Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2017 06:00 Kjöraðstæður eru til afnáms hafta að mati Más, Bjarna og Benedikts. vísir/eyþór Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum. Framkvæmdastjórar tveggja lífeyrissjóða fagna breytingunum en telja ólíklegt að sjóðirnir muni rjúka til vegna þeirra. Nýjar reglur Seðlabankans taka gildi á morgun en eftir gildistöku þeirra verða varúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta og takmarkanir vegna afleiðuviðskipta með íslenskar krónur einu eftirstandandi höftin. Breytingarnar voru kynntar í gær. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.vísir/daníelSamtímis var upplýst að hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, hefðu verið skipuð í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnunnar. „Þær heimildir sem við höfðum voru ríflegar en sá galli var á þeim að þær voru föst upphæð á hverjum mánuði,“ segir Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR. „Það sem skiptir mestu máli að mínu mati er að menn hafa nú frjálsar hendur með það hvenær upphæðin er notuð. Ég tel að lífeyrissjóðirnir muni nú frekar nýta þá heimild sem þeir höfðu og jafnvel rúmlega það.“ „Þetta eru frábærar fréttir sem endurspegla gríðarlega sterka stöðu íslensks efnahagskerfis nú um stundir,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Hann telur að afnám hafta hafi minniháttar breytingar í för með sér fyrir sinn sjóð. „Víða á erlendum mörkuðum eru vextir í sögulegu lágmarki þannig að eignaverð er þar hátt. Ég held að til lengri tíma litið þá sé skynsamlegt fyrir sjóðina að byggja erlendar eignir upp í skrefum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum. Framkvæmdastjórar tveggja lífeyrissjóða fagna breytingunum en telja ólíklegt að sjóðirnir muni rjúka til vegna þeirra. Nýjar reglur Seðlabankans taka gildi á morgun en eftir gildistöku þeirra verða varúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta og takmarkanir vegna afleiðuviðskipta með íslenskar krónur einu eftirstandandi höftin. Breytingarnar voru kynntar í gær. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.vísir/daníelSamtímis var upplýst að hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, hefðu verið skipuð í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnunnar. „Þær heimildir sem við höfðum voru ríflegar en sá galli var á þeim að þær voru föst upphæð á hverjum mánuði,“ segir Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR. „Það sem skiptir mestu máli að mínu mati er að menn hafa nú frjálsar hendur með það hvenær upphæðin er notuð. Ég tel að lífeyrissjóðirnir muni nú frekar nýta þá heimild sem þeir höfðu og jafnvel rúmlega það.“ „Þetta eru frábærar fréttir sem endurspegla gríðarlega sterka stöðu íslensks efnahagskerfis nú um stundir,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Hann telur að afnám hafta hafi minniháttar breytingar í för með sér fyrir sinn sjóð. „Víða á erlendum mörkuðum eru vextir í sögulegu lágmarki þannig að eignaverð er þar hátt. Ég held að til lengri tíma litið þá sé skynsamlegt fyrir sjóðina að byggja erlendar eignir upp í skrefum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
„Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16
Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49