Sendiherrar Sýrlands og Ísrael skiptast á skotum Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2017 11:27 Ísraelar segja herþotum sínum aldrei hafa verið ógnað af eldflaugunum sem skotið var á eftir þeim. Vísir/AFP Sendiherrar Sýrlands og Ísrael til Sameinuðu þjóðanna hafa skipst á skotum í dag vegna loftárásar Ísraela í Sýrlandi á föstudaginn. Sýrlendingar skutu eldflaugum á eftir orrustuþotunum sem gerðu árásirnar. Sendiherra Sýrlands sakaði Ísrael um „hryðjuverk“ og segir Rússa hafa tilkynnt Ísrael að aðgerðum þeirra í Sýrlandi væri lokið. Sendiherra Ísrael segir það „hámark hræsninnar“ að sendiherra ríkisstjórnar sem „slátri eigin fólki“ hafi sakað Ísrael um hryðjuverk. „Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína gegn öllum tilraunum til að vinna þeim mein,“ sagði Danny Danon. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bílalest nærri Palmyra í Sýrlandi á föstudaginn. Þeir segja bílalestina hafa borið vopn frá Íran sem ætluð voru Hezbollah samtökunum. Ísraelar hafa gert þó nokkrar slíkar árásir á undanförnum árum og segjast ætla að halda því áfram, til að koma í veg fyrir að Hezbollah verði sér út um háþróuð vopn. Sýrlendingar brugðust við með því að skjóta þremur eldflaugum að orrustuþotunum. Ein af þeim eldflaugum var skotin niður af eldflaugavarnarkerfi Ísrael, sem kallast Arrow, yfir Jórdaníu. Hinar tvær lentu í Ísrael, án þess að valda tjóni. Skömmu seinna var háttsettur meðlimur Hezbollah felldur í drónaárás Ísrael í Gólanhæðunum.Gegn auknum umsvifum ÍranSamkvæmt Times of Israel hafa hernaðaryfirvöld þar í landi lengi varað við því að Íran og Hezbollah séu mögulega að reyna að koma upp herstöð í Gólanhæðunum til mögulegs undirbúnings fyrir árás á Ísrael. Nú í síðustu viku fór Benjamin Netanyahu til Moskvu og bað Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að ganga úr skugga að Íran myndi ekki ná fótfestu á svæðinu. Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdo Liberman, var myrkur í máli í útvarpsviðtali í gær. Þar sagði hann að næst þegar stjórnarher Sýrlands skjóti eldflaugum að ísraelskum orrustuþotum verði loftvörnunum sem um ræðir „eytt án minnsta hiks“. Enn fremur sagði hann að ef ríkisstjórn Bashar al-Assad ætlaðist til þess að árásunum að hætta myndu þeir koma í veg fyrir vopnasendingar til Hezbollah í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Sendiherrar Sýrlands og Ísrael til Sameinuðu þjóðanna hafa skipst á skotum í dag vegna loftárásar Ísraela í Sýrlandi á föstudaginn. Sýrlendingar skutu eldflaugum á eftir orrustuþotunum sem gerðu árásirnar. Sendiherra Sýrlands sakaði Ísrael um „hryðjuverk“ og segir Rússa hafa tilkynnt Ísrael að aðgerðum þeirra í Sýrlandi væri lokið. Sendiherra Ísrael segir það „hámark hræsninnar“ að sendiherra ríkisstjórnar sem „slátri eigin fólki“ hafi sakað Ísrael um hryðjuverk. „Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína gegn öllum tilraunum til að vinna þeim mein,“ sagði Danny Danon. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bílalest nærri Palmyra í Sýrlandi á föstudaginn. Þeir segja bílalestina hafa borið vopn frá Íran sem ætluð voru Hezbollah samtökunum. Ísraelar hafa gert þó nokkrar slíkar árásir á undanförnum árum og segjast ætla að halda því áfram, til að koma í veg fyrir að Hezbollah verði sér út um háþróuð vopn. Sýrlendingar brugðust við með því að skjóta þremur eldflaugum að orrustuþotunum. Ein af þeim eldflaugum var skotin niður af eldflaugavarnarkerfi Ísrael, sem kallast Arrow, yfir Jórdaníu. Hinar tvær lentu í Ísrael, án þess að valda tjóni. Skömmu seinna var háttsettur meðlimur Hezbollah felldur í drónaárás Ísrael í Gólanhæðunum.Gegn auknum umsvifum ÍranSamkvæmt Times of Israel hafa hernaðaryfirvöld þar í landi lengi varað við því að Íran og Hezbollah séu mögulega að reyna að koma upp herstöð í Gólanhæðunum til mögulegs undirbúnings fyrir árás á Ísrael. Nú í síðustu viku fór Benjamin Netanyahu til Moskvu og bað Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að ganga úr skugga að Íran myndi ekki ná fótfestu á svæðinu. Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdo Liberman, var myrkur í máli í útvarpsviðtali í gær. Þar sagði hann að næst þegar stjórnarher Sýrlands skjóti eldflaugum að ísraelskum orrustuþotum verði loftvörnunum sem um ræðir „eytt án minnsta hiks“. Enn fremur sagði hann að ef ríkisstjórn Bashar al-Assad ætlaðist til þess að árásunum að hætta myndu þeir koma í veg fyrir vopnasendingar til Hezbollah í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira