Alvaran er að hefjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Deildarmeistarar FH mæta Gróttu. vísir/eyþór Eftir langan og strangan vetur er loksins komið að úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta. Hún fer af stað með þremur leikjum á sunnudaginn en fyrstu umferð leikja lýkur á mánudaginn. Eins og undanfarin ár þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum til að komast undanúrslitin en eftir það þarf að vinna þrjá leiki til að klára einvígin.FH - Grótta FH laumaði sér bakdyramegin að deildarmeistaratitlinum sem það vann í fyrsta sinn í 25 ár. Það er kannski góður fyrirboði fyrir FH að síðast þegar liðið varð deildarmeistari árið 1992 varð það einnig Íslandsmeistari. Þá hjálpuðu Haukarnir einnig til með að fylgja eftir deildarmeistaratitli með Íslandsmeistaratitli en það hafði ekki gerst í sex ár þangað til í fyrra. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru FH-ingar sigurstranglegri en deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn jöfn og spennandi. Akureyri féll með 18 stig, því má aldrei gleyma. FH hefur verið á miklum skriði og kemur fullt sjálfstrausts inn í einvígið eftir fjóra sigra í röð.ÍBV - Valur Eyjamenn eru af flestum taldir líklegastir til að verða Íslandsmeistarar enda með frábærlega mannað lið og ógnarsterkan heimavöll. Liðið er, ef aðeins er litið á úrslitin, besta liðið eftir áramót. Það spilaði ellefu leiki í deildinni, vann níu og tapaði ekki einum. Á sama tíma hafa Valsmenn verið heillum horfnir í deildinni enda að einhverju leyti með hugann í Evrópuævintýrinu. Valur er ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum og kemur ekki á skriði inn í úrslitakeppnina.Haukar - Fram Á meðan öll pressan er á Haukum sem styrktu sig vel fyrir mótið en eru búnir að missa af þremur titlum nú þegar, koma Framarar algjörlega pressulausir inn í úrslitakeppnina. Ætlast er til að Haukar verði meistarar en Framarar áttu varla að vinna leik í vetur að mati sérfræðinganna. Fram bauð upp á sokkahlaðborð fyrir efasemdarmennina og geta notið þess að stríða Haukunum hans Gunnars Magnússonar í fyrstu umferðinni. Haukar eru betur mannaðar og unnu tvo leiki af þremur gegn Fram í vetur.Afturelding - Selfoss Lærisveinar Einars Andra Einarssonar voru besta liðið fyrir áramót en það telur lítið núna. Þegar talið var upp úr stigapokanum voru vel mannaðir Mosfellingar aðeins fjórum stigum fyrir ofan nýliðana. Selfoss er búið að vinna Aftureldingu tvisvar nokkuð sannfærandi í vetur og strákarnir úr mjólkurbænum vita vel að þeir geta komið á óvart og lagt Aftureldingu tvisvar sinnum í viðbót.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
Eftir langan og strangan vetur er loksins komið að úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta. Hún fer af stað með þremur leikjum á sunnudaginn en fyrstu umferð leikja lýkur á mánudaginn. Eins og undanfarin ár þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum til að komast undanúrslitin en eftir það þarf að vinna þrjá leiki til að klára einvígin.FH - Grótta FH laumaði sér bakdyramegin að deildarmeistaratitlinum sem það vann í fyrsta sinn í 25 ár. Það er kannski góður fyrirboði fyrir FH að síðast þegar liðið varð deildarmeistari árið 1992 varð það einnig Íslandsmeistari. Þá hjálpuðu Haukarnir einnig til með að fylgja eftir deildarmeistaratitli með Íslandsmeistaratitli en það hafði ekki gerst í sex ár þangað til í fyrra. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru FH-ingar sigurstranglegri en deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn jöfn og spennandi. Akureyri féll með 18 stig, því má aldrei gleyma. FH hefur verið á miklum skriði og kemur fullt sjálfstrausts inn í einvígið eftir fjóra sigra í röð.ÍBV - Valur Eyjamenn eru af flestum taldir líklegastir til að verða Íslandsmeistarar enda með frábærlega mannað lið og ógnarsterkan heimavöll. Liðið er, ef aðeins er litið á úrslitin, besta liðið eftir áramót. Það spilaði ellefu leiki í deildinni, vann níu og tapaði ekki einum. Á sama tíma hafa Valsmenn verið heillum horfnir í deildinni enda að einhverju leyti með hugann í Evrópuævintýrinu. Valur er ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum og kemur ekki á skriði inn í úrslitakeppnina.Haukar - Fram Á meðan öll pressan er á Haukum sem styrktu sig vel fyrir mótið en eru búnir að missa af þremur titlum nú þegar, koma Framarar algjörlega pressulausir inn í úrslitakeppnina. Ætlast er til að Haukar verði meistarar en Framarar áttu varla að vinna leik í vetur að mati sérfræðinganna. Fram bauð upp á sokkahlaðborð fyrir efasemdarmennina og geta notið þess að stríða Haukunum hans Gunnars Magnússonar í fyrstu umferðinni. Haukar eru betur mannaðar og unnu tvo leiki af þremur gegn Fram í vetur.Afturelding - Selfoss Lærisveinar Einars Andra Einarssonar voru besta liðið fyrir áramót en það telur lítið núna. Þegar talið var upp úr stigapokanum voru vel mannaðir Mosfellingar aðeins fjórum stigum fyrir ofan nýliðana. Selfoss er búið að vinna Aftureldingu tvisvar nokkuð sannfærandi í vetur og strákarnir úr mjólkurbænum vita vel að þeir geta komið á óvart og lagt Aftureldingu tvisvar sinnum í viðbót.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira