Besta varnarliðið féll úr Olís-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 14:30 Sverre Andreas Jakobsson. Vísir/Stefán Sverre Andreas Jakobsson náði að gera Akureyri að besta varnarliði Olís-deildar karla á þessu tímabili en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið hans féll úr deildinni. Akureyringar féllu úr Olís-deildinni í gærkvöldi eftir 23-28 tap á móti Stjörnunni í leik þar sem norðanmenn hefðu bjargað sér með sigri. Akureyrarliðið var, þrátt fyrir fallið, eina liðið í Olís-deildinni í vetur sem fékk á sig minna en 700 mörk í leikjunum 27. Þjálfarar Akureyrarliðsins, Sverre Andreas Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson, voru aðalmennirnir í vörn íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Sérþekking þeirra skilaði sér augljóslega hvað varð varnarleik liðsins. Akureyri fékk á sig 699 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali í leik. Deildarmeistarar FH fengu á sig 706 mörk og voru með næstbestu vörnina. Í þriðja sæti var síðan ÍBV sem varð í örðu sæti í deildinni. Vandamál norðanmanna var sóknin en ekkert lið í deildinni skoraði færri mörk. Akureyrarliðið skoraði „bara“ 656 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali. Haukarnir voru með langbestu sóknina og eina liðið sem náði að skora 800 mörk í leikjunum 27. Haukar skoruðu 819 mörk eða 30,3 mörk að meðaltali í leik. Varnarleikurinn varð aftur á móti Haukaliðinu að falli en liðið fékk á sig 28,1 mark að meðaltali í leik. Aðeins Selfoss og Fram fengu á sig fleiri mörk. Haukarnir þurftu því að sætta sig við þriðja sætið og vera ekki með heimavallarrétt í mögulegum seríum á móti FH eða ÍBV í úrslitakeppninni. Framarar fengu á sig flest mörk í deildinni, 29,3 að meðaltali, en tókst engu að síður að ná sjötta sæti deildarinnar. Fram varð í 5. sæti yfir bestu sóknina.Besta vörnin í Olís-deild karla 2016-17(Fæst mörk fengin á sig að meðaltali í leik) 1. Akureyri 25,9 2. FH 26,1 3. ÍBV 26,3 4. Valur 26,4 5. Stjarnan 26,4 6. Grótta 26,7 7. Afturelding 27,6 8. Haukar 28,1 9. Selfoss 29,2 10. Fram 29,3Besta sóknin í Olís-deild karla 2016-17(Flest mörk skoruð að meðaltali í leik) 1. Haukar 30,3 2. ÍBV 28,8 3. Selfoss 28,7 4. FH 28,3 5. Fram 28,0 6. Afturelding 27,3 7. Valur 25,9 8. Grótta 25,5 9. Stjarnan 24,9 10. Akureyri 24,3 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15 Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45 Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Sverre Andreas Jakobsson náði að gera Akureyri að besta varnarliði Olís-deildar karla á þessu tímabili en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið hans féll úr deildinni. Akureyringar féllu úr Olís-deildinni í gærkvöldi eftir 23-28 tap á móti Stjörnunni í leik þar sem norðanmenn hefðu bjargað sér með sigri. Akureyrarliðið var, þrátt fyrir fallið, eina liðið í Olís-deildinni í vetur sem fékk á sig minna en 700 mörk í leikjunum 27. Þjálfarar Akureyrarliðsins, Sverre Andreas Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson, voru aðalmennirnir í vörn íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Sérþekking þeirra skilaði sér augljóslega hvað varð varnarleik liðsins. Akureyri fékk á sig 699 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali í leik. Deildarmeistarar FH fengu á sig 706 mörk og voru með næstbestu vörnina. Í þriðja sæti var síðan ÍBV sem varð í örðu sæti í deildinni. Vandamál norðanmanna var sóknin en ekkert lið í deildinni skoraði færri mörk. Akureyrarliðið skoraði „bara“ 656 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali. Haukarnir voru með langbestu sóknina og eina liðið sem náði að skora 800 mörk í leikjunum 27. Haukar skoruðu 819 mörk eða 30,3 mörk að meðaltali í leik. Varnarleikurinn varð aftur á móti Haukaliðinu að falli en liðið fékk á sig 28,1 mark að meðaltali í leik. Aðeins Selfoss og Fram fengu á sig fleiri mörk. Haukarnir þurftu því að sætta sig við þriðja sætið og vera ekki með heimavallarrétt í mögulegum seríum á móti FH eða ÍBV í úrslitakeppninni. Framarar fengu á sig flest mörk í deildinni, 29,3 að meðaltali, en tókst engu að síður að ná sjötta sæti deildarinnar. Fram varð í 5. sæti yfir bestu sóknina.Besta vörnin í Olís-deild karla 2016-17(Fæst mörk fengin á sig að meðaltali í leik) 1. Akureyri 25,9 2. FH 26,1 3. ÍBV 26,3 4. Valur 26,4 5. Stjarnan 26,4 6. Grótta 26,7 7. Afturelding 27,6 8. Haukar 28,1 9. Selfoss 29,2 10. Fram 29,3Besta sóknin í Olís-deild karla 2016-17(Flest mörk skoruð að meðaltali í leik) 1. Haukar 30,3 2. ÍBV 28,8 3. Selfoss 28,7 4. FH 28,3 5. Fram 28,0 6. Afturelding 27,3 7. Valur 25,9 8. Grótta 25,5 9. Stjarnan 24,9 10. Akureyri 24,3
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15 Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45 Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15
Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45
Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52