Tímamótatáningur fyrir franska landsliðið í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 18:00 Kylian Mbappe hefur verið líkt við Thierry Henry. Vísir/Getty Kylian Mbappe, táningurinn í framlínu Mónakó-liðsins, er búinn að vinna sér sæti í franska landsliðinu og það þýðir um leið skemmtileg tímamót fyrir franskan fótbolta. Kylian Mbappe er í 24 manna leikmannahópi Frakka fyrir leik á móti Lúxemborg í undankeppni HM og vináttuleik við Spán nokkrum dögum síðar. Kylian Mbappe hefur skorað 10 mörk í frönsku deildinni og skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Mbappe er fæddur 20. desember 1998 og verður því ekki nítján ára fyrr í lok ársins. Didier Deschamps er þjálfari franska landsliðsins í dag en hann var fyrirliði liðsins þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið sumarið 1998. Tímamótin eru tengd þessum titli fyrir að verða nítján árum síðan. Kylian Mbappe er nefnilega fyrsti landsliðsmaður Frakka sem fæddist eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1998. Kylian Mbappe hefur þegar verið líkt við Thierry Henry og þar er ekki leiðum að líkjast. Mónakó-liðið hefur slegið í gegn í vetur með blússandi sóknarleik þar sem Kylian Mbappe hefur verið í sviðsljósinu. Hann er þó ekki sá eini í liðinu sem eru í hópnum því þar eru einnig liðsfélagar hans Thomas Lemar, Benjamin Mendy og Djibril Sidibe. Meðal þeirra sem eru út í kuldanum hjá eru þeir Karim Benzema hjá Real Madrid og Alexandre Lacazette hjá Lyon.Landsliðshópur Frakka:Markverðir: Alphonse Areola (Paris Saint-Germain), Benoit Costil (Rennes) og Hugo Lloris (Tottenham Hotspur).Varnarmenn: Presnel Kimpembe (Paris Saint-Germain), Laurent Koscielny (Arsenal), Layvin Kurzawa (Paris Saint-Germain), Benjamin Mendy (Mónakó), Adil Rami (Sevilla), Bacary Sagna (Manchester City), Djibril Sidibe (Mónakó) og Samuel Umtiti (Barcelona).Miðjumenn: N'Golo Kante (Chelsea), Thomas Lemar (Mónakó), Blaise Matuidi (Paris Saint-Germain), Paul Pogba (Manchester United), Adrien Rabiot (Paris Saint-Germain), og Corentin Tolisso (Lyon).Sóknarmenn: Ousmane Dembele (Borussia Dortmund), Kevin Gameiro (Sevilla FC), Olivier Giroud (Arsenal), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Kylian Mbappe (Mónakó), Dimitri Payet (Marseille) og Florian Thauvin (Marseille).Kylian Mbappé's 2016/17 season:First senior hat-trick First Champions League goal First senior France call-up Unreal talent. pic.twitter.com/xj2Ap6pBtt— Squawka Football (@Squawka) March 16, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Kylian Mbappe, táningurinn í framlínu Mónakó-liðsins, er búinn að vinna sér sæti í franska landsliðinu og það þýðir um leið skemmtileg tímamót fyrir franskan fótbolta. Kylian Mbappe er í 24 manna leikmannahópi Frakka fyrir leik á móti Lúxemborg í undankeppni HM og vináttuleik við Spán nokkrum dögum síðar. Kylian Mbappe hefur skorað 10 mörk í frönsku deildinni og skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Mbappe er fæddur 20. desember 1998 og verður því ekki nítján ára fyrr í lok ársins. Didier Deschamps er þjálfari franska landsliðsins í dag en hann var fyrirliði liðsins þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið sumarið 1998. Tímamótin eru tengd þessum titli fyrir að verða nítján árum síðan. Kylian Mbappe er nefnilega fyrsti landsliðsmaður Frakka sem fæddist eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1998. Kylian Mbappe hefur þegar verið líkt við Thierry Henry og þar er ekki leiðum að líkjast. Mónakó-liðið hefur slegið í gegn í vetur með blússandi sóknarleik þar sem Kylian Mbappe hefur verið í sviðsljósinu. Hann er þó ekki sá eini í liðinu sem eru í hópnum því þar eru einnig liðsfélagar hans Thomas Lemar, Benjamin Mendy og Djibril Sidibe. Meðal þeirra sem eru út í kuldanum hjá eru þeir Karim Benzema hjá Real Madrid og Alexandre Lacazette hjá Lyon.Landsliðshópur Frakka:Markverðir: Alphonse Areola (Paris Saint-Germain), Benoit Costil (Rennes) og Hugo Lloris (Tottenham Hotspur).Varnarmenn: Presnel Kimpembe (Paris Saint-Germain), Laurent Koscielny (Arsenal), Layvin Kurzawa (Paris Saint-Germain), Benjamin Mendy (Mónakó), Adil Rami (Sevilla), Bacary Sagna (Manchester City), Djibril Sidibe (Mónakó) og Samuel Umtiti (Barcelona).Miðjumenn: N'Golo Kante (Chelsea), Thomas Lemar (Mónakó), Blaise Matuidi (Paris Saint-Germain), Paul Pogba (Manchester United), Adrien Rabiot (Paris Saint-Germain), og Corentin Tolisso (Lyon).Sóknarmenn: Ousmane Dembele (Borussia Dortmund), Kevin Gameiro (Sevilla FC), Olivier Giroud (Arsenal), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Kylian Mbappe (Mónakó), Dimitri Payet (Marseille) og Florian Thauvin (Marseille).Kylian Mbappé's 2016/17 season:First senior hat-trick First Champions League goal First senior France call-up Unreal talent. pic.twitter.com/xj2Ap6pBtt— Squawka Football (@Squawka) March 16, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira