Sport

Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín fagnar sigrinum í lokin og Sara kláraði þremur sekúndum síðar.
Katrín fagnar sigrinum í lokin og Sara kláraði þremur sekúndum síðar.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, tvær af þremur öflugustu Crossfit kempum okkar Íslendinga, spreyttu sig í skemmtilegu einvígi í Wisconsin í Bandaríkjunum í kvöld. Um upphitunarviðburð var að ræða fyrir heimsleikana í Crossfit sem fram fara í fylkinu í sumar.

Sjá einnig: Íslensku stjörnurnar settu markið hátt

Keppni þeirra var æsispennandi eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan þar sem sjá má keppnina í heild og viðtöl við þær Katrínu Tönju og Söru. Þær tóku virkilega á því, virtust gefa allt sem þær áttu í keppnina en Katrín marði sigur.

Aðspurð hvaða þýðingu sigurinn hefði sagði Katrín:

„Það er gaman að vinna en ég er bara ánægð með frammistöðuna. Þetta var góð keppni,“ sagði Katrín sem sigraði á heimsleikunum í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×