Pawel segir evruna besta myntkostinn fyrir Ísland Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland, en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þingmaður Framsóknarflokksins undrast stefnu Viðreisnar í gjaldmiðilsmálum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Pawel Bartoszek þingmann Viðreisnar út í ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í þættinum Víglínan á Stöð 2 síðast liðinn laugardag þar sem hann fjallaði um krónuna og sagði meðal annars: „Það eru margir sem hafa sagt, ja krónan lagar sig svo vel að okkur. En hún gerir það bara alls ekki alltaf. Núna til dæmis lagar hún sig svo sannarlega ekki að þörfum sjávarútvegsins. Hún lagar sig ekkert sérstaklega vel einu sinni að þörfum ferðaþjónustunnar,“ sagði fjármálaráðherra í Víglínunni.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsVísir/PjeturVildi vita hvort Pawel væri sammála fjármálaráðherra Silja Dögg minnti á að í landinu væri starfandi peningastefnunefnd og þá hefði verið skipuð þriggja manna verkefnsistjórn í tengslum við endurmat á stefnu peningastefnunefndar. „Því kom mér það verulega á óvart að heyra háttvirtan fjármálaráðherra fullyrða í viðtali um helgina að íslenska krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir þjóðina. Og vinni að mörgu leyti gegn helstu hagsmunum helstu atvinnugreina og heimila landsins,“ sagði Silja Dögg. Spurði hún Pawel hvort hann væri sammála ráðherranum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslands. „Ef svo er þyrfti þá ekki að breyta starfslýsingu verkefnisstjórnar í tengslumm við endurmat á peningastefnunni. Hvaða gjaldmiðil telur þingmaðurinn að sé ákjósanlegur fyrir Ísland til framtíðar? Og að lokum er það mat þingmannsins að önnur mynt en krónan hefði verið heppilegri til að ná fótfestu aftur eftir bankahrunið 2008,“ sagði Silja Dögg.Leita þyrfti annarra lausna Pawel sagðist bæði vera evrópu- og ESB-sinni og vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni í þeirri afgreiðslu, að því loknu, kjósa með því að við göngum í Evrópusambandið. Og verðum síðan í Evrópusambandinu. Ég mun þá lifa hamingjusamur til æviloka við það fyrirkomlag sem þar þekkist. Sem er evran,“ sagði Pawel. Hins vegar væri pólitíski veruleikinn sá að þessar hugmyndir nytu ekki meirihlutafylgis á Alþingi og þess vegna þyrfti að leita annarra lausna sem væru heppilegar fyrir Ísland. „Þess vegna lögðum við til í kosningabaráttunni í Viðreisn að skoðað yrði að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þetta er ein af þeim lausnum sem sá verkefnahópur sem nú er að störfum, og ætlar sér að skoða framtíðarskipulag myntmála á Íslandi, mun skoða. Og ég einfaldlega fagna því,“ sagði Pawel Bartoszek. Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland, en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þingmaður Framsóknarflokksins undrast stefnu Viðreisnar í gjaldmiðilsmálum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Pawel Bartoszek þingmann Viðreisnar út í ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í þættinum Víglínan á Stöð 2 síðast liðinn laugardag þar sem hann fjallaði um krónuna og sagði meðal annars: „Það eru margir sem hafa sagt, ja krónan lagar sig svo vel að okkur. En hún gerir það bara alls ekki alltaf. Núna til dæmis lagar hún sig svo sannarlega ekki að þörfum sjávarútvegsins. Hún lagar sig ekkert sérstaklega vel einu sinni að þörfum ferðaþjónustunnar,“ sagði fjármálaráðherra í Víglínunni.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsVísir/PjeturVildi vita hvort Pawel væri sammála fjármálaráðherra Silja Dögg minnti á að í landinu væri starfandi peningastefnunefnd og þá hefði verið skipuð þriggja manna verkefnsistjórn í tengslum við endurmat á stefnu peningastefnunefndar. „Því kom mér það verulega á óvart að heyra háttvirtan fjármálaráðherra fullyrða í viðtali um helgina að íslenska krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir þjóðina. Og vinni að mörgu leyti gegn helstu hagsmunum helstu atvinnugreina og heimila landsins,“ sagði Silja Dögg. Spurði hún Pawel hvort hann væri sammála ráðherranum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslands. „Ef svo er þyrfti þá ekki að breyta starfslýsingu verkefnisstjórnar í tengslumm við endurmat á peningastefnunni. Hvaða gjaldmiðil telur þingmaðurinn að sé ákjósanlegur fyrir Ísland til framtíðar? Og að lokum er það mat þingmannsins að önnur mynt en krónan hefði verið heppilegri til að ná fótfestu aftur eftir bankahrunið 2008,“ sagði Silja Dögg.Leita þyrfti annarra lausna Pawel sagðist bæði vera evrópu- og ESB-sinni og vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni í þeirri afgreiðslu, að því loknu, kjósa með því að við göngum í Evrópusambandið. Og verðum síðan í Evrópusambandinu. Ég mun þá lifa hamingjusamur til æviloka við það fyrirkomlag sem þar þekkist. Sem er evran,“ sagði Pawel. Hins vegar væri pólitíski veruleikinn sá að þessar hugmyndir nytu ekki meirihlutafylgis á Alþingi og þess vegna þyrfti að leita annarra lausna sem væru heppilegar fyrir Ísland. „Þess vegna lögðum við til í kosningabaráttunni í Viðreisn að skoðað yrði að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þetta er ein af þeim lausnum sem sá verkefnahópur sem nú er að störfum, og ætlar sér að skoða framtíðarskipulag myntmála á Íslandi, mun skoða. Og ég einfaldlega fagna því,“ sagði Pawel Bartoszek.
Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira