Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 75-81 | Stjarnan með pálmann í höndunum Anton Ingi Leifsson í Hertz-hellinum skrifar 18. mars 2017 18:45 Quincy Hankins-Cole og Hlynur Bæringsson háðu skemmtilega rimmu í fyrsta leiknum í Ásgarði. vísir/hanna Stjarnan er komið í kjörstöðu að komast í undanúrslit Dominos-deildar karla, en þeir unnu annan leikinn gegn ÍR í Hertz-hellinum í dag, 75-81. Stjarnan hefur því unnið báða leikina til þessa. Leikurinn var gífurlega fjörugur, en einnig var hann jafn og spennandi. Það var jafnt á öllum tölum í hálfleik, 40-40, en í síðari hálfleik reyndust gestirnir úr Garðabænum sterkari. Lokatölur 75-81 og Stjarnan getur því skotið sér í undanúrslit með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudag. ÍR byrjaði af gífurlegum krafti og virtust menn svo sannarlega tilbúnir í leikinn, öfugt við síðasta leik. ÍR komst í 9-0, en það tók Stjörnuna rúmar fjórar mínútur að finna sína fyrstu körfu. ÍR leiddi svo nánast út leikhlutann, en Stjarnan jafnaði þó áður en hann var úti og staðan jöfn, 21-21, eftir fyrsta leikhluta. Stjarnan hélt baráttuandanum frá því í fyrsta leikhlutanum inn í þann næsta og náði hægt og rólega að finna góðan takt sem skilaði þeim mest átta stigum yfir. Breiðhyltingar gefast þó aldrei upp og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan jöfn 40-40. Síðari hálfleikurinn var rosalegur. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum, en alltaf þegar ÍR nálgaðist gestina þá stigu þeir á bensíngjöfina og spyrntu þeim aftur frá sér. Munurinn var þó ekki meiri en átta stig, 61-53, þegar þriðja leikhlutanum var lokið og allt opið fyrir þann síðast. Í síðasta leikhlutanum var spennan óbærileg. Stjarnan var einu stigi yfir þegar tæpar tvær mínútur oru eftir af leiknum, en eftir mkið japl, jaml og fuður þá sigu þeir fram úr undir lokin. Quincy Hankins-Cole fékk sína fimmtu villu og að lokum vann Stjarnan sex stiga sigur, 81-75, en sigurinn afar mikilvægur. Stjarnan þarf því einn sigur i viðbót til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar, en nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld þar sem meðal annars verður rætt við þjálfara beggja liða.Afhverju vann Stjarnan? Reynslumikið lið eins og Stjarnan er með ákveðið forskot í eins spennumiklum leikjum eins og þessum, en menn eins og Justin Shouse, Hlynur Bæringsson og Marvin Valdimarsson stigu gífurlega mikið upp þegar mest á reyndi undir lokin og náðu að ýta þessum sigri yfir þröskuldinn. Gífurlega mikilvægur sigur fyrir þá. Stjarnan var einnig klárt í baráttuna, en leikurinn í dag var mjög harður eins og úrslitakeppnin á að vera. ÍR var nálægt því, en hittni Stjörnunnar í þriggja stiga skotum þegar mikið var undir vó þungt. Marvin og Shouse settu meðal annars niður mikilvæga þrista og sigurinn Stjörnumanna.Bestu menn vallarins Það er erfitt að tala um þetta án þess að byrja á hinum ótrúlega Justin Shouse. Hann byrjaði á bekknum, en spilaði að endingu 23 mínútur. Hann skoraði sautján stig og nokkrar þriggja stiga körfurnar voru frábærar, en hann hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Hlynur Bæringsson var einnig ansi, ansi öflugur, en hann tók þrettán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Einnig er ekki hægt að líta framhjá mönnum eins og Ágústi Angantýssyni og Marvini Valdimarssyni sem báðir áttu gjörsamlega frábæran leik. Hjá ÍR var Matthías Orri stigahæstur með 24 stig, en hann hitti úr helmingi skota sínum úr teignum samanborið við ekkert í leiknum á undan. Næstur stigalega séð hjá ÍR var Danero Thomas, en hann byrjaði leikinn mjög vel. Svo dró aðeins af honum.Áhugaverð tölfræði Ef við berum tölfræði liðana saman er nánast lygilegt hvað það er nánast jafnt á öllum tölum. ÍR-liðinu gekk ansi illa þær tíu mínútur sem Hákon Örn Hjálmarsson var inn á, en hann endaði með -21. Sömu sögu má segja af Stjörnunni og Tómasi Þórði Hilmarssyni.Hvað gekk illa? ÍR gekk illa að halda forystunni sem þeir náðu í byrjun. Byrjun þeirra var ótrúleg, en þeim gekk illa að halda forystunni. Einnig tókst ÍR-liðinu ekki að ganga enn meira á lagið þegar stemningin var með þeim í síðari hálfleik og menn fóru of mikið í sín einstaklingshlutverk og ætluðu að gera þetta sjálfir. Það hefur mögulega komið þeim um koll þegar yfir lauk. Þeir náðu ekki að spila hraðan og góðan sóknarbolta heldur varð hann hægur þegar menn reyna að hlaupa sjálfir á körfuna trekk í trekk og láta boltann ekki ganga.ÍR-Stjarnan 75-81 (21-21, 19-19, 13-21, 22-20)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 24, Danero Thomas 18/10 fráköst, Quincy Hankins-Cole 11/10 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6, Sveinbjörn Claessen 6/4 fráköst, Kristinn Marinósson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 3, Trausti Eiríksson 2/7 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 19/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 16/4 fráköst, Anthony Odunsi 14, Tómas Heiðar Tómasson 12, Hlynur Elías Bæringsson 10/13 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 5, Ágúst Angantýsson 4/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 1, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0/4 fráköst.Hlynur: Þetta var ekki fallegt „Þetta var frábært og það var mjög gaman að ná að vinna þetta,” sagði Hlynur Bæringsson, einn lykilmaður Stjörnunnar, í leikslok, en Hlynur átti góðan leik í dag. „Þetta var erfiður leikur og þetta var mikil barátta. Þetta var ekki fallegt, en þetta var bara algjör djöfulgangur.” ÍR hafði verið á mjög góðu skriði á sínum ógnasterka heimavelli áður en að þessum leik kom og var því mikið styrkleikamerki að koma í hellirinn og vinna eins og Stjarnan gerði í dag. „Það er mjög sterkt að koma hérna og vinna miðað við þessa byrjun hjá okkur, en þá hefði þetta getað farið illa. Ég hafði alltaf trú á því að við myndum vinna eftir að við náðum því til baka.” „Ég var mjög hræddur í byrjun í stöðunni 14-0, en eftir að við náðum því til baka þá vissi ég að við myndum vinna. Þetta er risastór sigur.” Stjarnan af og til herti varnarleikinn til muna og Hlynur var sammála undirrituðum að það hafi skilað þessu í lokin; þessar góðu varnir undir lok leiksins. „Við náðum frábæru stoppum hérna í restina, en vorum að vissu leyti óheppnir að setja þá stundum á vítalínuna. Við náðum heilt yfir að spila góða vörn og í lokin settum við niður stór skot, til að mynda Shouse. Það kláraði þetta,” en er ekki fínt að klára þetta bara á miðvikudag og fá smá frí fyrir undanúrslitin? „Ekki bara þess vegna, heldur viljum við alltaf bara vinna. Við verðum að vera klárir því það er djöfulgangur í þeim, en ef við erum ekki klárir þá töpum við,” sagði Hlynur í samtali við Vísi í leikslok.Borce: Ekki ánægður með hvernig dómararnir eru að flauta þessa leiki „Við erum ósáttir því eftir marga sigurleiki hér þá töpuðum við líklega mikilvægasta leiknum á tímabilinu,” sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi eftir þennan spennuþrungna leik í dag. „Þannig er þetta bara, en ég er ekki ánægður með hvernig dómararnir eru að flauta báða leiki þessara liða,” sagði Borce sem virtist ósáttur með dómarana. Hann hélt áfram: „Eftir ég fór yfir fyrri leikinn þá sá ég mörg mistök á okkar kostnað, en við munum reyna okkar besta. Möguleiki okkar er minni, en við munum reyna okkar allra besta.” ÍR fór á tímapunkti of mikið að hlaupa sjálfir með boltann í staðinn fyrir að láta boltann rúlla milli sín og gera þetta saman sem lið. Borce segir að þetta hafi ekki verið leikplanið og var ósáttur með þetta. „Ég er ekki ánægður því sumir leikmanna minna eru að gera þetta of mikið einir. Gæti það verið útaf þeir eru með litla reynslu í úrslitakeppni? Á þessum tímapunkti verðum við að spila sem lið og berjast sem lið.” „Við reyndum of mikið einir og þetta var of mikið einstaklingsmiðað en ekki liðsvinna. Þannig reyndum við að komast inn í leikinn, en það var ekki að hjálpa okkur. Einnig voru vítaskotin þeirra ein risastór ástæða þess að við töpuðum þessum leik.” Breiðhyltingar þurfa nú að fara á miðvikudaginn í Ásgarð og vinna til þess að koma seríunni aftur í Breiðholtið, en Borce segir að þeir muni gera sitt allra besta til þess. „Við munum reyna okkar besta. Við reynum að fara þangað og vinna og koma þessari seríu aftur hingað, en það væri frábært,” sagði Borce ósáttur í leikslok.Hrafn: Iðum ekkert í skinninu að koma hingað aftur „Þetta var bara ofboðslega gefandi leikur,” sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum það og töluðum um það að ef við myndum klára þetta verkefni hér inn í þessum látum þá væri það gott próf fyrir framhaldið ef við myndum komast áfram.” „Við stóðumst þetta úrslitakeppnispróf og ég er ánægður með það. Það er frábært að hafa svona breiðan hóp, en við unnum síðasta leik og það voru ennþá menn sem mér fannst eiga inni.” Margir leikmenn lögðu hönd á plóg í sigri Stjörnunnar og menn eins og til að mynda Marvin Valdimarsson og Ágúst Angantýsson áttu skínandi innkomu af bekknum. „Mér fannst við fá töluvert af því inn í dag og í næsta leik þá koma kannski einhverjir aðrir inn. Það er kosturinn að hafa svona stóran og góðan hóp sem hefur æft mikið saman. Það er nákvæmlega vitað hvað er ætlast til af þeim.” Stjarnan byrjaði leikinn skelfilega og lentu 14-0 undir. Hrafn segir að það sé verðmætt, nú eftir sigurinn, að liðið læri af þessari byrjun og það muni hjálpa liðinu í framtíðinni. „Eiginlega og úr því að við unnum leikinn þá er ég líka ánægður með byrjunina. Að lenda 14-0 undir sem sést varla á þessu stigi og að koma til baka og klára það. Ég held að það sé verðmætt og ég held að við munum búa að því.” Stjarnan getur skotið sér í undanúrslit með sigri á miðvikudag og Hrafn vill forðast hellinn meira á þessu tímabili. „Eins gaman og það er að spila fyrir framan þessar áhorfendur þá iðum við ekkert í skinninu að koma hingað aftur fyrr en á næsta tímabili,” sagði Hrafn kíminn í leikslok. Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Stjarnan er komið í kjörstöðu að komast í undanúrslit Dominos-deildar karla, en þeir unnu annan leikinn gegn ÍR í Hertz-hellinum í dag, 75-81. Stjarnan hefur því unnið báða leikina til þessa. Leikurinn var gífurlega fjörugur, en einnig var hann jafn og spennandi. Það var jafnt á öllum tölum í hálfleik, 40-40, en í síðari hálfleik reyndust gestirnir úr Garðabænum sterkari. Lokatölur 75-81 og Stjarnan getur því skotið sér í undanúrslit með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudag. ÍR byrjaði af gífurlegum krafti og virtust menn svo sannarlega tilbúnir í leikinn, öfugt við síðasta leik. ÍR komst í 9-0, en það tók Stjörnuna rúmar fjórar mínútur að finna sína fyrstu körfu. ÍR leiddi svo nánast út leikhlutann, en Stjarnan jafnaði þó áður en hann var úti og staðan jöfn, 21-21, eftir fyrsta leikhluta. Stjarnan hélt baráttuandanum frá því í fyrsta leikhlutanum inn í þann næsta og náði hægt og rólega að finna góðan takt sem skilaði þeim mest átta stigum yfir. Breiðhyltingar gefast þó aldrei upp og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan jöfn 40-40. Síðari hálfleikurinn var rosalegur. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum, en alltaf þegar ÍR nálgaðist gestina þá stigu þeir á bensíngjöfina og spyrntu þeim aftur frá sér. Munurinn var þó ekki meiri en átta stig, 61-53, þegar þriðja leikhlutanum var lokið og allt opið fyrir þann síðast. Í síðasta leikhlutanum var spennan óbærileg. Stjarnan var einu stigi yfir þegar tæpar tvær mínútur oru eftir af leiknum, en eftir mkið japl, jaml og fuður þá sigu þeir fram úr undir lokin. Quincy Hankins-Cole fékk sína fimmtu villu og að lokum vann Stjarnan sex stiga sigur, 81-75, en sigurinn afar mikilvægur. Stjarnan þarf því einn sigur i viðbót til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar, en nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld þar sem meðal annars verður rætt við þjálfara beggja liða.Afhverju vann Stjarnan? Reynslumikið lið eins og Stjarnan er með ákveðið forskot í eins spennumiklum leikjum eins og þessum, en menn eins og Justin Shouse, Hlynur Bæringsson og Marvin Valdimarsson stigu gífurlega mikið upp þegar mest á reyndi undir lokin og náðu að ýta þessum sigri yfir þröskuldinn. Gífurlega mikilvægur sigur fyrir þá. Stjarnan var einnig klárt í baráttuna, en leikurinn í dag var mjög harður eins og úrslitakeppnin á að vera. ÍR var nálægt því, en hittni Stjörnunnar í þriggja stiga skotum þegar mikið var undir vó þungt. Marvin og Shouse settu meðal annars niður mikilvæga þrista og sigurinn Stjörnumanna.Bestu menn vallarins Það er erfitt að tala um þetta án þess að byrja á hinum ótrúlega Justin Shouse. Hann byrjaði á bekknum, en spilaði að endingu 23 mínútur. Hann skoraði sautján stig og nokkrar þriggja stiga körfurnar voru frábærar, en hann hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Hlynur Bæringsson var einnig ansi, ansi öflugur, en hann tók þrettán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Einnig er ekki hægt að líta framhjá mönnum eins og Ágústi Angantýssyni og Marvini Valdimarssyni sem báðir áttu gjörsamlega frábæran leik. Hjá ÍR var Matthías Orri stigahæstur með 24 stig, en hann hitti úr helmingi skota sínum úr teignum samanborið við ekkert í leiknum á undan. Næstur stigalega séð hjá ÍR var Danero Thomas, en hann byrjaði leikinn mjög vel. Svo dró aðeins af honum.Áhugaverð tölfræði Ef við berum tölfræði liðana saman er nánast lygilegt hvað það er nánast jafnt á öllum tölum. ÍR-liðinu gekk ansi illa þær tíu mínútur sem Hákon Örn Hjálmarsson var inn á, en hann endaði með -21. Sömu sögu má segja af Stjörnunni og Tómasi Þórði Hilmarssyni.Hvað gekk illa? ÍR gekk illa að halda forystunni sem þeir náðu í byrjun. Byrjun þeirra var ótrúleg, en þeim gekk illa að halda forystunni. Einnig tókst ÍR-liðinu ekki að ganga enn meira á lagið þegar stemningin var með þeim í síðari hálfleik og menn fóru of mikið í sín einstaklingshlutverk og ætluðu að gera þetta sjálfir. Það hefur mögulega komið þeim um koll þegar yfir lauk. Þeir náðu ekki að spila hraðan og góðan sóknarbolta heldur varð hann hægur þegar menn reyna að hlaupa sjálfir á körfuna trekk í trekk og láta boltann ekki ganga.ÍR-Stjarnan 75-81 (21-21, 19-19, 13-21, 22-20)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 24, Danero Thomas 18/10 fráköst, Quincy Hankins-Cole 11/10 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6, Sveinbjörn Claessen 6/4 fráköst, Kristinn Marinósson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 3, Trausti Eiríksson 2/7 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 19/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 16/4 fráköst, Anthony Odunsi 14, Tómas Heiðar Tómasson 12, Hlynur Elías Bæringsson 10/13 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 5, Ágúst Angantýsson 4/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 1, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0/4 fráköst.Hlynur: Þetta var ekki fallegt „Þetta var frábært og það var mjög gaman að ná að vinna þetta,” sagði Hlynur Bæringsson, einn lykilmaður Stjörnunnar, í leikslok, en Hlynur átti góðan leik í dag. „Þetta var erfiður leikur og þetta var mikil barátta. Þetta var ekki fallegt, en þetta var bara algjör djöfulgangur.” ÍR hafði verið á mjög góðu skriði á sínum ógnasterka heimavelli áður en að þessum leik kom og var því mikið styrkleikamerki að koma í hellirinn og vinna eins og Stjarnan gerði í dag. „Það er mjög sterkt að koma hérna og vinna miðað við þessa byrjun hjá okkur, en þá hefði þetta getað farið illa. Ég hafði alltaf trú á því að við myndum vinna eftir að við náðum því til baka.” „Ég var mjög hræddur í byrjun í stöðunni 14-0, en eftir að við náðum því til baka þá vissi ég að við myndum vinna. Þetta er risastór sigur.” Stjarnan af og til herti varnarleikinn til muna og Hlynur var sammála undirrituðum að það hafi skilað þessu í lokin; þessar góðu varnir undir lok leiksins. „Við náðum frábæru stoppum hérna í restina, en vorum að vissu leyti óheppnir að setja þá stundum á vítalínuna. Við náðum heilt yfir að spila góða vörn og í lokin settum við niður stór skot, til að mynda Shouse. Það kláraði þetta,” en er ekki fínt að klára þetta bara á miðvikudag og fá smá frí fyrir undanúrslitin? „Ekki bara þess vegna, heldur viljum við alltaf bara vinna. Við verðum að vera klárir því það er djöfulgangur í þeim, en ef við erum ekki klárir þá töpum við,” sagði Hlynur í samtali við Vísi í leikslok.Borce: Ekki ánægður með hvernig dómararnir eru að flauta þessa leiki „Við erum ósáttir því eftir marga sigurleiki hér þá töpuðum við líklega mikilvægasta leiknum á tímabilinu,” sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi eftir þennan spennuþrungna leik í dag. „Þannig er þetta bara, en ég er ekki ánægður með hvernig dómararnir eru að flauta báða leiki þessara liða,” sagði Borce sem virtist ósáttur með dómarana. Hann hélt áfram: „Eftir ég fór yfir fyrri leikinn þá sá ég mörg mistök á okkar kostnað, en við munum reyna okkar besta. Möguleiki okkar er minni, en við munum reyna okkar allra besta.” ÍR fór á tímapunkti of mikið að hlaupa sjálfir með boltann í staðinn fyrir að láta boltann rúlla milli sín og gera þetta saman sem lið. Borce segir að þetta hafi ekki verið leikplanið og var ósáttur með þetta. „Ég er ekki ánægður því sumir leikmanna minna eru að gera þetta of mikið einir. Gæti það verið útaf þeir eru með litla reynslu í úrslitakeppni? Á þessum tímapunkti verðum við að spila sem lið og berjast sem lið.” „Við reyndum of mikið einir og þetta var of mikið einstaklingsmiðað en ekki liðsvinna. Þannig reyndum við að komast inn í leikinn, en það var ekki að hjálpa okkur. Einnig voru vítaskotin þeirra ein risastór ástæða þess að við töpuðum þessum leik.” Breiðhyltingar þurfa nú að fara á miðvikudaginn í Ásgarð og vinna til þess að koma seríunni aftur í Breiðholtið, en Borce segir að þeir muni gera sitt allra besta til þess. „Við munum reyna okkar besta. Við reynum að fara þangað og vinna og koma þessari seríu aftur hingað, en það væri frábært,” sagði Borce ósáttur í leikslok.Hrafn: Iðum ekkert í skinninu að koma hingað aftur „Þetta var bara ofboðslega gefandi leikur,” sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum það og töluðum um það að ef við myndum klára þetta verkefni hér inn í þessum látum þá væri það gott próf fyrir framhaldið ef við myndum komast áfram.” „Við stóðumst þetta úrslitakeppnispróf og ég er ánægður með það. Það er frábært að hafa svona breiðan hóp, en við unnum síðasta leik og það voru ennþá menn sem mér fannst eiga inni.” Margir leikmenn lögðu hönd á plóg í sigri Stjörnunnar og menn eins og til að mynda Marvin Valdimarsson og Ágúst Angantýsson áttu skínandi innkomu af bekknum. „Mér fannst við fá töluvert af því inn í dag og í næsta leik þá koma kannski einhverjir aðrir inn. Það er kosturinn að hafa svona stóran og góðan hóp sem hefur æft mikið saman. Það er nákvæmlega vitað hvað er ætlast til af þeim.” Stjarnan byrjaði leikinn skelfilega og lentu 14-0 undir. Hrafn segir að það sé verðmætt, nú eftir sigurinn, að liðið læri af þessari byrjun og það muni hjálpa liðinu í framtíðinni. „Eiginlega og úr því að við unnum leikinn þá er ég líka ánægður með byrjunina. Að lenda 14-0 undir sem sést varla á þessu stigi og að koma til baka og klára það. Ég held að það sé verðmætt og ég held að við munum búa að því.” Stjarnan getur skotið sér í undanúrslit með sigri á miðvikudag og Hrafn vill forðast hellinn meira á þessu tímabili. „Eins gaman og það er að spila fyrir framan þessar áhorfendur þá iðum við ekkert í skinninu að koma hingað aftur fyrr en á næsta tímabili,” sagði Hrafn kíminn í leikslok.
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira