Augnháradrama á samfélagsmiðlum Guðný Hrönn skrifar 16. mars 2017 17:45 Tanja Ýr útskýrði málið fyrir fylgjendum sínum á Snapchat í vikunni. Vísir/Pjetur Fegurðardrottningin og bloggarinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur frá árinu 2015 selt gerviaugnhár í netverslun sinni Tanja Yr Cosmetics. Augnhárin hafa hingað til vakið mikla lukku hjá snyrtivöruaðdáendum en í vikunni kom upp neikvæð umræða um augnhárin á samfélagsmiðlum. Í umræðunni á Twitter vildu einhverjir meina að augnhárin væru keypt á netsíðum á borð við Aliexpress en sett í umbúðir Tönju. Tanja tók sig til og ræddi málið á Snapchat á þriðjudaginn. Tanja sagði meðal annars: „Ég ætla ekki að fara að mjólka þessa umfjöllun eða þessa fáfræði en vil auðvitað leiðrétta eitt. Human hair-augnhárin mín eru sem sagt framleidd í sömu verksmiðju og Red Cherry og fleiri flott augnháramerki. En númerin sem eru á þessum augnhárum eru sem sagt verksmiðjunúmer, svipað og er á fötunum ykkar, bílunum ykkar, bara öllu,“ sagði Tanja og vildi leiðrétta umræðuna sem hafði myndast um að númer sem leynast undir límmiðum á umbúðunum gæfu til kynna að um augnhár frá öðru vörumerki væri að ræða. „En ég er í smá sjokki yfir því að enginn geri sér grein fyrir því hvað ég er búin að leggja ógeðslega mikla vinnu í þetta fyrirtæki. Það er auðvitað ekkert grín að stofna svona fyrirtæki sjálfur, og svona ungur, ég var hvað, 23 ára, eða að verða 23 ára þegar ég stofnaði það. Það væru allir að stofna fyrirtæki og sitt eigið vörumerki ef það væri svona auðvelt eins og þið eruð að segja,“ útskýrði Tanja. Tengdar fréttir Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013 Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. 15. september 2013 02:00 Fegurðardrottning með gerviaugnháralínu Keppendur í Ungfrú Svíþjóð riðu á vaðið og flögguðu spánnýjum augnhárum sem Tanja Ýr hefur látið framleiða og myndar nú heila línu gerviaugnhára. Augnhárin eru væntanleg í sölu hérlendis í næstu viku segir Tanja. 8. maí 2015 13:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Fegurðardrottningin og bloggarinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur frá árinu 2015 selt gerviaugnhár í netverslun sinni Tanja Yr Cosmetics. Augnhárin hafa hingað til vakið mikla lukku hjá snyrtivöruaðdáendum en í vikunni kom upp neikvæð umræða um augnhárin á samfélagsmiðlum. Í umræðunni á Twitter vildu einhverjir meina að augnhárin væru keypt á netsíðum á borð við Aliexpress en sett í umbúðir Tönju. Tanja tók sig til og ræddi málið á Snapchat á þriðjudaginn. Tanja sagði meðal annars: „Ég ætla ekki að fara að mjólka þessa umfjöllun eða þessa fáfræði en vil auðvitað leiðrétta eitt. Human hair-augnhárin mín eru sem sagt framleidd í sömu verksmiðju og Red Cherry og fleiri flott augnháramerki. En númerin sem eru á þessum augnhárum eru sem sagt verksmiðjunúmer, svipað og er á fötunum ykkar, bílunum ykkar, bara öllu,“ sagði Tanja og vildi leiðrétta umræðuna sem hafði myndast um að númer sem leynast undir límmiðum á umbúðunum gæfu til kynna að um augnhár frá öðru vörumerki væri að ræða. „En ég er í smá sjokki yfir því að enginn geri sér grein fyrir því hvað ég er búin að leggja ógeðslega mikla vinnu í þetta fyrirtæki. Það er auðvitað ekkert grín að stofna svona fyrirtæki sjálfur, og svona ungur, ég var hvað, 23 ára, eða að verða 23 ára þegar ég stofnaði það. Það væru allir að stofna fyrirtæki og sitt eigið vörumerki ef það væri svona auðvelt eins og þið eruð að segja,“ útskýrði Tanja.
Tengdar fréttir Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013 Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. 15. september 2013 02:00 Fegurðardrottning með gerviaugnháralínu Keppendur í Ungfrú Svíþjóð riðu á vaðið og flögguðu spánnýjum augnhárum sem Tanja Ýr hefur látið framleiða og myndar nú heila línu gerviaugnhára. Augnhárin eru væntanleg í sölu hérlendis í næstu viku segir Tanja. 8. maí 2015 13:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013 Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. 15. september 2013 02:00
Fegurðardrottning með gerviaugnháralínu Keppendur í Ungfrú Svíþjóð riðu á vaðið og flögguðu spánnýjum augnhárum sem Tanja Ýr hefur látið framleiða og myndar nú heila línu gerviaugnhára. Augnhárin eru væntanleg í sölu hérlendis í næstu viku segir Tanja. 8. maí 2015 13:30