Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 15:55 Page Louise Wilson er öryggisfræðingur, alþjóðalögfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Vísir/Getty Page Louise Wilson, öryggisfræðingur, alþjóðalögfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að árás Bandaríkjamanna muni ekki hafa langvarandi áhrif á ástandið í Sýrlandi. Hún segir líklegt að ríkisstjórn Bandaríkjanna vilji draga athygli almennings frá erfiðleikum sínum en mikilvægt sé að fólk fylgi ekki leiðtogum í blindni. „Það eru tveir hlutir sem þarf sérstaklega að hafa í huga í þessu samhengi. Í fyrsta lagi þarf að athuga hver er nýja breytan í þessu samhengi. Og því miður fyrir sýrlensku þjóðina þá er þetta styrjöld sem hefur staðið yfir í rúmlega sex ár og á þeim tíma hafa ýmsar þjóðir haft afskipti af henni. Þetta er ekki einu sinni fyrsta efnavopnaárásin sem hefur átt sér stað síðan borgarastyrjöldin hófst. Svo að spurningin er hvað er nýtt og það eina sem er í rauninni nýtt er Trump og ríkisstjórnin hans. Með það í huga er mikilvægt að spyrja hvers vegna? Hvers vegna gerist þetta núna? Hvers vegna ákveður Trump að gera þetta? Og ég held að besta skýringin á því sé að líta á hvað er að eiga sér stað í Bandaríkjunum,“ segir Page Louise Wilson í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bandaríkjaforseti sem er undir miklum þrýstingi heima fyrir beitir loftárásum. Bill Clinton gerði nákvæmlega það sama árið 1998 með Operation desert Fox í Írak þegar verið var að rannsaka samskipti hans við Monicu Lewinsky. Hann var gagnrýndur fyrir tímasetningu aðgerðarinnar einmitt vegna þessa.“ Hún segir Trump og teymi hans vera fært í að draga athygli almennings frá óheppilegum hlutum. „Ég myndi halda að það sem er að gerast núna sé ætlað að afvegaleiða frá erfiðleikum þeirra heima fyrir. Þau eru að reyna að draga athygli fólks frá rannsókninni á samskiptum við Rússland, frá heilbrigðismálafrumvarpinu, frá hlerunarásökunum og þess sem er að gerast með Hæstaréttinn.“ Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga hvort um sé að ræða vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna. „Í öðru lagi má líta á að þeir sem rannsaka einræði og uppgang valdboðsstefnu og hafa áhyggjur af mannréttindum borgara undir stjórn Trump, þeir tala um „Reichstag bruna mómentið.“ Það er að segja, að það er yfirleitt einn tiltekinn viðburður sem notaður er til að réttlæta frekari einræðisstefnu og grafa undan mannréttindum og grafa undan lýðræði. Þá er átt við brunann í þýska þinghúsinu (þ. Reichstag) árið 1933 þegar Hitler hafði verið kosinn til valda og hann notaði þennan verknað til að réttlæta stefnubreytingu sem leiddi til einræðis,“ segir Wilson.Sjá einnig: Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni „Svo ég tel að spurningin sé hvort þessi árás Bandaríkjamanna sé Reichstag bruna móment sem við þurfum að hafa áhyggjur af, eða hvort þetta sé tilraun til að koma slíku í kring. Fólk sem rannsakar þetta segir að fólk í lýðræðisríkjum megi ekki gefa eftir ótta og tilfinningum í kjölfar slíkra árása og fylgja leiðtogum í blindni. Við þurfum að halda áfram að standa vörð um mannréttindi. Og það er annað sem við þurfum að hafa í huga.“ Hún telur að árásin í nótt muni ekki verða til þess að Assad, forseti Sýrlands, stígi til hliðar eða að styrjöldinni ljúki. „Ég held að þetta sé bara enn einn blossinn í langvarandi átökum. Við erum engu nærri friði, við erum engu nærri lausn á þessu hræðilega ástandi, því miður. Ég held að skilaboðin til Assad í kjölfar þessa verði „ekki nota efnavopn.“ Skilaboðin verða ekki „stígðu til hliðar Assad.“ Ég held að Rússar hafi heldur ekki áhuga á að fylgja þessu eftir. Ég er ekki spákona en ég held að skilaboðin verði einfaldlega að nota ekki efnavopn og að þar dragi fólk línu. Litið verði framhjá öllu valdi sem er undir því stigi. Og þess vegna held ég að þetta muni halda áfram í langan tíma, því miður.“ Donald Trump Sýrland Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Page Louise Wilson, öryggisfræðingur, alþjóðalögfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að árás Bandaríkjamanna muni ekki hafa langvarandi áhrif á ástandið í Sýrlandi. Hún segir líklegt að ríkisstjórn Bandaríkjanna vilji draga athygli almennings frá erfiðleikum sínum en mikilvægt sé að fólk fylgi ekki leiðtogum í blindni. „Það eru tveir hlutir sem þarf sérstaklega að hafa í huga í þessu samhengi. Í fyrsta lagi þarf að athuga hver er nýja breytan í þessu samhengi. Og því miður fyrir sýrlensku þjóðina þá er þetta styrjöld sem hefur staðið yfir í rúmlega sex ár og á þeim tíma hafa ýmsar þjóðir haft afskipti af henni. Þetta er ekki einu sinni fyrsta efnavopnaárásin sem hefur átt sér stað síðan borgarastyrjöldin hófst. Svo að spurningin er hvað er nýtt og það eina sem er í rauninni nýtt er Trump og ríkisstjórnin hans. Með það í huga er mikilvægt að spyrja hvers vegna? Hvers vegna gerist þetta núna? Hvers vegna ákveður Trump að gera þetta? Og ég held að besta skýringin á því sé að líta á hvað er að eiga sér stað í Bandaríkjunum,“ segir Page Louise Wilson í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bandaríkjaforseti sem er undir miklum þrýstingi heima fyrir beitir loftárásum. Bill Clinton gerði nákvæmlega það sama árið 1998 með Operation desert Fox í Írak þegar verið var að rannsaka samskipti hans við Monicu Lewinsky. Hann var gagnrýndur fyrir tímasetningu aðgerðarinnar einmitt vegna þessa.“ Hún segir Trump og teymi hans vera fært í að draga athygli almennings frá óheppilegum hlutum. „Ég myndi halda að það sem er að gerast núna sé ætlað að afvegaleiða frá erfiðleikum þeirra heima fyrir. Þau eru að reyna að draga athygli fólks frá rannsókninni á samskiptum við Rússland, frá heilbrigðismálafrumvarpinu, frá hlerunarásökunum og þess sem er að gerast með Hæstaréttinn.“ Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga hvort um sé að ræða vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna. „Í öðru lagi má líta á að þeir sem rannsaka einræði og uppgang valdboðsstefnu og hafa áhyggjur af mannréttindum borgara undir stjórn Trump, þeir tala um „Reichstag bruna mómentið.“ Það er að segja, að það er yfirleitt einn tiltekinn viðburður sem notaður er til að réttlæta frekari einræðisstefnu og grafa undan mannréttindum og grafa undan lýðræði. Þá er átt við brunann í þýska þinghúsinu (þ. Reichstag) árið 1933 þegar Hitler hafði verið kosinn til valda og hann notaði þennan verknað til að réttlæta stefnubreytingu sem leiddi til einræðis,“ segir Wilson.Sjá einnig: Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni „Svo ég tel að spurningin sé hvort þessi árás Bandaríkjamanna sé Reichstag bruna móment sem við þurfum að hafa áhyggjur af, eða hvort þetta sé tilraun til að koma slíku í kring. Fólk sem rannsakar þetta segir að fólk í lýðræðisríkjum megi ekki gefa eftir ótta og tilfinningum í kjölfar slíkra árása og fylgja leiðtogum í blindni. Við þurfum að halda áfram að standa vörð um mannréttindi. Og það er annað sem við þurfum að hafa í huga.“ Hún telur að árásin í nótt muni ekki verða til þess að Assad, forseti Sýrlands, stígi til hliðar eða að styrjöldinni ljúki. „Ég held að þetta sé bara enn einn blossinn í langvarandi átökum. Við erum engu nærri friði, við erum engu nærri lausn á þessu hræðilega ástandi, því miður. Ég held að skilaboðin til Assad í kjölfar þessa verði „ekki nota efnavopn.“ Skilaboðin verða ekki „stígðu til hliðar Assad.“ Ég held að Rússar hafi heldur ekki áhuga á að fylgja þessu eftir. Ég er ekki spákona en ég held að skilaboðin verði einfaldlega að nota ekki efnavopn og að þar dragi fólk línu. Litið verði framhjá öllu valdi sem er undir því stigi. Og þess vegna held ég að þetta muni halda áfram í langan tíma, því miður.“
Donald Trump Sýrland Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira