Skuldsetning kann að aukast vegna hækkunar húsnæðisverðs Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2017 14:16 Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans fór yfir ritið á fundi í morgun. Vísir/Anton Brink Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í dag. „Heilt yfir stöndum við mjög vel um þessar mundir,“ sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundi þar sem skýrslan var kynnt fyrr í dag. Hann sagði að áhætta í fjármálakerfinu tengdist um þessar mundir fyrst og fremst aukinni spennu í þjóðarbúskapnum, ástandinu á fasteignamarkaði, örum vexti ferðaþjónustu og breyttum aðstæðum í framhaldi af losun fjármagnshafta. Hann benti á að fasteignaverð sé orðið sögulega hátt og virðist á síðustu mánuðum hafa hækkað umfram tekjur. Aukin spenna í þjóðarbúskapnum gæti þegar fram líða stundir leitt til fjármálalegs ójafnvægis ef hún brýst út í ofhitnun hagkerfisins og/eða endar með snörpum viðsnúningi. Einna skýrast kemur þessi spenna fram á fasteignamarkaði segir í ritinu. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, fór yfir helstu þætti skýrslunnar á fundinum sagði að enn sem komið er hefði skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ sagði Harpa. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur verið mun hraðari en hækkun almenns verðlags undanfarin misseri segir í skýrslunni. Því skuldsettari sem fasteignaviðskipti eru á meðan verðlag húsnæðis er hátt því verri verður staða lántaka og lánveitenda ef verðið lækkar á ný. Mikil og hröð hækkun fasteignaverðs samhliða vexti íbúðaskulda skapar því hættu á óstöðguleika í fjármálakerfinu. Eins ov Vísir hefur greint frá undanfarið hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent á síðastliðnu ári og er spáð allt að þriðjungs hækkun á komandi árum. Hrein ný útlán til íbúðarkaupa tóku að aukast um mitt ár 2015. Þar gæti verið komin fram fyrstu merki um auknar lánveitingar til íbúðarkaupa í kjölfar verðhækkananna. Enn sem komið er telst vöxturinn í ihúsnæðisskuldum þó hóflegur. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur þar til síðustu mánuði verið í takt við vöxt ráðstöfunartekna. Sveiflur í ráðstöfunartekjum geta þó verið tímabundnar og hröð hækkun þeirra getur verið ósjálfbær. Aukin íbúðafjárfesting undanfarin misseri ætti hins vegar að halda aftur af verðhækkunum þegar fram líða stundir segir í ritinu. Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í dag. „Heilt yfir stöndum við mjög vel um þessar mundir,“ sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundi þar sem skýrslan var kynnt fyrr í dag. Hann sagði að áhætta í fjármálakerfinu tengdist um þessar mundir fyrst og fremst aukinni spennu í þjóðarbúskapnum, ástandinu á fasteignamarkaði, örum vexti ferðaþjónustu og breyttum aðstæðum í framhaldi af losun fjármagnshafta. Hann benti á að fasteignaverð sé orðið sögulega hátt og virðist á síðustu mánuðum hafa hækkað umfram tekjur. Aukin spenna í þjóðarbúskapnum gæti þegar fram líða stundir leitt til fjármálalegs ójafnvægis ef hún brýst út í ofhitnun hagkerfisins og/eða endar með snörpum viðsnúningi. Einna skýrast kemur þessi spenna fram á fasteignamarkaði segir í ritinu. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, fór yfir helstu þætti skýrslunnar á fundinum sagði að enn sem komið er hefði skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ sagði Harpa. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur verið mun hraðari en hækkun almenns verðlags undanfarin misseri segir í skýrslunni. Því skuldsettari sem fasteignaviðskipti eru á meðan verðlag húsnæðis er hátt því verri verður staða lántaka og lánveitenda ef verðið lækkar á ný. Mikil og hröð hækkun fasteignaverðs samhliða vexti íbúðaskulda skapar því hættu á óstöðguleika í fjármálakerfinu. Eins ov Vísir hefur greint frá undanfarið hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent á síðastliðnu ári og er spáð allt að þriðjungs hækkun á komandi árum. Hrein ný útlán til íbúðarkaupa tóku að aukast um mitt ár 2015. Þar gæti verið komin fram fyrstu merki um auknar lánveitingar til íbúðarkaupa í kjölfar verðhækkananna. Enn sem komið er telst vöxturinn í ihúsnæðisskuldum þó hóflegur. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur þar til síðustu mánuði verið í takt við vöxt ráðstöfunartekna. Sveiflur í ráðstöfunartekjum geta þó verið tímabundnar og hröð hækkun þeirra getur verið ósjálfbær. Aukin íbúðafjárfesting undanfarin misseri ætti hins vegar að halda aftur af verðhækkunum þegar fram líða stundir segir í ritinu.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35
Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00