Sendiherrar Sýrlands og Ísrael skiptast á skotum Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2017 11:27 Ísraelar segja herþotum sínum aldrei hafa verið ógnað af eldflaugunum sem skotið var á eftir þeim. Vísir/AFP Sendiherrar Sýrlands og Ísrael til Sameinuðu þjóðanna hafa skipst á skotum í dag vegna loftárásar Ísraela í Sýrlandi á föstudaginn. Sýrlendingar skutu eldflaugum á eftir orrustuþotunum sem gerðu árásirnar. Sendiherra Sýrlands sakaði Ísrael um „hryðjuverk“ og segir Rússa hafa tilkynnt Ísrael að aðgerðum þeirra í Sýrlandi væri lokið. Sendiherra Ísrael segir það „hámark hræsninnar“ að sendiherra ríkisstjórnar sem „slátri eigin fólki“ hafi sakað Ísrael um hryðjuverk. „Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína gegn öllum tilraunum til að vinna þeim mein,“ sagði Danny Danon. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bílalest nærri Palmyra í Sýrlandi á föstudaginn. Þeir segja bílalestina hafa borið vopn frá Íran sem ætluð voru Hezbollah samtökunum. Ísraelar hafa gert þó nokkrar slíkar árásir á undanförnum árum og segjast ætla að halda því áfram, til að koma í veg fyrir að Hezbollah verði sér út um háþróuð vopn. Sýrlendingar brugðust við með því að skjóta þremur eldflaugum að orrustuþotunum. Ein af þeim eldflaugum var skotin niður af eldflaugavarnarkerfi Ísrael, sem kallast Arrow, yfir Jórdaníu. Hinar tvær lentu í Ísrael, án þess að valda tjóni. Skömmu seinna var háttsettur meðlimur Hezbollah felldur í drónaárás Ísrael í Gólanhæðunum.Gegn auknum umsvifum ÍranSamkvæmt Times of Israel hafa hernaðaryfirvöld þar í landi lengi varað við því að Íran og Hezbollah séu mögulega að reyna að koma upp herstöð í Gólanhæðunum til mögulegs undirbúnings fyrir árás á Ísrael. Nú í síðustu viku fór Benjamin Netanyahu til Moskvu og bað Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að ganga úr skugga að Íran myndi ekki ná fótfestu á svæðinu. Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdo Liberman, var myrkur í máli í útvarpsviðtali í gær. Þar sagði hann að næst þegar stjórnarher Sýrlands skjóti eldflaugum að ísraelskum orrustuþotum verði loftvörnunum sem um ræðir „eytt án minnsta hiks“. Enn fremur sagði hann að ef ríkisstjórn Bashar al-Assad ætlaðist til þess að árásunum að hætta myndu þeir koma í veg fyrir vopnasendingar til Hezbollah í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Sendiherrar Sýrlands og Ísrael til Sameinuðu þjóðanna hafa skipst á skotum í dag vegna loftárásar Ísraela í Sýrlandi á föstudaginn. Sýrlendingar skutu eldflaugum á eftir orrustuþotunum sem gerðu árásirnar. Sendiherra Sýrlands sakaði Ísrael um „hryðjuverk“ og segir Rússa hafa tilkynnt Ísrael að aðgerðum þeirra í Sýrlandi væri lokið. Sendiherra Ísrael segir það „hámark hræsninnar“ að sendiherra ríkisstjórnar sem „slátri eigin fólki“ hafi sakað Ísrael um hryðjuverk. „Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína gegn öllum tilraunum til að vinna þeim mein,“ sagði Danny Danon. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bílalest nærri Palmyra í Sýrlandi á föstudaginn. Þeir segja bílalestina hafa borið vopn frá Íran sem ætluð voru Hezbollah samtökunum. Ísraelar hafa gert þó nokkrar slíkar árásir á undanförnum árum og segjast ætla að halda því áfram, til að koma í veg fyrir að Hezbollah verði sér út um háþróuð vopn. Sýrlendingar brugðust við með því að skjóta þremur eldflaugum að orrustuþotunum. Ein af þeim eldflaugum var skotin niður af eldflaugavarnarkerfi Ísrael, sem kallast Arrow, yfir Jórdaníu. Hinar tvær lentu í Ísrael, án þess að valda tjóni. Skömmu seinna var háttsettur meðlimur Hezbollah felldur í drónaárás Ísrael í Gólanhæðunum.Gegn auknum umsvifum ÍranSamkvæmt Times of Israel hafa hernaðaryfirvöld þar í landi lengi varað við því að Íran og Hezbollah séu mögulega að reyna að koma upp herstöð í Gólanhæðunum til mögulegs undirbúnings fyrir árás á Ísrael. Nú í síðustu viku fór Benjamin Netanyahu til Moskvu og bað Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að ganga úr skugga að Íran myndi ekki ná fótfestu á svæðinu. Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdo Liberman, var myrkur í máli í útvarpsviðtali í gær. Þar sagði hann að næst þegar stjórnarher Sýrlands skjóti eldflaugum að ísraelskum orrustuþotum verði loftvörnunum sem um ræðir „eytt án minnsta hiks“. Enn fremur sagði hann að ef ríkisstjórn Bashar al-Assad ætlaðist til þess að árásunum að hætta myndu þeir koma í veg fyrir vopnasendingar til Hezbollah í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira