Ísland lenti 1-0 undir í leiknum en strákarnir okkar komu til baka og unnu leikinn með mörkum frá Ragnari Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórssyni.
Nú akkúrat níu mánuðum var slegið met í fjölda mænudeyfinga á fæðingardeild Landspítalans. Því má draga þá ályktun að þetta kvöld hafi verið nóg að gera hjá íslenskum pörum. Ásgeir Pétur, læknir, var á vaktinni um helgina.
„Sett var met í fjölda mænudeyfinga á fæðingarvakt um helgina - níu mánuðum eftir 2-1 sigurinn á Englandi,“ segir Ásgeir Pétur í færslu á Twitter.
hehehe dagsins:
— Ásgeir Pétur (@asgeirpetur) March 27, 2017
sett var met í fjölda mænudeyfinga á fæðingarvakt um helgina - níu mánuðum eftir 2-1 sigurinn á Englandi
;)