Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2017 10:36 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 18,6 prósent síðustu tólf mánuði. vísir/vilhelm Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. Frá þessu er greint í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem farið yfir þróun fasteignaverðs síðustu ára en í liðinni viku birti Þjóðskrá Íslands tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Í Hagsjánni kemur fram að hækkanir á milli mánaða voru miklar og hafa meiri hækkanir fasteignaverðs ekki sést lengi: „Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% milli mánaða í febrúar. Þar af hækkaði fjölbýli um 2,7% og sérbýli um 1,7%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 18,7% á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 18,8% og er heildarhækkunin 18,6%. Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur,“ segir í Hagsjánni. Þá er farið yfir þróun kaupmáttar launa og fasteignaverðs en á árunum 2011 til 2013 fylgdust þessir þættir nokkuð náið að. Frá miðju ári 2013 til sama tíma 2015 tók fasteignaverð svo fram úr en sú þróun gekk örlítið til baka frá vorinu 2015 til vorsins 2016. „Síðan þá hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa, sérstaklega allra síðustu mánuði. Þarna er bæði um það að ræða að kaupmáttaraukningin er ekki eins hröð og áður og þá hefur fasteignaverðið hækkað miklu meira en áður,“ segir í Hagsjá bankans. Það er mat hagfræðideildar Landsbankans að það sé því ekki lengur kaupmáttaraukningin sem ýti verði fasteigna upp heldur frekar mikill skortur á framboði húsnæðis og ótti við að sú staða eigi eftir að versna. „Kaupgeta fólks hefur almennt aukist í takt við aukinn kaupmátt og atvinnu þannig að sífellt fleiri bítast um þær íbúðir sem koma á markaðinn. Eignum á markaði hefur fækkað verulega á síðustu mánuðum og er framboðið minna en verið hefur sl. 10 ár. Að sama skapi hefur sölutími eigna haldið áfram að styttast og er nú styttri en verið hefur síðustu ár. Slíkt er auðvitað merki um mikla þenslu á markaðnum og umframeftirspurn. Ekki er að sjá að breytinga sé að vænta á þessu ástandi á næstu mánuðum.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. Frá þessu er greint í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem farið yfir þróun fasteignaverðs síðustu ára en í liðinni viku birti Þjóðskrá Íslands tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Í Hagsjánni kemur fram að hækkanir á milli mánaða voru miklar og hafa meiri hækkanir fasteignaverðs ekki sést lengi: „Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% milli mánaða í febrúar. Þar af hækkaði fjölbýli um 2,7% og sérbýli um 1,7%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 18,7% á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 18,8% og er heildarhækkunin 18,6%. Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur,“ segir í Hagsjánni. Þá er farið yfir þróun kaupmáttar launa og fasteignaverðs en á árunum 2011 til 2013 fylgdust þessir þættir nokkuð náið að. Frá miðju ári 2013 til sama tíma 2015 tók fasteignaverð svo fram úr en sú þróun gekk örlítið til baka frá vorinu 2015 til vorsins 2016. „Síðan þá hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa, sérstaklega allra síðustu mánuði. Þarna er bæði um það að ræða að kaupmáttaraukningin er ekki eins hröð og áður og þá hefur fasteignaverðið hækkað miklu meira en áður,“ segir í Hagsjá bankans. Það er mat hagfræðideildar Landsbankans að það sé því ekki lengur kaupmáttaraukningin sem ýti verði fasteigna upp heldur frekar mikill skortur á framboði húsnæðis og ótti við að sú staða eigi eftir að versna. „Kaupgeta fólks hefur almennt aukist í takt við aukinn kaupmátt og atvinnu þannig að sífellt fleiri bítast um þær íbúðir sem koma á markaðinn. Eignum á markaði hefur fækkað verulega á síðustu mánuðum og er framboðið minna en verið hefur sl. 10 ár. Að sama skapi hefur sölutími eigna haldið áfram að styttast og er nú styttri en verið hefur síðustu ár. Slíkt er auðvitað merki um mikla þenslu á markaðnum og umframeftirspurn. Ekki er að sjá að breytinga sé að vænta á þessu ástandi á næstu mánuðum.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35