Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 102-110 | Keflavík vann eftir tvær framlengingar Telma Ösp Einarsdóttir í Síkinu skrifar 16. mars 2017 21:30 Keflvíkingar eru komnir í 1-0 í einvíginu. vísir/anton Keflvíkingar eru komnir í 1-0 í einvígi sínu á móti Tindastól í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í tvíframlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Keflavík vann leikinn á endanum 110-102 en það munaði mikið um það að Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester fékk sína fimmtu villu í byrjun annarrar framlengingarinnar. Keflvíkingar voru með frumkvæðið og forystuna stærsta hluta leiksins en heimamenn gáfust ekki um og komu alltaf til baka. Pétur Rúnar Birgisson tryggði Tindastól fyrri framlenginguna með því að setja niður annað víti sitt og jafna metin í 83-83 en Pétur klúðraði síðan seinna vítinu og fékk líka lokaskotið í leiknum. Hvorugt rataði í körfuna og því varð að framlengja. Magnús Már Traustason tryggði Keflavík seinni framlenginguna með því að setja niður tvö vítaskot og jafna í 96-96. Keflvíkingar voru síðan sterkari í lokin. Magnús Már Traustason átti frábæran leik fyrir Keflavík og skoraði alls 33 stig í kvöld. Amin Khalil Stevens skoraði 25 stig, tók 18 fráköst og gaf 7 stoðsendingar en Hörður Axel Vilhjálmsson var með 19 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Antonio Hester skoraði 30 stig og tók 12 fráköst fyrir Tindastól og Pétur Rúnar Birgisson var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik, leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhlutann, 20-15, og voru síðan sex stigum yfir í hálfleik, 42-36. Miklu munaði samt um þrist frá Pétri Rúnari Birgissyni í lok fyrri hálfleiks sem kom muninum niður í sex stig en Stólarnir skoruðu síðan 15 af fyrstu 20 stigum seinni hálfleiks og komust yfir í 51-47. Stólarnir voru þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 59-56, en Keflvíkingar voru ekki hættir. Góður upphafskafli þeirra í fjórða leikhlutanum skilaði þeim tíu stiga forystu, 71-61, þegar sjö mínútur voru eftir. Stólarnir náðu að jafna í lokin og spennandi var allsráðandi á lokasekúndunum sem og í báðum framlengingunum. Keflvíkingar voru hinsvegar öflugri og náði að landa dýrmætum útisigri.Tindastóll-Keflavík 102-110 (15-20, 21-22, 23-14, 24-27, 13-13, 6-14)Tindastóll: Antonio Hester 30/12 fráköst/3 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 26/7 fráköst/10 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 18/8 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 13/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 9, Svavar Atli Birgisson 6, Viðar Ágústsson 0/6 fráköst.Keflavík: Magnús Már Traustason 33/4 fráköst, Amin Khalil Stevens 25/18 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 19/10 fráköst/8 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 16, Reggie Dupree 11/6 fráköst, Ágúst Orrason 6.Israel Martin segir sínum mönnum til í leik fyrr í vetur.vísir/ernirMartin: Fengum tækifærið til að klára leikinn fyrir framlenginguna Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur eftir að hafa tapað tvíframlengdum leik á móti Keflavík í 8 liða úrslitum Domino‘s deild karla í kvöld. „Ég held að bæði lið hafi notað alla sína orku á vellinum. Við fengum tækifærið til að klára leikinn fyrir framlenginguna en það var ekki hægt. Eitt sniðskot getur breytt öllu,“ sagði Israel Martin í samtali við Vísi að leik loknum. Hann heldur að í þessum leikjum munu litlir hlutir og lítil atriði skipta öllu máli. Hann segir Keflvíkingana hafa spilað betur í framlengingunni. Þeir voru rólegri og voru að reyna búa til skipulagða sókn. „Það er bara það. Þeir setja niður góða þrista í framlengingunni sem skemmdi mikið fyrir okkur í kvöld. Þeir spiluðu mun skynsamlegra heldur en við í síðustu sóknunum og finna leiðir til að skora auðveldari körfur heldur en við,“ sagði Martin. Í lokinn segir hann að þeir munu verða tilbúnir fyrir næsta leik. Auðvitað hafi þeir ætlað að vinna en það var ekki hægt. Hann bætir við að nú skipti mestu máli að gera leikmennina tilbúna fyrir sunnudaginn og þá munu þeir fara til Keflavíkur og berjast fyrir sigrinum.Friðrik Ingi Rúnarsson.Vísir/ValliFriðrik Ingi: Fannst við leiða leikinn allan tímann Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var alsæll eftir að unnið Stólanna í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann segir að í framlengingunni hafi komið ákveðinn neisti þeir hafi verið með nánast allan leikinn. Friðriki fannst þeir alltaf hleypa þeim óþarflega nálægt sér sem er mjög hættulegt þegar þeir eru á mjög erfiðum útivelli. „Mér fannst við ná aftur upp ákveðnum neista og vilja í þessum framlengingum. Þá sérstaklega í síðustu framlengingunni, sem ég er mjög ánægður með. Mér fannst við svona leiða leikinn allan tíman og kannski svona hafa hann í okkar höndum,“ sagði Friðrik Ingi að leik loknum. Hann segist vera undir allt búinn og það sé ekki hægt að vita hvað gerist í svona leikjum. Þess vegna sé hann viðbúinn því að leikir geta farið í framlengingar og þegar það gerist þá taki hann því. „Nú þurfum við bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við eigum heimaleik næst og við þurfum að spila mjög vel. Við þurfum að spila í það minnsta jafn vel ef ekki betur til þess að vinna á sunnudaginn og við stefnum að því, engin spurning. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.Magnús Már: Náðum að stoppa Kanann þeirra Magnús Már Traustason, leikmaður Keflavíkur, var mjög sáttur eftir leik kvöldsins í 8 liða úrslitum Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Það er ekkert létt að koma hingað og sigra sérstaklega eftir tvær framlengingar, þvílíkt gaman. Við fórum að stíga út og spila aðeins betri vörn í framlengingunni. Svo náðum að stoppa kanann þeirra,“ sagði Magnús í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi vantað mikið að stíga út í fyrri hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks en svo hafi þetta komið. Hann telur að vörnin hafi unnið þetta í lokin. Þeir settu svo stór skot hafi klárað þetta. „Mér lýst mjög vel á framhaldið, við fáum þá núna í Keflavík á sunnudaginn og ef við vinnum þann leik þá erum við bara í góðri stöðu,“ bætti Magnús við í lokin.Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls.vísir/ernirPétur: Höfðum ekki mannskapinn í að klára þetta Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var mjög svekktur eftir að hafa tapað á móti Keflavík á heimavelli í 8 liða úrslitum Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Ég er fyrst og fremst þreyttur, svekkjandi að hafa tapað svona eftir tvíframlengdan leik. Ég er bara svekktur,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að í seinni framlengingunni þegar Hester hafi farið útaf með 5 villur hafi þeir ekki haft mannskapinn í að klára þetta. En þeir eru núna 1-0 undir, liðin þurfa að vinna 3 leiki svo hann er bara spenntur. Pétur bætir svo við að það sé gaman að þetta skuli vera byrjað.Björgvin: Skrítinn leikur Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmaður Tindastóls, var mjög ósáttur eftir að hafa tapað í 8 liða úrslitum Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Þetta er drullu svekkjandi eftir tvöfalda framlengingu. En við vorum þarna undir í hálfleik og komum gíraðir inn í 3. leikhlutann og náðum þessu strax upp með mikilli stemmningu, góðri vörn og pressu,“ sagði Björgvin að leik loknum. Hann segir að þetta hafi alltaf verið að detta niður. Þeir hafi náð þeim og þetta hafi dottið aftur niður. Þannig hafi þetta haldið áfram og hann lýsir þessu sem skrýtnum leik. Þeir náðu þeim svo aftur áður en þeir fóru í framlenginguna en þá gerðist sama. Svo misstu þeir Hester útaf í annarri framlengingunni og misstum í kjölfarið svolítið dampinn úr þessu. En hann segir þetta bara vera fyrsti leikurinn og að þeir eigi nóg inni. „Það er svolítið stórt þegar við missum okkar Kana útaf sem við stólum mikið á og er nautsterkur þarna inní. Hann er að hjálpa okkur mikið í frákastabaráttunni, vörninni og sókninni.Kannski voru menn bara ekki klárir. Ég kom þarna inn fyrir Hester og var kannski ekki alveg í takti en svona er þetta bara. Þetta var fyrsti leikurinn og við verðum klárir í næsta,“ sagði Björgvin. Hann bætir svo við í lokin að þeir ætli að taka það jákvæða úr þessum leik og mæta eldklárinn í leikinn á sunnudaginn. Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir í 1-0 í einvígi sínu á móti Tindastól í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í tvíframlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Keflavík vann leikinn á endanum 110-102 en það munaði mikið um það að Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester fékk sína fimmtu villu í byrjun annarrar framlengingarinnar. Keflvíkingar voru með frumkvæðið og forystuna stærsta hluta leiksins en heimamenn gáfust ekki um og komu alltaf til baka. Pétur Rúnar Birgisson tryggði Tindastól fyrri framlenginguna með því að setja niður annað víti sitt og jafna metin í 83-83 en Pétur klúðraði síðan seinna vítinu og fékk líka lokaskotið í leiknum. Hvorugt rataði í körfuna og því varð að framlengja. Magnús Már Traustason tryggði Keflavík seinni framlenginguna með því að setja niður tvö vítaskot og jafna í 96-96. Keflvíkingar voru síðan sterkari í lokin. Magnús Már Traustason átti frábæran leik fyrir Keflavík og skoraði alls 33 stig í kvöld. Amin Khalil Stevens skoraði 25 stig, tók 18 fráköst og gaf 7 stoðsendingar en Hörður Axel Vilhjálmsson var með 19 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Antonio Hester skoraði 30 stig og tók 12 fráköst fyrir Tindastól og Pétur Rúnar Birgisson var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik, leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhlutann, 20-15, og voru síðan sex stigum yfir í hálfleik, 42-36. Miklu munaði samt um þrist frá Pétri Rúnari Birgissyni í lok fyrri hálfleiks sem kom muninum niður í sex stig en Stólarnir skoruðu síðan 15 af fyrstu 20 stigum seinni hálfleiks og komust yfir í 51-47. Stólarnir voru þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 59-56, en Keflvíkingar voru ekki hættir. Góður upphafskafli þeirra í fjórða leikhlutanum skilaði þeim tíu stiga forystu, 71-61, þegar sjö mínútur voru eftir. Stólarnir náðu að jafna í lokin og spennandi var allsráðandi á lokasekúndunum sem og í báðum framlengingunum. Keflvíkingar voru hinsvegar öflugri og náði að landa dýrmætum útisigri.Tindastóll-Keflavík 102-110 (15-20, 21-22, 23-14, 24-27, 13-13, 6-14)Tindastóll: Antonio Hester 30/12 fráköst/3 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 26/7 fráköst/10 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 18/8 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 13/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 9, Svavar Atli Birgisson 6, Viðar Ágústsson 0/6 fráköst.Keflavík: Magnús Már Traustason 33/4 fráköst, Amin Khalil Stevens 25/18 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 19/10 fráköst/8 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 16, Reggie Dupree 11/6 fráköst, Ágúst Orrason 6.Israel Martin segir sínum mönnum til í leik fyrr í vetur.vísir/ernirMartin: Fengum tækifærið til að klára leikinn fyrir framlenginguna Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur eftir að hafa tapað tvíframlengdum leik á móti Keflavík í 8 liða úrslitum Domino‘s deild karla í kvöld. „Ég held að bæði lið hafi notað alla sína orku á vellinum. Við fengum tækifærið til að klára leikinn fyrir framlenginguna en það var ekki hægt. Eitt sniðskot getur breytt öllu,“ sagði Israel Martin í samtali við Vísi að leik loknum. Hann heldur að í þessum leikjum munu litlir hlutir og lítil atriði skipta öllu máli. Hann segir Keflvíkingana hafa spilað betur í framlengingunni. Þeir voru rólegri og voru að reyna búa til skipulagða sókn. „Það er bara það. Þeir setja niður góða þrista í framlengingunni sem skemmdi mikið fyrir okkur í kvöld. Þeir spiluðu mun skynsamlegra heldur en við í síðustu sóknunum og finna leiðir til að skora auðveldari körfur heldur en við,“ sagði Martin. Í lokinn segir hann að þeir munu verða tilbúnir fyrir næsta leik. Auðvitað hafi þeir ætlað að vinna en það var ekki hægt. Hann bætir við að nú skipti mestu máli að gera leikmennina tilbúna fyrir sunnudaginn og þá munu þeir fara til Keflavíkur og berjast fyrir sigrinum.Friðrik Ingi Rúnarsson.Vísir/ValliFriðrik Ingi: Fannst við leiða leikinn allan tímann Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var alsæll eftir að unnið Stólanna í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann segir að í framlengingunni hafi komið ákveðinn neisti þeir hafi verið með nánast allan leikinn. Friðriki fannst þeir alltaf hleypa þeim óþarflega nálægt sér sem er mjög hættulegt þegar þeir eru á mjög erfiðum útivelli. „Mér fannst við ná aftur upp ákveðnum neista og vilja í þessum framlengingum. Þá sérstaklega í síðustu framlengingunni, sem ég er mjög ánægður með. Mér fannst við svona leiða leikinn allan tíman og kannski svona hafa hann í okkar höndum,“ sagði Friðrik Ingi að leik loknum. Hann segist vera undir allt búinn og það sé ekki hægt að vita hvað gerist í svona leikjum. Þess vegna sé hann viðbúinn því að leikir geta farið í framlengingar og þegar það gerist þá taki hann því. „Nú þurfum við bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við eigum heimaleik næst og við þurfum að spila mjög vel. Við þurfum að spila í það minnsta jafn vel ef ekki betur til þess að vinna á sunnudaginn og við stefnum að því, engin spurning. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.Magnús Már: Náðum að stoppa Kanann þeirra Magnús Már Traustason, leikmaður Keflavíkur, var mjög sáttur eftir leik kvöldsins í 8 liða úrslitum Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Það er ekkert létt að koma hingað og sigra sérstaklega eftir tvær framlengingar, þvílíkt gaman. Við fórum að stíga út og spila aðeins betri vörn í framlengingunni. Svo náðum að stoppa kanann þeirra,“ sagði Magnús í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi vantað mikið að stíga út í fyrri hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks en svo hafi þetta komið. Hann telur að vörnin hafi unnið þetta í lokin. Þeir settu svo stór skot hafi klárað þetta. „Mér lýst mjög vel á framhaldið, við fáum þá núna í Keflavík á sunnudaginn og ef við vinnum þann leik þá erum við bara í góðri stöðu,“ bætti Magnús við í lokin.Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls.vísir/ernirPétur: Höfðum ekki mannskapinn í að klára þetta Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var mjög svekktur eftir að hafa tapað á móti Keflavík á heimavelli í 8 liða úrslitum Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Ég er fyrst og fremst þreyttur, svekkjandi að hafa tapað svona eftir tvíframlengdan leik. Ég er bara svekktur,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að í seinni framlengingunni þegar Hester hafi farið útaf með 5 villur hafi þeir ekki haft mannskapinn í að klára þetta. En þeir eru núna 1-0 undir, liðin þurfa að vinna 3 leiki svo hann er bara spenntur. Pétur bætir svo við að það sé gaman að þetta skuli vera byrjað.Björgvin: Skrítinn leikur Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmaður Tindastóls, var mjög ósáttur eftir að hafa tapað í 8 liða úrslitum Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Þetta er drullu svekkjandi eftir tvöfalda framlengingu. En við vorum þarna undir í hálfleik og komum gíraðir inn í 3. leikhlutann og náðum þessu strax upp með mikilli stemmningu, góðri vörn og pressu,“ sagði Björgvin að leik loknum. Hann segir að þetta hafi alltaf verið að detta niður. Þeir hafi náð þeim og þetta hafi dottið aftur niður. Þannig hafi þetta haldið áfram og hann lýsir þessu sem skrýtnum leik. Þeir náðu þeim svo aftur áður en þeir fóru í framlenginguna en þá gerðist sama. Svo misstu þeir Hester útaf í annarri framlengingunni og misstum í kjölfarið svolítið dampinn úr þessu. En hann segir þetta bara vera fyrsti leikurinn og að þeir eigi nóg inni. „Það er svolítið stórt þegar við missum okkar Kana útaf sem við stólum mikið á og er nautsterkur þarna inní. Hann er að hjálpa okkur mikið í frákastabaráttunni, vörninni og sókninni.Kannski voru menn bara ekki klárir. Ég kom þarna inn fyrir Hester og var kannski ekki alveg í takti en svona er þetta bara. Þetta var fyrsti leikurinn og við verðum klárir í næsta,“ sagði Björgvin. Hann bætir svo við í lokin að þeir ætli að taka það jákvæða úr þessum leik og mæta eldklárinn í leikinn á sunnudaginn.
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira