Handbolti

„Fokkaðu þér“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV.
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. vísir/ernir
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, lét kollega sinn hjá Valsmönnum, Óskar Bjarna Óskarsson, heyra það svo um munaði í leik liðanna í Olís-deild karla í gær.

Það sauð upp úr í lok leiksins eftir að Valsararinn Alexander Örn Júlíusson skaut í höfuð Stephen Nielsen, markvarðar ÍBV. Var það í annað sinn í leiknum sem Alexander skaut í hausinn á markverðinum.

Nielsen brást illa við og fór upp að Alexander en erfitt er að sjá á myndbandi SportTV hvort hann geri mikið við hann.

Dómararnir sáu greinilega eitthvað því þeir gáfu honum rautt spjald og síðar blátt. Hann verður því væntanlega í banni er liðin mætast í fyrsta leik í úrslitakeppninni.

Ekki líkaði Arnari eitthvað sem Óskar Bjarni sagði því hann svaraði ákveðið: „Hey, Óskar. Fokkaðu þér,“ sagði Arnar við kollega sinn.

Blaðamaður Vísis heyrði þá Óskar Bjarna svara Arnari með „þú segir mér ekkert að fokka mér.“ Arnar svaraði því á einfaldan hátt með einu góðu „haltu kjafti“.

Það er því greinilega grunnt á því góða milli liðanna og má búast við látum í rimmum liðanna í úrslitakeppninni. Sjá má hasarinn frá í gær hér að neðan.


Tengdar fréttir

Þessi lið mætast í úrslitakeppninni

Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×