Handbolti

Deildarmeistararnir eiga tvo leikmenn í liði ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn úrvalsliðsins sem mættu á fundinn. Eyjamenn voru fjarverandi.
Leikmenn úrvalsliðsins sem mættu á fundinn. Eyjamenn voru fjarverandi. vísir/anton
Á blaðamannafundi HSÍ í hádeginu var greint frá því hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið Olís-deildar karla í vetur.

Deildarmeistarar FH eiga tvo leikmenn í liðinu sem og Fram og ÍBV. Sá sjöundi kemur frá Selfossi en besti varnarmaðurinn kemur úr Val.

Enginn leikmaður Hauka eða Aftureldingar komst í liðið að þessu sinni.

Á fundinum í dag var verið að kynna úrslitakeppni Olís-deildar karla sem hefst þann 9. apríl næstkomandi.

Úrvalslið karla veturinn 2016-17:

Markvörður:

Ágúst Elí Björgvinsson, FH

Línumaður:

Ágúst Birgisson, FH

Vinstra horn:

Andri Þór Helgason, Fram

Vinstri skytta:

Sigurbergur Sveinsson, ÍBV

Miðjumaður:

Elvar Örn Jónsson, Selfoss

Hægri skytta:

Arnar Birkir Hálfdánarson, Fram

Hægra horn:

Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV

Besti varnarmaður:

Orri Freyr Gíslason, Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×