McLaren hefur verið að leita á náðir Mercedes undanfarna daga með von um að reyna að komast yfir vélar frá Mercedes.
Eftir erfiðar æfingar þar sem bilarnir Honda vélarinnar voru tíðar og McLaren bíllinn komst fáa hringi; hefur McLaren farið að skoða möguleika sína.
Mögulega er McLaren að horfa til Mercedes vélanna sem ætlaðar voru Manor bílunum, sem munu svo ekki taka þátt á tímabilinu.
McLaren gaf það út þegar samstarfið við Honda hófst aftur, að það væri ekki hægt að vinna ef þú ert að versla vélar af þriðja aðila.
Keppnisstjóri McLaren, Eric Boullier sagði fyrr í vikunni að hann væri viss um að liðið væri í toppbaráttunni ef það væri með Mercedes vél.
„Já við værum farin að vinna aftur,“ sagði Boullier við spænska blaðið AS.
Það er ljóst að margt þarf að breytast ef McLaren ætlar að setja Mercedes vél um borð í bílana sína. Bíllinn er smíðaður til að passa vélinni. Auk þess eru samningar McLaren og Honda til langs tíma og það væri því erfiður skilnaður ef til þess kemur.
