Lífið

Sænsk-íslensk vísnahátíð í Salnum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðrún Gunnarsdóttir söngkona flytur efni eftir  Cornelis Vreeswijk, ásamt hljómsveit.
Guðrún Gunnarsdóttir söngkona flytur efni eftir Cornelis Vreeswijk, ásamt hljómsveit.
Efnt er til sænsk-íslenskrar vísnahátíðar í Salnum í Kópavogi í dag og kvöld. Hún hefst með fjölskyldustund klukkan 13, sem er öllum opin endurgjaldslaus,t þar sem fram koma nokkrir af gestum hátíðarinnar.

Í kvöld klukkan 20 hefjast svo tónleikar með fjölbreyttri blöndu af sænskri og íslenskri tónlist.

Guðrún Gunnarsdóttir ásamt hljómsveit flytur efni eftir söngvaskáldið Cornelis Vreeswijk, dúettinn Storis & Limpan Band leikur þjóðlög, Emma Härdelin og þjóðlagasveitin Draupnir flytja sagnadansa. Þar við bætist Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir sem er hluti af dúettinum Vísur og skvísur, ásamt Vigdísi Hafliðadóttur.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson flytur svo eigin ljóðaþýðingar og fjallar á léttum nótum um söngvaskáld og sagnadansa.

Greinin birtist fyrst 11. mars 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×