Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í keppninni í nótt. Mynd/Twittersíða The CrossFit Games Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. Katrín Tanja hafði á endanum betur eftir hörkukeppni en það munaði aðeins þremur sekúndum á stelpunum. Katrín kláraði á 6:53 mínútum en Sara á 6:56 mínútum. Allir aðrir keppendur fá nú tíma fram á mánudaginn til þess að gera betur en þær Katrín Tanja og Sara og það verður allt annað en auðvelt fyrir þær sem reyna við það. The Open, eða opna mótið, er fyrsta skrefið fyrir keppendur sem ætla sér að komast inn á heimsleikana í Madison í sumar en með því að klára meðal þeirra bestu í sínum hluta heimsins þá tryggir viðkomandi sér þátttökurétt á næsta stigi sem er svæðakeppni. Undanfarnar fimm vikur hafa þátttakendur á The Open fengið að sjá æfingaröð aðfaranótt föstudags sem þeir þurfa að framkvæma og skila inn á mánudegi á heimasíðu Crossfit. Keppendur þurfa annaðhvort að taka upp æfingarnar eða fá þær staðfestar af löggiltum samstarfsaðil CrossFit samtakanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig frábærlega í þessum æfingum og er eins og er með gott forskot á heimslistanum. Það mun síðan koma í ljós eftir að allir hafa skilið inn æfingum sínum hvort Sara vinnur The Open í ár en það verður erfitt að taka af henni toppsætið.. Íslensky stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja og Þuríður Erla Helgadóttir eru allar meðal efstu kvenna í keppninni en það má sjá stöðuna hér. CrossFit hefur einnig gert upp einvígi íslensku stelpnanna í nótt á Twitter-síðu sinni og þar sést hversu litlu munaði á þeim í þessum tíu umferðum sem þær þurftu að framkvæma. Katrín Tanja var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar og 22 sekúndur að klára sippið. Ragnheiður Sara var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar en 23 sekúndur að klára sippið. Það munaði því bara einni sekúndu á meðaltíma íslensku crossfit drottninganna. Hér fyrir neðan má sjá einnig upptöku frá einvígi Katrínu Tönju og Söru frá því í gær. “It's just me, the barbell and the double-unders.”—@katrintanja on how she kept her composure. pic.twitter.com/2RCZ9Uq9TM— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@katrintanja held an average split of 18 seconds on the thrusters and 22 seconds on double-unders throughout the 10 rounds of #17point5. pic.twitter.com/VnUy3pj9b1— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@SaraSigmundsdot held an average split of 18 seconds on the thrusters and 23 seconds on double-unders through the 10 rounds of #17point5 pic.twitter.com/pz6VP3hnlQ— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 "I just go until they tell me to stop." —@SaraSigmundsdot pic.twitter.com/fyR7m6SI27— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. Katrín Tanja hafði á endanum betur eftir hörkukeppni en það munaði aðeins þremur sekúndum á stelpunum. Katrín kláraði á 6:53 mínútum en Sara á 6:56 mínútum. Allir aðrir keppendur fá nú tíma fram á mánudaginn til þess að gera betur en þær Katrín Tanja og Sara og það verður allt annað en auðvelt fyrir þær sem reyna við það. The Open, eða opna mótið, er fyrsta skrefið fyrir keppendur sem ætla sér að komast inn á heimsleikana í Madison í sumar en með því að klára meðal þeirra bestu í sínum hluta heimsins þá tryggir viðkomandi sér þátttökurétt á næsta stigi sem er svæðakeppni. Undanfarnar fimm vikur hafa þátttakendur á The Open fengið að sjá æfingaröð aðfaranótt föstudags sem þeir þurfa að framkvæma og skila inn á mánudegi á heimasíðu Crossfit. Keppendur þurfa annaðhvort að taka upp æfingarnar eða fá þær staðfestar af löggiltum samstarfsaðil CrossFit samtakanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig frábærlega í þessum æfingum og er eins og er með gott forskot á heimslistanum. Það mun síðan koma í ljós eftir að allir hafa skilið inn æfingum sínum hvort Sara vinnur The Open í ár en það verður erfitt að taka af henni toppsætið.. Íslensky stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja og Þuríður Erla Helgadóttir eru allar meðal efstu kvenna í keppninni en það má sjá stöðuna hér. CrossFit hefur einnig gert upp einvígi íslensku stelpnanna í nótt á Twitter-síðu sinni og þar sést hversu litlu munaði á þeim í þessum tíu umferðum sem þær þurftu að framkvæma. Katrín Tanja var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar og 22 sekúndur að klára sippið. Ragnheiður Sara var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar en 23 sekúndur að klára sippið. Það munaði því bara einni sekúndu á meðaltíma íslensku crossfit drottninganna. Hér fyrir neðan má sjá einnig upptöku frá einvígi Katrínu Tönju og Söru frá því í gær. “It's just me, the barbell and the double-unders.”—@katrintanja on how she kept her composure. pic.twitter.com/2RCZ9Uq9TM— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@katrintanja held an average split of 18 seconds on the thrusters and 22 seconds on double-unders throughout the 10 rounds of #17point5. pic.twitter.com/VnUy3pj9b1— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@SaraSigmundsdot held an average split of 18 seconds on the thrusters and 23 seconds on double-unders through the 10 rounds of #17point5 pic.twitter.com/pz6VP3hnlQ— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 "I just go until they tell me to stop." —@SaraSigmundsdot pic.twitter.com/fyR7m6SI27— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11