Fíll framsóknarflokkanna Bolli Héðinsson skrifar 21. mars 2017 07:00 Í herbergjum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, VG og Framsóknarflokksins, er fíll sem lifir þar góðu lífi án þess að nokkur nærstaddur þykist taka eftir honum. Þetta er fíllinn sem boðar lausn frá gengissveiflum íslensku krónunnar, lækkun vaxta og afnám verðtryggingar en sem er samt bannað að tala um. Þegar loks kemur að því að bæta almenningi tjónið af gengisfalli krónunnar, sem er beinlínis það sem eigin mynt þjóðarinnar á að gera samkv. kokkabókum þeirra sem segja svo mikilvægt að vera með íslensku krónuna, þ.e. að vera með eigin mynt sem geti sveiflast („svo gott að hafa krónuna“) þá fara útflytjendur nú af stað og krefjast þess að stjórnvöld grípi inn í og felli gengi krónunnar. Almenningur, sem hefur mátt þola hækkað verðlag, hækkun skulda og aðra óáran í kjölfar hrunsins, mátti með réttu telja að loksins væri röðin komin að honum að fá að njóta þess þegar gengi krónunnar tók að hækka. Innfluttar vörur myndu lækka í verði, vísitala lækka og þar með lækkun skulda. Nei, þá er brugðist við og reynt að sporna við því að almenningur fái notið þessara langþráðu kjarabóta. Þar fara fremst útgerðirnar og ferðaiðnaðurinn og svo fyrrnefndir framsóknarflokkar.Gildir sveiflan bara til kjaraskerðingar? Krafan um gengisfellingu kemur fram þrátt fyrir þann afslátt sem útgerðin nýtur af auðlindagjöldum (á meðan markaðsverð ræður ekki afgjaldinu) og sérstakan afslátt til ferðaiðnaðarins af virðisaukaskatti. Þessi afsláttur sem ríkisvaldið veitir þessum tveimur atvinnugreinum er til viðbótar við þau hagstæðu rekstrarskilyrði, sem fólgin voru í lágu gengi krónunnar og þessir aðilar hafa búið við allt frá hruni. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna standa hagsmunagæslumenn útgerðanna ekki úti á torgum og krefjast þess að til allra ráða verði gripið til að draga úr sveiflum? Ástæðan virðist sú að sveiflujöfnunin á bara að virka niður á við, það á bara að nota „svo gott að hafa krónuna“ þegar þarf að rýra kjör almennings en ekki til að bæta þau. Aðrar þjóðir sem áður voru í svipaðri stöðu hafa brugðist við sveiflum sem þessum. Fyrst með myntsamstarfi og svo sameiginlegum gjaldmiðli. Íslendingum stendur til boða að taka þátt í slíku myntsamstarfi sem myndi eyða mestu sveiflunum í verðlagi inn- og útflutnings auk þess sem vextir myndu lækka og hægt yrði að afnema verðtryggingu. Síðan ef vel tekst til þá byðist þjóðinni að vera fullgildur aðili að útgáfu sameiginlegs gjaldmiðils. Gjaldmiðillinn heitir evra og samstarfsvettvangurinn heitir Evrópusambandið – það er fíllinn framsóknarflokkanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í herbergjum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, VG og Framsóknarflokksins, er fíll sem lifir þar góðu lífi án þess að nokkur nærstaddur þykist taka eftir honum. Þetta er fíllinn sem boðar lausn frá gengissveiflum íslensku krónunnar, lækkun vaxta og afnám verðtryggingar en sem er samt bannað að tala um. Þegar loks kemur að því að bæta almenningi tjónið af gengisfalli krónunnar, sem er beinlínis það sem eigin mynt þjóðarinnar á að gera samkv. kokkabókum þeirra sem segja svo mikilvægt að vera með íslensku krónuna, þ.e. að vera með eigin mynt sem geti sveiflast („svo gott að hafa krónuna“) þá fara útflytjendur nú af stað og krefjast þess að stjórnvöld grípi inn í og felli gengi krónunnar. Almenningur, sem hefur mátt þola hækkað verðlag, hækkun skulda og aðra óáran í kjölfar hrunsins, mátti með réttu telja að loksins væri röðin komin að honum að fá að njóta þess þegar gengi krónunnar tók að hækka. Innfluttar vörur myndu lækka í verði, vísitala lækka og þar með lækkun skulda. Nei, þá er brugðist við og reynt að sporna við því að almenningur fái notið þessara langþráðu kjarabóta. Þar fara fremst útgerðirnar og ferðaiðnaðurinn og svo fyrrnefndir framsóknarflokkar.Gildir sveiflan bara til kjaraskerðingar? Krafan um gengisfellingu kemur fram þrátt fyrir þann afslátt sem útgerðin nýtur af auðlindagjöldum (á meðan markaðsverð ræður ekki afgjaldinu) og sérstakan afslátt til ferðaiðnaðarins af virðisaukaskatti. Þessi afsláttur sem ríkisvaldið veitir þessum tveimur atvinnugreinum er til viðbótar við þau hagstæðu rekstrarskilyrði, sem fólgin voru í lágu gengi krónunnar og þessir aðilar hafa búið við allt frá hruni. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna standa hagsmunagæslumenn útgerðanna ekki úti á torgum og krefjast þess að til allra ráða verði gripið til að draga úr sveiflum? Ástæðan virðist sú að sveiflujöfnunin á bara að virka niður á við, það á bara að nota „svo gott að hafa krónuna“ þegar þarf að rýra kjör almennings en ekki til að bæta þau. Aðrar þjóðir sem áður voru í svipaðri stöðu hafa brugðist við sveiflum sem þessum. Fyrst með myntsamstarfi og svo sameiginlegum gjaldmiðli. Íslendingum stendur til boða að taka þátt í slíku myntsamstarfi sem myndi eyða mestu sveiflunum í verðlagi inn- og útflutnings auk þess sem vextir myndu lækka og hægt yrði að afnema verðtryggingu. Síðan ef vel tekst til þá byðist þjóðinni að vera fullgildur aðili að útgáfu sameiginlegs gjaldmiðils. Gjaldmiðillinn heitir evra og samstarfsvettvangurinn heitir Evrópusambandið – það er fíllinn framsóknarflokkanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun