Trump-liðar sannfærðir um samsæri innan stjórnkerfisins 14. mars 2017 22:19 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru sannfærðir að samsærismenn inna stjórnkerfis Bandaríkjanna vinni gegn Trump. Þeirra markmið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fella forsetann. Ásakanir Trump-liða beinast að mestu gegn einhverju sem þeir kalla „djúpríkið“ eða „deep state“. Þrátt fyrir að flestir Trump-liðar noti ekki það hugtak í beinni orðræðu er merkingin sú sama. Talsmaður Hvíta hússins, Sean Spicer, hefur sagt að fólk hafi grafið sig fast í stjórnkerfi Bandaríkjanna og þau séu að grafa undan forsetanum. Trump sjálfur hefur haldið því fram að Barack Obama, forveri sinn, hafi hlerað síma sína og Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Trump, hefur heitið því að rífa niður það sem hann kallar „embættismannaríkið“.Newt Gingrich, einn af helstu stuðningsmönnum Trump, sagði í dag að djúpríkið væri „auðvitað“ til. Hann sagði meðlimi þess standa að baki leka til fjölmiðla og grafa undan Trump. „Þeir eru að berjast fyrir völdum sínum. Það er það sem djúpríkið gerir. Þeir búa til lygi, dreifa lyginni, halda ekki aftur af henni og segjast svo ekki hafa skapað hana.“ Sjálfur hefur Trump sakað leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og um leka til fjölmiðla og hefur jafnvel lýst starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem nasistum. Einhverjir af stuðningsmönnum Trump hafa haldið því fram að ákvörðun Obama að búa áfram í Washington sé til sönnunar um tilvist djúpríkisins. Að hann hafi tekið þá ákvörðun til að leiða baráttuna gegn Trump. Sjálfur segir Obama að hann verði í Washington þar til yngsta dóttir hans lýkur skólagöngu sinni þar. Sagnfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja rekja rætur hugtaksins um djúpríkið til Tyrklands. Þar hafi það snúið að njósnurum og foringjum innan hersins sem studdu og vörðu hina ráðandi stétt til þriðja áratugarins. Í sinni núverandi mynd snýr það að umfangsmiklu embættismannakerfi. Gagnrýnendur Trump segja ásakanir um djúpríkið vera til þess fallnar að varpa ábyrgðinni frá Trump vegna mistaka og vandræða hans. Sérfræðingar segja þó að ásakanir sem þessar verði til þess að færri treysti stofnunum og stjórnvöldum Bandaríkjanna og dragi undan lýðræði í landinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru sannfærðir að samsærismenn inna stjórnkerfis Bandaríkjanna vinni gegn Trump. Þeirra markmið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fella forsetann. Ásakanir Trump-liða beinast að mestu gegn einhverju sem þeir kalla „djúpríkið“ eða „deep state“. Þrátt fyrir að flestir Trump-liðar noti ekki það hugtak í beinni orðræðu er merkingin sú sama. Talsmaður Hvíta hússins, Sean Spicer, hefur sagt að fólk hafi grafið sig fast í stjórnkerfi Bandaríkjanna og þau séu að grafa undan forsetanum. Trump sjálfur hefur haldið því fram að Barack Obama, forveri sinn, hafi hlerað síma sína og Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Trump, hefur heitið því að rífa niður það sem hann kallar „embættismannaríkið“.Newt Gingrich, einn af helstu stuðningsmönnum Trump, sagði í dag að djúpríkið væri „auðvitað“ til. Hann sagði meðlimi þess standa að baki leka til fjölmiðla og grafa undan Trump. „Þeir eru að berjast fyrir völdum sínum. Það er það sem djúpríkið gerir. Þeir búa til lygi, dreifa lyginni, halda ekki aftur af henni og segjast svo ekki hafa skapað hana.“ Sjálfur hefur Trump sakað leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og um leka til fjölmiðla og hefur jafnvel lýst starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem nasistum. Einhverjir af stuðningsmönnum Trump hafa haldið því fram að ákvörðun Obama að búa áfram í Washington sé til sönnunar um tilvist djúpríkisins. Að hann hafi tekið þá ákvörðun til að leiða baráttuna gegn Trump. Sjálfur segir Obama að hann verði í Washington þar til yngsta dóttir hans lýkur skólagöngu sinni þar. Sagnfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja rekja rætur hugtaksins um djúpríkið til Tyrklands. Þar hafi það snúið að njósnurum og foringjum innan hersins sem studdu og vörðu hina ráðandi stétt til þriðja áratugarins. Í sinni núverandi mynd snýr það að umfangsmiklu embættismannakerfi. Gagnrýnendur Trump segja ásakanir um djúpríkið vera til þess fallnar að varpa ábyrgðinni frá Trump vegna mistaka og vandræða hans. Sérfræðingar segja þó að ásakanir sem þessar verði til þess að færri treysti stofnunum og stjórnvöldum Bandaríkjanna og dragi undan lýðræði í landinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira