Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2017 06:00 Kjöraðstæður eru til afnáms hafta að mati Más, Bjarna og Benedikts. vísir/eyþór Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum. Framkvæmdastjórar tveggja lífeyrissjóða fagna breytingunum en telja ólíklegt að sjóðirnir muni rjúka til vegna þeirra. Nýjar reglur Seðlabankans taka gildi á morgun en eftir gildistöku þeirra verða varúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta og takmarkanir vegna afleiðuviðskipta með íslenskar krónur einu eftirstandandi höftin. Breytingarnar voru kynntar í gær. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.vísir/daníelSamtímis var upplýst að hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, hefðu verið skipuð í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnunnar. „Þær heimildir sem við höfðum voru ríflegar en sá galli var á þeim að þær voru föst upphæð á hverjum mánuði,“ segir Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR. „Það sem skiptir mestu máli að mínu mati er að menn hafa nú frjálsar hendur með það hvenær upphæðin er notuð. Ég tel að lífeyrissjóðirnir muni nú frekar nýta þá heimild sem þeir höfðu og jafnvel rúmlega það.“ „Þetta eru frábærar fréttir sem endurspegla gríðarlega sterka stöðu íslensks efnahagskerfis nú um stundir,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Hann telur að afnám hafta hafi minniháttar breytingar í för með sér fyrir sinn sjóð. „Víða á erlendum mörkuðum eru vextir í sögulegu lágmarki þannig að eignaverð er þar hátt. Ég held að til lengri tíma litið þá sé skynsamlegt fyrir sjóðina að byggja erlendar eignir upp í skrefum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum. Framkvæmdastjórar tveggja lífeyrissjóða fagna breytingunum en telja ólíklegt að sjóðirnir muni rjúka til vegna þeirra. Nýjar reglur Seðlabankans taka gildi á morgun en eftir gildistöku þeirra verða varúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta og takmarkanir vegna afleiðuviðskipta með íslenskar krónur einu eftirstandandi höftin. Breytingarnar voru kynntar í gær. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.vísir/daníelSamtímis var upplýst að hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, hefðu verið skipuð í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnunnar. „Þær heimildir sem við höfðum voru ríflegar en sá galli var á þeim að þær voru föst upphæð á hverjum mánuði,“ segir Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR. „Það sem skiptir mestu máli að mínu mati er að menn hafa nú frjálsar hendur með það hvenær upphæðin er notuð. Ég tel að lífeyrissjóðirnir muni nú frekar nýta þá heimild sem þeir höfðu og jafnvel rúmlega það.“ „Þetta eru frábærar fréttir sem endurspegla gríðarlega sterka stöðu íslensks efnahagskerfis nú um stundir,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Hann telur að afnám hafta hafi minniháttar breytingar í för með sér fyrir sinn sjóð. „Víða á erlendum mörkuðum eru vextir í sögulegu lágmarki þannig að eignaverð er þar hátt. Ég held að til lengri tíma litið þá sé skynsamlegt fyrir sjóðina að byggja erlendar eignir upp í skrefum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
„Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16
Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49