Þvílíkur styrkur að klára þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2017 07:00 Aron Dagur Pálsson skoraði níu mörk þegar Grótta vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 27-29, á laugardaginn. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Gróttu í botnbaráttunni/baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í 7. sæti Olís-deildar karla með 18 stig, einu stigi frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Haukar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu góðu forskoti. En þökk sé tveimur mörkum frá Aroni Degi undir lok fyrri hálfleiks var munurinn í hálfleik aðeins fjögur mörk, 18-14. Seltirningar sýndu svo mikinn styrk í seinni hálfleik og náðu að landa sigrinum. „Þeir náðu 6-7 marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik og þetta var orðið svart. En fjögur mörk í hálfleik var ekkert hræðilegt og við jöfnuðum eiginlega strax í seinni hálfleik. Síðan var þetta hörkuleikur allt til enda,“ sagði Aron Dagur sem hefur skorað 66 mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu. „Við höfum oft verið í jöfnum leikjum í vetur og tapað þeim. En við sýndum þvílíkan styrk að klára þetta. Varnarleikurinn var frábær í seinni hálfleik og markvarslan var góð allan leikinn. Síðan kláruðum við sóknirnar okkar miklu betur.“ Grótta byrjaði tímabilið af krafti og fékk sjö stig út úr fyrstu fjórum leikjunum. En átta af næstu 10 leikjum töpuðust og staðan var ekkert sérstaklega góð. Seltirningar hafa hins vegar verið á ágætis skriði eftir áramót; unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. „Það urðu miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili og við fengum nánast nýja útilínu fyrir utan mig. Ég held að menn hafi bara verið að læra hver á annan en núna er þetta allt vonandi að smella,“ sagði Aron Dagur. Að hans sögn var markmið Gróttu að vera á svipuðum stað og í fyrra en þá lenti liðið í 5. sæti Olís-deildarinnar. Aron Dagur er hluti af U-21 árs liði Íslands sem keppir á HM í Alsír í sumar. Miklar væntingar eru gerðar til strákanna en þessi sami hópur vann til bronsverðlauna á HM U-19 ára fyrir tveimur árum. Aron Dagur segir að íslenska liðið setji stefnuna á að vinna til verðlauna í sumar. „Þetta er stórt tækifæri fyrir alla sem eru í liðinu. Við ætlum að vinna til verðlauna og vonandi verður réttur litur á þeim. Það hentar okkur vel að vera með háleit markmið,“ sagði Aron Dagur. Olís-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
Aron Dagur Pálsson skoraði níu mörk þegar Grótta vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 27-29, á laugardaginn. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Gróttu í botnbaráttunni/baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í 7. sæti Olís-deildar karla með 18 stig, einu stigi frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Haukar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu góðu forskoti. En þökk sé tveimur mörkum frá Aroni Degi undir lok fyrri hálfleiks var munurinn í hálfleik aðeins fjögur mörk, 18-14. Seltirningar sýndu svo mikinn styrk í seinni hálfleik og náðu að landa sigrinum. „Þeir náðu 6-7 marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik og þetta var orðið svart. En fjögur mörk í hálfleik var ekkert hræðilegt og við jöfnuðum eiginlega strax í seinni hálfleik. Síðan var þetta hörkuleikur allt til enda,“ sagði Aron Dagur sem hefur skorað 66 mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu. „Við höfum oft verið í jöfnum leikjum í vetur og tapað þeim. En við sýndum þvílíkan styrk að klára þetta. Varnarleikurinn var frábær í seinni hálfleik og markvarslan var góð allan leikinn. Síðan kláruðum við sóknirnar okkar miklu betur.“ Grótta byrjaði tímabilið af krafti og fékk sjö stig út úr fyrstu fjórum leikjunum. En átta af næstu 10 leikjum töpuðust og staðan var ekkert sérstaklega góð. Seltirningar hafa hins vegar verið á ágætis skriði eftir áramót; unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. „Það urðu miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili og við fengum nánast nýja útilínu fyrir utan mig. Ég held að menn hafi bara verið að læra hver á annan en núna er þetta allt vonandi að smella,“ sagði Aron Dagur. Að hans sögn var markmið Gróttu að vera á svipuðum stað og í fyrra en þá lenti liðið í 5. sæti Olís-deildarinnar. Aron Dagur er hluti af U-21 árs liði Íslands sem keppir á HM í Alsír í sumar. Miklar væntingar eru gerðar til strákanna en þessi sami hópur vann til bronsverðlauna á HM U-19 ára fyrir tveimur árum. Aron Dagur segir að íslenska liðið setji stefnuna á að vinna til verðlauna í sumar. „Þetta er stórt tækifæri fyrir alla sem eru í liðinu. Við ætlum að vinna til verðlauna og vonandi verður réttur litur á þeim. Það hentar okkur vel að vera með háleit markmið,“ sagði Aron Dagur.
Olís-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira