöld en sagði þetta vera síðasta leik ferilsins. „Þeir eru að fara upp í hillurnar, skórnir, í þriðja skiptið en ég geri ráð fyrir að halda áfram sem þjálfari að reyna að byggja upp nýtt lið. Við erum að missa nokkra lykilleikmenn og það er hluti af harkinu að vera með lið út á landi en við erum bjartsýnir á framhaldið og það opnar vonandi dyr fyrir aðra leikmenn,“ sagði Sverre sem tók undir að það væri súrt að enda á tapi. „Ég mun aldrei gleyma þessum en við gáfumst aldrei upp, hvorki í dag né í vetur.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15