Handbolti

Sjáðu fólskulegt brot Arnars Birkis | Fékk bláa spjaldið og gæti farið í bann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fram vann leikinn 33-32.
Fram vann leikinn 33-32.
Fram er komið 1-0 í einvíginu gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla þegar liðið vann fyrsta leikinn á Ásvöllum 33-32 eftir framlengdan leik.

Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum í stöðunni 33-32. Þá slær Arnar Birkir Hálfdánarson, leikmaður Fram, Hákoni Daða Styrmissyni, leikmanni Hauka, í andlitið.

Arnar fékk strax bláa spjaldið sem þýðir að dómarar leiksins munu gefa sérstaka skýrslu  um málið og hann gæti því farið í leikbann. Arnar Birkir er einn besti leikmaður Fram.

Brotið átti sér stað á miðjum vellinum en vegna þess hversu lítið var eftir af leiknum fengu Haukar víti sem þeir misnotuðu og Fram komst í 1-0. Hér að neðan má sjá myndband af þessu rosalega atviki en það kemur þegar 2:22:07 er liðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×