Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 30-26 | Öruggur sigur FH gegn Aftureldingu Smári Jökull Jónsson í Kaplakrika skrifar 23. mars 2017 22:00 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/anton Fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig í 3.-4.sæti deildarinnar en FH með einum leik minna spilaðan. Leikurinn byrjaði með látum og Mosfellingurinn Gunnar Þórsson nældi sér í brottvísun áður en mínúta var liðin fyrir brot á Óðni Þór Ríkharðssyni í hraðaupphlaupi. FH var sterkara liðið í upphafi og komst í þriggja marka forystu, 6-3, eftir rúmlega tólf mínútna leik. FH-vörnin var sterk á þessum kafla og Mosfellingar áttu í vandræðum að finna svör í sókninni. Ernir Hrafn Arnarsson var þó í stuði en hann skoraði fimm af fyrstu níu mörkum gestanna og var þeirra hættulegasti maður. Mosfellingar náðu smám saman að saxa á forskot FH og áðurnefndur Ernir jafnaði í 10-10 þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks með sínu sjötta marki. Þá hafði töluvert gengið á og Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar meðal annars nælt sér í brottvísun á bekkinn fyrir að mótmæla dómi. Vildi hann meina að FH-ingar hefðu verið of margir inn á vellinum en fékk litlar undirtekir frá dómurum leiksins, þeim Arnari Sigurjónssyni og Svavari Péturssyni. Leikurinn hélst jafn fram að hálfleik en þá var staðan 12-12 og allt til staðar fyrir spennandi síðari hálfleik. Afturelding byrjaði seinni hálfleik og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum í upphafi hálfleiksins. Þá tók FH-vörnin við sér og skellti í lás auk þess sem Ágúst Elí Björgvinsson kom sterkur inn í markið. Þeir komust í 20-16 og þá tók Einar Andri Einarsson leikhlé. Leikhléið hafði lítið að segja og Mosfellingum gekk illa að minnka muninn. Þeir voru í vandræðum sóknarlega og Ágúst Elí var öflugur á milli stanganna. FH komst fimm mörkum yfir 26-21 þegar sex mínútur voru eftir og þá var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. FH spilaði agað og gerðu það sem þurfti til að innbyrða sigur. Mosfellingum gekk lítið að stoppa heimamenn í sókninni og markmenn Mosfellinga vörðu ekki mikið. Lokatölur urðu 30-26, sanngjarn sigur heimamanna staðreynd. Einar Rafn var frábær í liði heimamanna og skoraði 9 mörk og Jóhann Birgir Ingvarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu 7 mörk hvor. Hjá Aftureldingu var Ernir Hrafn markahæstur með 9 mörk og Mikk Pinnonen skoraði 6. FH er því komið upp í 3.sæti deildarinnar og geta náð efsta sætinu vinni þeir Gróttu á sunnudaginn. Halldór Jóhann: Getum orðið deildarmeistarar eins og hin liðinHalldór Jóhann les yfir sínum mönnum í leik frá því fyrr í veturHalldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með frammistöðu sinna manna í FH í sigrinum á Aftureldingu í kvöld. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það var 12-12 í hálfleik en okkur fannst við eiga meira inni. Þeir voru að hirða fráköst og svo var einn og einn dómur þar sem mér fannst halla á okkur. Leikurinn spilaðist þannig að við áttum 15-20% inni. Við þurftum að fá þéttleika í vörnina og vera skynsamir í sókninni. Það gekk upp og ég er gríðarlega ánægður að ná forskotinu og halda því,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Vörn FH tókst að loka vel á sóknarmenn Aftureldingar í seinni hálfleiknum og á þeim kafla náðu heimamenn forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. „Við vorum búnir að skoða þá vel og þeirra leik. Við lentum í vandræðum með Pinnonen á kafla og svo hætti hann að hitta. Þeir voru að keyra á okkur og skora 3-4 mörk með því að hlaupa okkur eiginlega niður. Við vorum að keyra til baka en ekki að átta okkur á hvar boltamaðurinn væri.“ „Svo hugsar maður alltaf um innbyrðisviðureignirnar, að halda forystunni út af þeim. Þær skipta máli,“ bætti Halldór Jóhann við en ef lið verða jöfn að stigum verður fyrst litið á innbyrðisviðureignir á milli liðanna. FH á í harðri baráttu á toppnum og eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum líkt og ÍBV og Haukar en Eyjamenn rótburstuðu Hauka í kvöld og komu sér í efsta sætið. FH og Haukar eiga svo eftir að mætast. „Við getum alveg orðið deildarmeistarar eins og hin liðin. Það eru allir að hugsa það en tala væntingarnar niður. Við erum líka að því, við erum með ungt lið og viljum einbeita okkur að einum leik í einu. Við vitum af þessum möguleika en þetta snýst um það að fá frammistöðuna til baka. Við vorum búnir að vera slakir í einn og hálfan leik. Leikmenn sýndu það að þeir gleyma ekki að spila handbolta á nokkrum dögum.“ FH á leik inni á toppliðin og spila hann gegn Gróttu á Seltjarnarnesi á sunnudaginn en Grótta hefur verið að taka stig af liðunum fyrir ofan þau að undanförnu. „Grótta er mjög öflugur mótherji. Staða þeirra í deildinni gefur ekki rétta mynd af styrkleika þeirra. Þeir eru með góða leikmenn og ákveðna reynslu í liðinu. Við getum ekki átt toppdag núna og talað um að verða deildarmeistarar og ætla svo ekki að mæta af fullri hörku í næsta leik á eftir. Það þarf að taka einn leik í einu og það er næsta verkefni,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Einar Andri: Auglýsi eftir meiri varnarvilja hjá mínum mönnumEinar Andri var líflegur á hliðarlínunni í kvöld að vandaEinar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar vildi meina að slæmur kafli um miðbik seinni hálfleiks hefði gert út um leikinn fyrir hans menn. Hann kallaði eftir betri varnarvinnu hjá sínu liði í næstu leikjum. „Við spiluðum vel í 35-36 mínútur og erum með undirtökin. Svo kemur slæmur kafli með snöggum ákvörðunum í sókninni, tvö varin skot og þeir refsa með hraðaupphlaupum. Þá var þetta allt í einu komið í fjögur mörk og sá munur hélst til enda. FH-ingar voru mjög góðir í seinni hálfleik og þeir voru sterkari heilt yfir,“ sagði Einar Andri við Vísi að leik loknum. Einar Andri talaði um erfið mörk sem FH skoraði en Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði úr erfiðum stöðum í horninu auk þess sem heimamenn skoruðu mörk í nokkur skipti eftir að höndin var komin upp hjá dómurunum. „Svona spila FH-ingarnir. Þeir eru að reyna að opna línuna og láta boltann vinna og þeir unnu einfaldlega þolinmæðisvinnuna í þessum leik. Við fórum yfir það í hálfleik að þeir væru búnir að spila svona í fyrri hálfleik en við náðum ekki að halda einbeitingunni. Svo fengu þeir að skjóta yfir hausinn á okkur og með undirhandarskotum og það er bara glórulaust á móti liði eins og FH,“ bætti Einar Andri við. FH fór tveimur stigum fram úr Aftureldingu með sigrinum auk þess að eiga leik inni og hafa betur í innbyrðisviðureignum liðanna. Fjórða sætið verður því líklega hlutskipti Mosfellinga áður en úrslitakeppnin hefst. „Við höldum áfram að vinna. Ég auglýsi hjá því hjá mínum mönnum að það sé meiri varnarvilji og vinnusemi og einbeiting í vörninni. Við erum að gera klaufaleg einstaklingsmistök og við þurfum að laga það,“ sagði Einar Andri og var ekkert sérlega bjartsýnn á þátttöku Péturs Júníussonar og Böðvars Páls Ásgeirssonar í úrslitakeppninni en þeir eiga báðir við meiðsli að stríða og Böðvar ekkert leikið með í vetur. „Það er möguleiki að Pétur verði klár fyrir úrslitakeppnina en það er langsótt. Hann fór í speglun á hné og það er mjög óljós staða með Böðvar. Hann er með bólgur í öxlinni eftir aðgerð í janúar og var kominn af stað en síðan bólgnaði öxlin aftur. Það getur verið vika en svo gæti hann ekkert verið með. Það er mjög óljóst,“ sagði Einar Andri að lokum. Óðinn Þór: Markmiðið að verða deildarmeistararFH-ingar fögnuðu flottum sigri í kvöld.Vísir/EyþórÓðinn Þór Ríkharðsson var atkvæðamikill að vanda hjá FH og átti sérlega góðan leik í síðari hálfleiknum í kvöld. „Við búnir að vera í smá lægð í síðustu tveimur leikjum og það er gott að fá okkar leik í gang aftur, ástríðu og svona. Þetta var flott, bara eins og við lögðum upp með,“ sagði Óðinn þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. FH er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og lykilleikur í þeirri baráttu verður gegn Haukum í þarnæstu umferð. „Ef við vinnum næstu þrjá verðum við deildarmeistarar og það er augljóslega markmiðið. Það er allt undir í úrslitakeppninni en við ætlum að vinna næsta leik á sunnudaginn gegn Gróttu og svo næsta eftir það og klára þessa deild. Síðan tekur úrslitakeppnin við og þá er augljóslega líka markmiðið að vinna þar, einn leik í einu,“ sagði sigurreifur Óðinn Þór. Olís-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
Fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig í 3.-4.sæti deildarinnar en FH með einum leik minna spilaðan. Leikurinn byrjaði með látum og Mosfellingurinn Gunnar Þórsson nældi sér í brottvísun áður en mínúta var liðin fyrir brot á Óðni Þór Ríkharðssyni í hraðaupphlaupi. FH var sterkara liðið í upphafi og komst í þriggja marka forystu, 6-3, eftir rúmlega tólf mínútna leik. FH-vörnin var sterk á þessum kafla og Mosfellingar áttu í vandræðum að finna svör í sókninni. Ernir Hrafn Arnarsson var þó í stuði en hann skoraði fimm af fyrstu níu mörkum gestanna og var þeirra hættulegasti maður. Mosfellingar náðu smám saman að saxa á forskot FH og áðurnefndur Ernir jafnaði í 10-10 þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks með sínu sjötta marki. Þá hafði töluvert gengið á og Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar meðal annars nælt sér í brottvísun á bekkinn fyrir að mótmæla dómi. Vildi hann meina að FH-ingar hefðu verið of margir inn á vellinum en fékk litlar undirtekir frá dómurum leiksins, þeim Arnari Sigurjónssyni og Svavari Péturssyni. Leikurinn hélst jafn fram að hálfleik en þá var staðan 12-12 og allt til staðar fyrir spennandi síðari hálfleik. Afturelding byrjaði seinni hálfleik og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum í upphafi hálfleiksins. Þá tók FH-vörnin við sér og skellti í lás auk þess sem Ágúst Elí Björgvinsson kom sterkur inn í markið. Þeir komust í 20-16 og þá tók Einar Andri Einarsson leikhlé. Leikhléið hafði lítið að segja og Mosfellingum gekk illa að minnka muninn. Þeir voru í vandræðum sóknarlega og Ágúst Elí var öflugur á milli stanganna. FH komst fimm mörkum yfir 26-21 þegar sex mínútur voru eftir og þá var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. FH spilaði agað og gerðu það sem þurfti til að innbyrða sigur. Mosfellingum gekk lítið að stoppa heimamenn í sókninni og markmenn Mosfellinga vörðu ekki mikið. Lokatölur urðu 30-26, sanngjarn sigur heimamanna staðreynd. Einar Rafn var frábær í liði heimamanna og skoraði 9 mörk og Jóhann Birgir Ingvarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu 7 mörk hvor. Hjá Aftureldingu var Ernir Hrafn markahæstur með 9 mörk og Mikk Pinnonen skoraði 6. FH er því komið upp í 3.sæti deildarinnar og geta náð efsta sætinu vinni þeir Gróttu á sunnudaginn. Halldór Jóhann: Getum orðið deildarmeistarar eins og hin liðinHalldór Jóhann les yfir sínum mönnum í leik frá því fyrr í veturHalldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með frammistöðu sinna manna í FH í sigrinum á Aftureldingu í kvöld. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það var 12-12 í hálfleik en okkur fannst við eiga meira inni. Þeir voru að hirða fráköst og svo var einn og einn dómur þar sem mér fannst halla á okkur. Leikurinn spilaðist þannig að við áttum 15-20% inni. Við þurftum að fá þéttleika í vörnina og vera skynsamir í sókninni. Það gekk upp og ég er gríðarlega ánægður að ná forskotinu og halda því,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Vörn FH tókst að loka vel á sóknarmenn Aftureldingar í seinni hálfleiknum og á þeim kafla náðu heimamenn forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. „Við vorum búnir að skoða þá vel og þeirra leik. Við lentum í vandræðum með Pinnonen á kafla og svo hætti hann að hitta. Þeir voru að keyra á okkur og skora 3-4 mörk með því að hlaupa okkur eiginlega niður. Við vorum að keyra til baka en ekki að átta okkur á hvar boltamaðurinn væri.“ „Svo hugsar maður alltaf um innbyrðisviðureignirnar, að halda forystunni út af þeim. Þær skipta máli,“ bætti Halldór Jóhann við en ef lið verða jöfn að stigum verður fyrst litið á innbyrðisviðureignir á milli liðanna. FH á í harðri baráttu á toppnum og eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum líkt og ÍBV og Haukar en Eyjamenn rótburstuðu Hauka í kvöld og komu sér í efsta sætið. FH og Haukar eiga svo eftir að mætast. „Við getum alveg orðið deildarmeistarar eins og hin liðin. Það eru allir að hugsa það en tala væntingarnar niður. Við erum líka að því, við erum með ungt lið og viljum einbeita okkur að einum leik í einu. Við vitum af þessum möguleika en þetta snýst um það að fá frammistöðuna til baka. Við vorum búnir að vera slakir í einn og hálfan leik. Leikmenn sýndu það að þeir gleyma ekki að spila handbolta á nokkrum dögum.“ FH á leik inni á toppliðin og spila hann gegn Gróttu á Seltjarnarnesi á sunnudaginn en Grótta hefur verið að taka stig af liðunum fyrir ofan þau að undanförnu. „Grótta er mjög öflugur mótherji. Staða þeirra í deildinni gefur ekki rétta mynd af styrkleika þeirra. Þeir eru með góða leikmenn og ákveðna reynslu í liðinu. Við getum ekki átt toppdag núna og talað um að verða deildarmeistarar og ætla svo ekki að mæta af fullri hörku í næsta leik á eftir. Það þarf að taka einn leik í einu og það er næsta verkefni,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Einar Andri: Auglýsi eftir meiri varnarvilja hjá mínum mönnumEinar Andri var líflegur á hliðarlínunni í kvöld að vandaEinar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar vildi meina að slæmur kafli um miðbik seinni hálfleiks hefði gert út um leikinn fyrir hans menn. Hann kallaði eftir betri varnarvinnu hjá sínu liði í næstu leikjum. „Við spiluðum vel í 35-36 mínútur og erum með undirtökin. Svo kemur slæmur kafli með snöggum ákvörðunum í sókninni, tvö varin skot og þeir refsa með hraðaupphlaupum. Þá var þetta allt í einu komið í fjögur mörk og sá munur hélst til enda. FH-ingar voru mjög góðir í seinni hálfleik og þeir voru sterkari heilt yfir,“ sagði Einar Andri við Vísi að leik loknum. Einar Andri talaði um erfið mörk sem FH skoraði en Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði úr erfiðum stöðum í horninu auk þess sem heimamenn skoruðu mörk í nokkur skipti eftir að höndin var komin upp hjá dómurunum. „Svona spila FH-ingarnir. Þeir eru að reyna að opna línuna og láta boltann vinna og þeir unnu einfaldlega þolinmæðisvinnuna í þessum leik. Við fórum yfir það í hálfleik að þeir væru búnir að spila svona í fyrri hálfleik en við náðum ekki að halda einbeitingunni. Svo fengu þeir að skjóta yfir hausinn á okkur og með undirhandarskotum og það er bara glórulaust á móti liði eins og FH,“ bætti Einar Andri við. FH fór tveimur stigum fram úr Aftureldingu með sigrinum auk þess að eiga leik inni og hafa betur í innbyrðisviðureignum liðanna. Fjórða sætið verður því líklega hlutskipti Mosfellinga áður en úrslitakeppnin hefst. „Við höldum áfram að vinna. Ég auglýsi hjá því hjá mínum mönnum að það sé meiri varnarvilji og vinnusemi og einbeiting í vörninni. Við erum að gera klaufaleg einstaklingsmistök og við þurfum að laga það,“ sagði Einar Andri og var ekkert sérlega bjartsýnn á þátttöku Péturs Júníussonar og Böðvars Páls Ásgeirssonar í úrslitakeppninni en þeir eiga báðir við meiðsli að stríða og Böðvar ekkert leikið með í vetur. „Það er möguleiki að Pétur verði klár fyrir úrslitakeppnina en það er langsótt. Hann fór í speglun á hné og það er mjög óljós staða með Böðvar. Hann er með bólgur í öxlinni eftir aðgerð í janúar og var kominn af stað en síðan bólgnaði öxlin aftur. Það getur verið vika en svo gæti hann ekkert verið með. Það er mjög óljóst,“ sagði Einar Andri að lokum. Óðinn Þór: Markmiðið að verða deildarmeistararFH-ingar fögnuðu flottum sigri í kvöld.Vísir/EyþórÓðinn Þór Ríkharðsson var atkvæðamikill að vanda hjá FH og átti sérlega góðan leik í síðari hálfleiknum í kvöld. „Við búnir að vera í smá lægð í síðustu tveimur leikjum og það er gott að fá okkar leik í gang aftur, ástríðu og svona. Þetta var flott, bara eins og við lögðum upp með,“ sagði Óðinn þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. FH er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og lykilleikur í þeirri baráttu verður gegn Haukum í þarnæstu umferð. „Ef við vinnum næstu þrjá verðum við deildarmeistarar og það er augljóslega markmiðið. Það er allt undir í úrslitakeppninni en við ætlum að vinna næsta leik á sunnudaginn gegn Gróttu og svo næsta eftir það og klára þessa deild. Síðan tekur úrslitakeppnin við og þá er augljóslega líka markmiðið að vinna þar, einn leik í einu,“ sagði sigurreifur Óðinn Þór.
Olís-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira