Golden State sjötta liðið til að vinna 60 leiki þrjú ár í röð Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 07:00 Golden State Warriors var nokkuð fljótt að jafna sig á því að missa Kevin Durant í meiðsli en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt þegar það lagði Houston Rockets á útivelli, 113-106, í toppslag í vesturdeild NBA. Warriors-liðið skoraði 37 stig í fyrsta leikhluta og leit aldrei um öxl en það hafði forskot í leiknum nánast frá upphafi til enda. Houston gerði tilraun til endurkomu í fjórða leikhluta en holan var of djúp. Með sigrinum varð Golden State aðeins sjötta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 60 leiki eða fleiri þrjú tímabil í röð en það trónir áfram á toppnum í vestrinu með 60 sigra og fjórtán töp. Golden State fær engan tíma til að fagna sigrinum því í nótt er á dagskrá stórleikur vestursins á tímabilinu þegar liðið heimsækir San Antonio Spurs. Spurs-liðið er í öðru sæti vestursins, tveimur og hálfum sigri á eftir Golden State og getur sett mikla pressu á silfurlið síðasta tímabils með sigri í leiknum. Steph Curry var frábær í sigrinum á Houston í nótt en hann skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þetta er aðeins í annað sinn í marsmánuði sem hann skorar yfir 30 stig. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina. Eins og vanalega var James Harden stigahæstur í liði Houston en hann hlóð í myndarlega þrennu með 24 stigum, ellefu fráköstum og þrettán stoðsendingum.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 108-118 Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 114-115 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 101-106 Atlanta Hawks - Phoenix Suns 95-91 Detroit Pistons - Miami Heat 96-97 Houston Rockets - Golden State Warriors 106-113 Portland Trail Blazers - Denver Nuggets 122 NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Golden State Warriors var nokkuð fljótt að jafna sig á því að missa Kevin Durant í meiðsli en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt þegar það lagði Houston Rockets á útivelli, 113-106, í toppslag í vesturdeild NBA. Warriors-liðið skoraði 37 stig í fyrsta leikhluta og leit aldrei um öxl en það hafði forskot í leiknum nánast frá upphafi til enda. Houston gerði tilraun til endurkomu í fjórða leikhluta en holan var of djúp. Með sigrinum varð Golden State aðeins sjötta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 60 leiki eða fleiri þrjú tímabil í röð en það trónir áfram á toppnum í vestrinu með 60 sigra og fjórtán töp. Golden State fær engan tíma til að fagna sigrinum því í nótt er á dagskrá stórleikur vestursins á tímabilinu þegar liðið heimsækir San Antonio Spurs. Spurs-liðið er í öðru sæti vestursins, tveimur og hálfum sigri á eftir Golden State og getur sett mikla pressu á silfurlið síðasta tímabils með sigri í leiknum. Steph Curry var frábær í sigrinum á Houston í nótt en hann skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þetta er aðeins í annað sinn í marsmánuði sem hann skorar yfir 30 stig. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina. Eins og vanalega var James Harden stigahæstur í liði Houston en hann hlóð í myndarlega þrennu með 24 stigum, ellefu fráköstum og þrettán stoðsendingum.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 108-118 Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 114-115 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 101-106 Atlanta Hawks - Phoenix Suns 95-91 Detroit Pistons - Miami Heat 96-97 Houston Rockets - Golden State Warriors 106-113 Portland Trail Blazers - Denver Nuggets 122
NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira