Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-33 | Viktor Gísli hetja Fram gegn meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2017 19:45 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/anton Fram tók forystuna í einvíginu við Hauka í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla með eins marks sigri, 32-33, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson tryggði Fram sigurinn með því að verja vítakast Guðmundar Árna Ólafssonar þegar leiktíminn var liðinn. Í sókninni á undan skoraði Þorgeir Bjarki Davíðsson það sem reyndist vera sigurmark Fram. Gestirnir úr Safamýrinni voru miklu sterkari í fyrri hálfleik. Þeir léku frábæra framliggjandi vörn, þvinguðu Hauka í níu tapaða bolta og héldu skyttum þeirra algjörlega niðri. Daníel Þór Ingason, Ivan Ivkovic og Adam Haukur Baumruk skoruðu t.a.m. aðeins tvö mörk samanlagt í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Fram var einnig afar vel útfærður. Arnar Birkir Hálfdánarson var prímusmótorinn, skoraði sex mörk og gaf nokkrar stoðsendingar. Það eina sem vantaði hjá Fram í fyrri hálfleik var markvarsla. Daníel Þór Guðmundsson varði aðeins þrjú skot í marki gestanna á meðan Grétar Ari Guðjónsson tók níu bolta í marki heimamanna. Annars réð vörn Fram við allt það sem Haukarnir báru á borð fyrir hana, hvort sem þeir voru með sex eða sjö sóknarmenn. Það var helst að Haukar næðu að opna vinstra hornið fyrir Hákon Daða Styrmisson eða koma boltanum inn á línuna á Jón Þorbjörn Jóhannsson. Fram leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 13-18, og því ljóst að Haukar þyrftu að taka sig taki í seinni hálfleik. Og það gerðu þeir. Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistaranna, breytti yfir í framliggjandi vörn og hún sló Frammara út af laginu. Þá átti Giedrius Morkunas frábæra innkomu í mark Hauka og varði 16 skot í seinni hálfleiknum og framlengingunni. Haukar skoruðu fimm fyrstu mörkin í seinni hálfleik og héldu hreinu fyrstu 11 mínútur hans. Andri Heimir Friðriksson spilaði mjög vel sem fremsti maður í vörn Hauka og gerði sóknarmönnum Fram erfitt fyrir. Jón Þorbjörn jafnaði metin í 19-19 en Frammarar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka var munurinn fjögur mörk, 24-28. Þá fóru leikmenn Fram nánast á taugum, töpuðu boltanum klaufalega og kláruðu sóknirnar sínar illa. Haukar gengu á lagið og Ivan Ivkovic tryggði meisturunum framlengingu þegar hann jafnaði í 28-28 á lokasekúndunum. Það hefði verið auðvelt að spá Haukum sigri í framlengingunni, enda með vindinn í seglinn og með miklu meiri reynslu í aðstæðum sem þessum. Í framlengingunni voru taugar leikmanna þandar. Þorgeir Bjarki kom Fram yfir, 31-32, en Hákon Daði jafnaði strax í 32-32. Þorgeir Bjarki var svo aftur á ferðinni í næstu sókn Fram og kom liðinu yfir, 32-33 þegar sex sekúndur voru eftir. Haukar brunuðu í sókn en Arnar Birkir stöðvaði hana með ruddabroti á Hákoni Daða. Brotið var ljótt og ekkert sérstaklega gáfulegt því Haukar fengu víti. Guðmundur Árni, sem var búinn að skora úr fjórum vítum í leiknum, fór á línuna en Viktor Gísli og tryggði gestunum sigurinn. Þorgeir Bjarki var markahæstur á vellinum með átta mörk. Arnar Birkir kom næstur í liði Fram með sjö mörk. Guðmundur Árni og Hákon Daði skoruðu sjö mörk hvor fyrir Hauka.Gunnar: Skandall hvernig við byrjuðum leikinn Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum gegn Fram í kvöld. „Það eru hrikaleg vonbrigði hvernig við komum inn í leikinn. Við vorum ekki með í vörninni fyrstu 20 mínúturnar. Það var svakalegt að horfa á þetta,“ sagði Gunnar eftir leik. „Við komum okkur í slæma stöðu en það er jákvætt að við sýndum karakter að koma til baka og halda okkur á lífi í leiknum. Síðan var þetta bara stöngin inn, stöngin út undir lokin. En við klikkuðum bara á því hvernig við byrjuðum leikinn. Þetta var skandall.“ Gunnar sagði að Frammarar hefðu ekki komið sér á óvart í leiknum. „Framliðið kom okkur ekkert á óvart. Við vissum að þetta yrði mjög erfitt. Þessi byrjun var óásættanleg og kostaði okkur leikinn,“ sagði Gunnar. „Ég var ánægður með 5-1 vörnina hjá okkur en við klukkuðum þá ekki í 6-0 vörninni. Á meðan var markvarslan engin. Við vorum bara ekki klárir í vörninni.“ Liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn og þá þurfa Haukar að vinna ef þeir ætla ekki að fara í snemmbúið sumarfrí. „Sá leikur er bara upp á líf eða dauða fyrir okkur. Ég þarf ekki að segja neitt meira. Við vitum hvað er í húfi,“ sagði Gunnar að lokum.Viktor Gísli: Hann var ekki búinn að skjóta þarna Viktor Gísli Hallgrímsson, 16 ára markvörður Fram, var hetja liðsins í 32-33 sigri á Haukum í kvöld. Viktor Gísli varði vítakast Guðmundar Árna Ólafssonar þegar leiktíminn var runninn út og tryggði Fram sigurinn. „Þar sem það var mikið undir hugsaði ég að hann myndi ekki gera neitt kjaftæði, snúa hann eða eitthvað slíkt,“ sagði Viktor Gísli eftir leikinn. „Ég bjóst bara við skoti uppi eða niðri og valdi rétt horn. Hann var aldrei búinn að skjóta í þetta horn. Hann var búinn að skjóta niðri og uppi í hitt hornið.“ Þessi efnilegi markvörður var að vonum ánægður með sigurinn á Íslandsmeisturunum í kvöld. „Þetta var ótrúlegur sigur. Það hefur oft gerst í vetur að við byrjum seinni hálfleikinn illa. En við héldum haus og komum aftur til baka,“ sagði Viktor Gísli. Fram hefur unnið tvo af fjórum leikjum sínum gegn Haukum í vetur og tapað hinum tveimur naumt. En líður Safamýrarpiltum vel gegn þessu sterka Haukaliði? „Þetta er bara eins og á móti hvaða liði sem er. Þetta féll bara með okkur,“ sagði Viktor Gísli og bætti því við að Frammarar væru ekki orðnir saddir. „Nei, það var alltaf markmiðið að komast inn í 8-liða úrslitin. Þetta er síðan nýtt mót og við ætlum að gera okkar besta.“32-33 (Leik lokið): Viktor ver vítið frá Guðmundi Árna!!! Þetta er búið! Fram er komið yfir. 32-33 (70. mín): Þorgeir kemur Fram yfir, Haukar fara í sókn, Arnar Birkir með ljótt og heimskulegt brot á Hákoni Daða og víti dæmt. Arnar Birkir fær rautt. 32-32 (70. mín): Hákon Daði jafnar en Fram fær síðustu sóknina. 31-31 (69. mín): Séra Sigurður kemur Fram yfir en Daníel jafnar. 30-30 (67. mín): Ivkovic kemur Haukum yfir. Kominn með 4 mörk. Arnar Birkir jafnar með sínu fyrsta marki síðan í fyrri hálfleik. 29-29 (Seinni hálfleikur framlengingar hafinn): Fram byrjar með boltann og getur komist yfir. 29-29 (65. mín): Valdimar jafnar metin eftir langa og vandræðalega sókn. Fyrsta mark hans í langan tíma. 29-28 (63. mín): Daníel kemur Haukum yfir. Viktor of seinn í hornið. Andri Heimir fær svo tveggja mínútna brottvísun. 28-28 (62. mín): Bæði lið klúðra fyrstu sóknunum sínum. 28-28 (Framlenging hafin): Haukar byrja með boltann. 28-28 (Venjulegum leiktíma lokið): Ivkovic jafnar metin með skoti sem fer nánast í gegnum Viktor! Þetta á strákurinn að verja. Þegar 4 mínútur voru eftir leiddi Fram með 4 mörkum en svo fóru gestirnir bara á taugum. Framlenging framundan. 27-28 (60. mín): Guðmundur Helgi tekur leikhlé þegar 39 sekúndur eru eftir. Frammarar hafa verið rosalega miklir klaufar undanfarnar mínútur og hleypt Haukum inn í leikinn. 27-28 (59. mín): Fram tapar boltanum og Guðmundur Árni skorar! 26-28 (58. mín): Hákon Daði minnkar muninn í 2 mörk og Fram tapar svo boltanum. Stress. 24-28 (56. mín): Þorgeir Bjarki fer langt með að klára þetta með sínu sjötta marki. 23-27 (54. mín): Viktor ver frá Ivkovic úr dauðafæri. Strákurinn kominn með 6 skot varin í seinni hálfleik. 22-27 (52. mín): Ivkovic er kominn aftur inn á en kemst sem fyrr ekkert áleiðis gegn vörn Fram. 22-27 (51. mín): Elías skorar sirkusmark og Gunnar tekur leikhlé. Elías er kominn með 2 mörk sem er mikilvægt því Arnar Birkir hefur ekki fundið sig í seinni hálfleik. Samt er munurinn 5 mörk. 22-26 (50. mín): Viktor ver, Þorgeir Bjarki fer upp og skorar. Munurinn 4 mörk. Elías tapar svo 15. bolta Hauka í leiknum. Fram er með 4 tapaða. 21-24 (47. mín): Sigurður er sjóðheitur þessa stundina. Kominn með 4 mörk. Fram stóðst þetta áhlaup Hauka og er með undirtökin þessar mínúturnar. 19-23 (45. mín): Sigurður smyr boltann í samúel og kemur Fram 4 mörkum yfir! Frábært mark. 19-22 (43. mín): Þrjú mörk í röð frá Fram sem hefur nýtt sér liðsmuninn vel. Adam Haukur fauk út af áðan. 19-19 (42. mín): Sigurður Örn skorar fyrsta mark Hauka í seinni hálfleik en Jón Þorbjörn jafnar strax. 18-18 (41. mín): Hákon Daði jafnar metin með sínu fimmta marki. Úrslitakeppnis-Hákon er mættur til starfa. 17-18 (40. mín): Guðmundur Helgi tekur loksins leikhlé. Full seint finnst mér. Frammarar ráða illa við framliggjandi vörn Hauka og það er komið óöryggi leik liðsins. 17-18 (38. mín): Guðmundur Árni skorar í tómt markið og munurinn aðeins 1 mark! Fram á enn eftir að skora í seinni hálfleik. 15-18 (36. mín): Tjörvi minnkar muninn í 3 mörk. Allt byrjar þetta hjá Giedriusi sem er búinn að verja 4 skot. 14-18 (35. mín): Guðmundur Árni brýtur ísinn með sínu fyrsta marki úr opnum leik. 13-18 (34. mín): Viktor ver frá Jóni Þorbirni í dauðafæri. Við bíðum enn eftir fyrsta markinu í seinni hálfleik. 13-18 (32. mín): Giedrius og Viktor Gísli byrja báðir vel. Sá fyrrnefndi er kominn með 2 bolta varða en sá síðarnefndi 1. 13-18 (Seinni hálfleikur hafinn): Fram byrjar með boltann. Bæði lið eru búin að skipta um markvörð. 13-18 (Fyrri hálfleik lokið): Elías Már labbar í gegnum vörn Fram og skorar síðasta mark fyrri hálfleiks. Frammarar hafa spilað frábærlega á báðum endum vallarins. Það eina sem vantar er markvarsla. Daníel er aðeins með 3 bolta varða en Grétar Ari 9. Haukar eru hins vegar með 9 tapaða bolta en Fram aðeins 1. Framliggjandi vörn gestanna hefur slökkt í skyttum Hauka sem eru aðeins með 3 mörk samanlagt. 11-17 (29. mín): Arnar Birkir skorar sitt sjötta mark. Frábær leikur hjá honum. 10-15 (27. mín): Guðmundur Árni minnkar muninn í 5 mörk. Þið lásuð rétt, 5 mörk. 9-13 (24. mín): Andri Heimir tapar 8 bolta Hauka í fyrri hálfleik. Þeir hafa engar lausnir á vörn Fram sem er mjög aðgangshörð. 9-12 (23. mín): Hákon Daði minnkar muninn í 3 mörk. Fram leiðir með 3 mörkum en er samt bara með 2 bolta varða. 8-11 (20. mín): Þorgeir Bjarki fer inn úr hægra horninu og klárar frábærlega. 8-10 (18. mín): Hákon Daði skorar úr afskaplega erfiðu færi. Haukarnir þurfa að hafa mikið fyrir mörkunum sínum. 7-10 (16. mín): Arnar Birkir skorar sitt fimmta mark. Verið frábær hér í upphafi leiks. Einnig kominn með nokkrar stoðsendingar. 6-8 (14. mín): Gunnar tekur leikhlé eftir að Þorgeir Bjarki skorar áttunda mark Fram. Haukarnir eru búnir að vera kærulausir í sókninni og gestirnir hafa refsað með 3 hraðaupphlaupsmörkum. 6-7 (13. mín): Haukar tapa fimmta boltanum en Frammarar komast ekki í hraðaupphlaup. Guðmundur Helgi rekur sína menn fram. 6-6 (12. mín): Þorgeir Bjarki fer illa með Hákon en Grétar ver sitt þriðja skot. Jón Þorbjörn jafnar svo metin eftir sendingu Tjörva. 5-5 (9. mín): Guðmundur Árni jafnar metin af vítalínunni. Hans fyrsta mark. Haukar eru þegar búnir að tapa boltanum þrisvar. 3-4 (7. mín): Arnar Birkir kemur Fram yfir eftir hraðaupphlaup. Þrjú mörk frá gestunum í röð. 3-3 (6. mín): Andri kemst inn í sendingu frá Daníel, brunar fram og skorar sitt fyrsta mark og jafnar metin. 2-1 (2. mín): Arnar Birkir jafnar metin en Tjörvi svarar um hæl. 1-0 (1. mín): Tjörvi skorar fyrsta mark leiksins með góðu skoti af gólfinu. 0-0 (Leikur hafinn): Haukar byrja með boltann. Adam Haukur byrjar ekki í sókninni. Fyrir leik: Haukar bjóða upp á ljósasjóv og flotta umgjörð en það vantar bara fólk í stúkuna, reyndar eins og svo oft áður. Fyrir leik: Fram átti tvo leikmenn í úrvalsliði Olís-deildarinnar sem var opinberað í síðustu viku. Þetta eru þeir Arnar Birkir Hálfdánarson og Andri Þór Helgason. Arnar Birkir sneri aftur í Safamýrina fyrir tímabilið og var einn besti leikmaður deildarinnar í vetur. Andri kom frá HK og spilaði stórvel í vinstra horninu. Fyrir leik: Það eru ekki nema fjögur ár síðan Fram varð Íslandsmeistari, einmitt eftir sigur á Haukum í úrslitaeinvígi. Elías Bóasson er held ég sá eini sem er eftir úr meistaraliðinu. Fyrir leik: Aðalmarkvörður Fram, Viktor Gísli Hallgrímsson, er fæddur árið 2000 og er mikið efni. Hinn markvörður liðsins, Daníel Þór Guðmundsson, er það unglegur að hann gæti verið fæddur 2003. Fyrir leik: Fram á því klárlega möguleika hér í dag, að því gefnu að leikmenn liðsins séu ekki orðnir saddir. Fyrir leik: Liðin mættust þrisvar í Olís-deildinni í vetur. Fram vann fyrsta leikinn hér í Schenker-höllinni, 37-41. Ekki nema 78 mörk skoruð í þeim leik. Haukar unnu svo leiki tvö og þrjú sem fóru fram í Safamýrinni, 30-32 og 26-27. Fyrir leik: Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson tekur út leikbann í dag og leikur því ekki með Haukum. Brimir Björnsson kemur inn í hópinn í staðinn fyrir hann. Fyrir leik: Fram missti nær heilt lið frá því í fyrra en fékk samt bara einu stigi færra en á síðasta tímabili. Guðmundur Helgi Pálsson gerði frábæra hluti með Framliðið, á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild.Fyrir leik:Íslandsmeistarar Hauka enduðu í 3. sæti Olís-deildarinnar en Fram, öllum að óvörum, endaði í 6. sætinu. Frábær árangur hjá liði sem virtist ætla að fara lóðbeint niður í haust.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá fyrsta leik Hauka og Fram í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Fram tók forystuna í einvíginu við Hauka í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla með eins marks sigri, 32-33, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson tryggði Fram sigurinn með því að verja vítakast Guðmundar Árna Ólafssonar þegar leiktíminn var liðinn. Í sókninni á undan skoraði Þorgeir Bjarki Davíðsson það sem reyndist vera sigurmark Fram. Gestirnir úr Safamýrinni voru miklu sterkari í fyrri hálfleik. Þeir léku frábæra framliggjandi vörn, þvinguðu Hauka í níu tapaða bolta og héldu skyttum þeirra algjörlega niðri. Daníel Þór Ingason, Ivan Ivkovic og Adam Haukur Baumruk skoruðu t.a.m. aðeins tvö mörk samanlagt í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Fram var einnig afar vel útfærður. Arnar Birkir Hálfdánarson var prímusmótorinn, skoraði sex mörk og gaf nokkrar stoðsendingar. Það eina sem vantaði hjá Fram í fyrri hálfleik var markvarsla. Daníel Þór Guðmundsson varði aðeins þrjú skot í marki gestanna á meðan Grétar Ari Guðjónsson tók níu bolta í marki heimamanna. Annars réð vörn Fram við allt það sem Haukarnir báru á borð fyrir hana, hvort sem þeir voru með sex eða sjö sóknarmenn. Það var helst að Haukar næðu að opna vinstra hornið fyrir Hákon Daða Styrmisson eða koma boltanum inn á línuna á Jón Þorbjörn Jóhannsson. Fram leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 13-18, og því ljóst að Haukar þyrftu að taka sig taki í seinni hálfleik. Og það gerðu þeir. Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistaranna, breytti yfir í framliggjandi vörn og hún sló Frammara út af laginu. Þá átti Giedrius Morkunas frábæra innkomu í mark Hauka og varði 16 skot í seinni hálfleiknum og framlengingunni. Haukar skoruðu fimm fyrstu mörkin í seinni hálfleik og héldu hreinu fyrstu 11 mínútur hans. Andri Heimir Friðriksson spilaði mjög vel sem fremsti maður í vörn Hauka og gerði sóknarmönnum Fram erfitt fyrir. Jón Þorbjörn jafnaði metin í 19-19 en Frammarar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka var munurinn fjögur mörk, 24-28. Þá fóru leikmenn Fram nánast á taugum, töpuðu boltanum klaufalega og kláruðu sóknirnar sínar illa. Haukar gengu á lagið og Ivan Ivkovic tryggði meisturunum framlengingu þegar hann jafnaði í 28-28 á lokasekúndunum. Það hefði verið auðvelt að spá Haukum sigri í framlengingunni, enda með vindinn í seglinn og með miklu meiri reynslu í aðstæðum sem þessum. Í framlengingunni voru taugar leikmanna þandar. Þorgeir Bjarki kom Fram yfir, 31-32, en Hákon Daði jafnaði strax í 32-32. Þorgeir Bjarki var svo aftur á ferðinni í næstu sókn Fram og kom liðinu yfir, 32-33 þegar sex sekúndur voru eftir. Haukar brunuðu í sókn en Arnar Birkir stöðvaði hana með ruddabroti á Hákoni Daða. Brotið var ljótt og ekkert sérstaklega gáfulegt því Haukar fengu víti. Guðmundur Árni, sem var búinn að skora úr fjórum vítum í leiknum, fór á línuna en Viktor Gísli og tryggði gestunum sigurinn. Þorgeir Bjarki var markahæstur á vellinum með átta mörk. Arnar Birkir kom næstur í liði Fram með sjö mörk. Guðmundur Árni og Hákon Daði skoruðu sjö mörk hvor fyrir Hauka.Gunnar: Skandall hvernig við byrjuðum leikinn Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum gegn Fram í kvöld. „Það eru hrikaleg vonbrigði hvernig við komum inn í leikinn. Við vorum ekki með í vörninni fyrstu 20 mínúturnar. Það var svakalegt að horfa á þetta,“ sagði Gunnar eftir leik. „Við komum okkur í slæma stöðu en það er jákvætt að við sýndum karakter að koma til baka og halda okkur á lífi í leiknum. Síðan var þetta bara stöngin inn, stöngin út undir lokin. En við klikkuðum bara á því hvernig við byrjuðum leikinn. Þetta var skandall.“ Gunnar sagði að Frammarar hefðu ekki komið sér á óvart í leiknum. „Framliðið kom okkur ekkert á óvart. Við vissum að þetta yrði mjög erfitt. Þessi byrjun var óásættanleg og kostaði okkur leikinn,“ sagði Gunnar. „Ég var ánægður með 5-1 vörnina hjá okkur en við klukkuðum þá ekki í 6-0 vörninni. Á meðan var markvarslan engin. Við vorum bara ekki klárir í vörninni.“ Liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn og þá þurfa Haukar að vinna ef þeir ætla ekki að fara í snemmbúið sumarfrí. „Sá leikur er bara upp á líf eða dauða fyrir okkur. Ég þarf ekki að segja neitt meira. Við vitum hvað er í húfi,“ sagði Gunnar að lokum.Viktor Gísli: Hann var ekki búinn að skjóta þarna Viktor Gísli Hallgrímsson, 16 ára markvörður Fram, var hetja liðsins í 32-33 sigri á Haukum í kvöld. Viktor Gísli varði vítakast Guðmundar Árna Ólafssonar þegar leiktíminn var runninn út og tryggði Fram sigurinn. „Þar sem það var mikið undir hugsaði ég að hann myndi ekki gera neitt kjaftæði, snúa hann eða eitthvað slíkt,“ sagði Viktor Gísli eftir leikinn. „Ég bjóst bara við skoti uppi eða niðri og valdi rétt horn. Hann var aldrei búinn að skjóta í þetta horn. Hann var búinn að skjóta niðri og uppi í hitt hornið.“ Þessi efnilegi markvörður var að vonum ánægður með sigurinn á Íslandsmeisturunum í kvöld. „Þetta var ótrúlegur sigur. Það hefur oft gerst í vetur að við byrjum seinni hálfleikinn illa. En við héldum haus og komum aftur til baka,“ sagði Viktor Gísli. Fram hefur unnið tvo af fjórum leikjum sínum gegn Haukum í vetur og tapað hinum tveimur naumt. En líður Safamýrarpiltum vel gegn þessu sterka Haukaliði? „Þetta er bara eins og á móti hvaða liði sem er. Þetta féll bara með okkur,“ sagði Viktor Gísli og bætti því við að Frammarar væru ekki orðnir saddir. „Nei, það var alltaf markmiðið að komast inn í 8-liða úrslitin. Þetta er síðan nýtt mót og við ætlum að gera okkar besta.“32-33 (Leik lokið): Viktor ver vítið frá Guðmundi Árna!!! Þetta er búið! Fram er komið yfir. 32-33 (70. mín): Þorgeir kemur Fram yfir, Haukar fara í sókn, Arnar Birkir með ljótt og heimskulegt brot á Hákoni Daða og víti dæmt. Arnar Birkir fær rautt. 32-32 (70. mín): Hákon Daði jafnar en Fram fær síðustu sóknina. 31-31 (69. mín): Séra Sigurður kemur Fram yfir en Daníel jafnar. 30-30 (67. mín): Ivkovic kemur Haukum yfir. Kominn með 4 mörk. Arnar Birkir jafnar með sínu fyrsta marki síðan í fyrri hálfleik. 29-29 (Seinni hálfleikur framlengingar hafinn): Fram byrjar með boltann og getur komist yfir. 29-29 (65. mín): Valdimar jafnar metin eftir langa og vandræðalega sókn. Fyrsta mark hans í langan tíma. 29-28 (63. mín): Daníel kemur Haukum yfir. Viktor of seinn í hornið. Andri Heimir fær svo tveggja mínútna brottvísun. 28-28 (62. mín): Bæði lið klúðra fyrstu sóknunum sínum. 28-28 (Framlenging hafin): Haukar byrja með boltann. 28-28 (Venjulegum leiktíma lokið): Ivkovic jafnar metin með skoti sem fer nánast í gegnum Viktor! Þetta á strákurinn að verja. Þegar 4 mínútur voru eftir leiddi Fram með 4 mörkum en svo fóru gestirnir bara á taugum. Framlenging framundan. 27-28 (60. mín): Guðmundur Helgi tekur leikhlé þegar 39 sekúndur eru eftir. Frammarar hafa verið rosalega miklir klaufar undanfarnar mínútur og hleypt Haukum inn í leikinn. 27-28 (59. mín): Fram tapar boltanum og Guðmundur Árni skorar! 26-28 (58. mín): Hákon Daði minnkar muninn í 2 mörk og Fram tapar svo boltanum. Stress. 24-28 (56. mín): Þorgeir Bjarki fer langt með að klára þetta með sínu sjötta marki. 23-27 (54. mín): Viktor ver frá Ivkovic úr dauðafæri. Strákurinn kominn með 6 skot varin í seinni hálfleik. 22-27 (52. mín): Ivkovic er kominn aftur inn á en kemst sem fyrr ekkert áleiðis gegn vörn Fram. 22-27 (51. mín): Elías skorar sirkusmark og Gunnar tekur leikhlé. Elías er kominn með 2 mörk sem er mikilvægt því Arnar Birkir hefur ekki fundið sig í seinni hálfleik. Samt er munurinn 5 mörk. 22-26 (50. mín): Viktor ver, Þorgeir Bjarki fer upp og skorar. Munurinn 4 mörk. Elías tapar svo 15. bolta Hauka í leiknum. Fram er með 4 tapaða. 21-24 (47. mín): Sigurður er sjóðheitur þessa stundina. Kominn með 4 mörk. Fram stóðst þetta áhlaup Hauka og er með undirtökin þessar mínúturnar. 19-23 (45. mín): Sigurður smyr boltann í samúel og kemur Fram 4 mörkum yfir! Frábært mark. 19-22 (43. mín): Þrjú mörk í röð frá Fram sem hefur nýtt sér liðsmuninn vel. Adam Haukur fauk út af áðan. 19-19 (42. mín): Sigurður Örn skorar fyrsta mark Hauka í seinni hálfleik en Jón Þorbjörn jafnar strax. 18-18 (41. mín): Hákon Daði jafnar metin með sínu fimmta marki. Úrslitakeppnis-Hákon er mættur til starfa. 17-18 (40. mín): Guðmundur Helgi tekur loksins leikhlé. Full seint finnst mér. Frammarar ráða illa við framliggjandi vörn Hauka og það er komið óöryggi leik liðsins. 17-18 (38. mín): Guðmundur Árni skorar í tómt markið og munurinn aðeins 1 mark! Fram á enn eftir að skora í seinni hálfleik. 15-18 (36. mín): Tjörvi minnkar muninn í 3 mörk. Allt byrjar þetta hjá Giedriusi sem er búinn að verja 4 skot. 14-18 (35. mín): Guðmundur Árni brýtur ísinn með sínu fyrsta marki úr opnum leik. 13-18 (34. mín): Viktor ver frá Jóni Þorbirni í dauðafæri. Við bíðum enn eftir fyrsta markinu í seinni hálfleik. 13-18 (32. mín): Giedrius og Viktor Gísli byrja báðir vel. Sá fyrrnefndi er kominn með 2 bolta varða en sá síðarnefndi 1. 13-18 (Seinni hálfleikur hafinn): Fram byrjar með boltann. Bæði lið eru búin að skipta um markvörð. 13-18 (Fyrri hálfleik lokið): Elías Már labbar í gegnum vörn Fram og skorar síðasta mark fyrri hálfleiks. Frammarar hafa spilað frábærlega á báðum endum vallarins. Það eina sem vantar er markvarsla. Daníel er aðeins með 3 bolta varða en Grétar Ari 9. Haukar eru hins vegar með 9 tapaða bolta en Fram aðeins 1. Framliggjandi vörn gestanna hefur slökkt í skyttum Hauka sem eru aðeins með 3 mörk samanlagt. 11-17 (29. mín): Arnar Birkir skorar sitt sjötta mark. Frábær leikur hjá honum. 10-15 (27. mín): Guðmundur Árni minnkar muninn í 5 mörk. Þið lásuð rétt, 5 mörk. 9-13 (24. mín): Andri Heimir tapar 8 bolta Hauka í fyrri hálfleik. Þeir hafa engar lausnir á vörn Fram sem er mjög aðgangshörð. 9-12 (23. mín): Hákon Daði minnkar muninn í 3 mörk. Fram leiðir með 3 mörkum en er samt bara með 2 bolta varða. 8-11 (20. mín): Þorgeir Bjarki fer inn úr hægra horninu og klárar frábærlega. 8-10 (18. mín): Hákon Daði skorar úr afskaplega erfiðu færi. Haukarnir þurfa að hafa mikið fyrir mörkunum sínum. 7-10 (16. mín): Arnar Birkir skorar sitt fimmta mark. Verið frábær hér í upphafi leiks. Einnig kominn með nokkrar stoðsendingar. 6-8 (14. mín): Gunnar tekur leikhlé eftir að Þorgeir Bjarki skorar áttunda mark Fram. Haukarnir eru búnir að vera kærulausir í sókninni og gestirnir hafa refsað með 3 hraðaupphlaupsmörkum. 6-7 (13. mín): Haukar tapa fimmta boltanum en Frammarar komast ekki í hraðaupphlaup. Guðmundur Helgi rekur sína menn fram. 6-6 (12. mín): Þorgeir Bjarki fer illa með Hákon en Grétar ver sitt þriðja skot. Jón Þorbjörn jafnar svo metin eftir sendingu Tjörva. 5-5 (9. mín): Guðmundur Árni jafnar metin af vítalínunni. Hans fyrsta mark. Haukar eru þegar búnir að tapa boltanum þrisvar. 3-4 (7. mín): Arnar Birkir kemur Fram yfir eftir hraðaupphlaup. Þrjú mörk frá gestunum í röð. 3-3 (6. mín): Andri kemst inn í sendingu frá Daníel, brunar fram og skorar sitt fyrsta mark og jafnar metin. 2-1 (2. mín): Arnar Birkir jafnar metin en Tjörvi svarar um hæl. 1-0 (1. mín): Tjörvi skorar fyrsta mark leiksins með góðu skoti af gólfinu. 0-0 (Leikur hafinn): Haukar byrja með boltann. Adam Haukur byrjar ekki í sókninni. Fyrir leik: Haukar bjóða upp á ljósasjóv og flotta umgjörð en það vantar bara fólk í stúkuna, reyndar eins og svo oft áður. Fyrir leik: Fram átti tvo leikmenn í úrvalsliði Olís-deildarinnar sem var opinberað í síðustu viku. Þetta eru þeir Arnar Birkir Hálfdánarson og Andri Þór Helgason. Arnar Birkir sneri aftur í Safamýrina fyrir tímabilið og var einn besti leikmaður deildarinnar í vetur. Andri kom frá HK og spilaði stórvel í vinstra horninu. Fyrir leik: Það eru ekki nema fjögur ár síðan Fram varð Íslandsmeistari, einmitt eftir sigur á Haukum í úrslitaeinvígi. Elías Bóasson er held ég sá eini sem er eftir úr meistaraliðinu. Fyrir leik: Aðalmarkvörður Fram, Viktor Gísli Hallgrímsson, er fæddur árið 2000 og er mikið efni. Hinn markvörður liðsins, Daníel Þór Guðmundsson, er það unglegur að hann gæti verið fæddur 2003. Fyrir leik: Fram á því klárlega möguleika hér í dag, að því gefnu að leikmenn liðsins séu ekki orðnir saddir. Fyrir leik: Liðin mættust þrisvar í Olís-deildinni í vetur. Fram vann fyrsta leikinn hér í Schenker-höllinni, 37-41. Ekki nema 78 mörk skoruð í þeim leik. Haukar unnu svo leiki tvö og þrjú sem fóru fram í Safamýrinni, 30-32 og 26-27. Fyrir leik: Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson tekur út leikbann í dag og leikur því ekki með Haukum. Brimir Björnsson kemur inn í hópinn í staðinn fyrir hann. Fyrir leik: Fram missti nær heilt lið frá því í fyrra en fékk samt bara einu stigi færra en á síðasta tímabili. Guðmundur Helgi Pálsson gerði frábæra hluti með Framliðið, á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild.Fyrir leik:Íslandsmeistarar Hauka enduðu í 3. sæti Olís-deildarinnar en Fram, öllum að óvörum, endaði í 6. sætinu. Frábær árangur hjá liði sem virtist ætla að fara lóðbeint niður í haust.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá fyrsta leik Hauka og Fram í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira