Trump efast um tilvist heimildarmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur sig geta miðlað upplýsingum betur en hann hefur gert. vísir/afp „Ég held að stundum hafi þeir enga heimildarmenn. Ég held að mikill fjöldi heimildarmanna sé tilbúningur. Ég held að heimildarmennirnir séu skáldaðir. Þeir séu úr lausu lofti gripnir,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjónvarpsþættinum Fox and Friends sem sýndur var á fréttastöðinni Fox News í gær. Trump hefur kljáðst við fjölmiðla undanfarin misseri, bæði á meðan á forsetaframboði hans stóð og nú eftir að hann tók við embætti forseta í janúar. Hefur hann meðal annars kallað fréttir CNN lygafréttir (e. fake news) áður en hann skipti um skoðun og kallaði þær þess í stað miklar lygafréttir (e. very fake news). Einnig hefur aðalráðgjafi hans, Steve Bannon, kallað fjölmiðla stjórnarandstöðuna þar í landi. Snemma í febrúarmánuði birti The Washington Post frétt um að Mike Flynn, þáverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefði átt samskipti við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Var sú frétt byggð á upplýsingum nafnlausra heimildarmanna í bandarískum öryggisstofnunum. Fjölmargir aðrir lekar úr bandaríska stjórnkerfinu hafa borist fjölmiðlum. Hefur Trump sjálfur sagt að upplýsingarnar séu raunverulegar en fréttirnar falskar. Í síðustu viku var greint frá því að upplýsingafulltrúi Trumps, Sean Spicer, hefði fundað með tugum starfsmanna og skoðað síma þeirra og tölvur í því skyni að koma í veg fyrir meiri leka. Í viðtalinu við Fox and Friends sagðist Trump ósammála aðferð Spicers. „Sean Spicer er góð manneskja. Hann er góður maður. Ég hefði samt gert þetta á annan hátt. Ég hefði gert þetta maður á mann,“ sagði Trump og bætti við: „Sean vinnur á sinn hátt og það er í lagi mín vegna.“ Þá sagðist forsetinn vera kominn með ágæta mynd af því hverjir hefðu verið að leka upplýsingum í fjölmiðla. „Við höfum fólk úr öðrum framboðum. Við höfum fólk fyrri ríkisstjórna.“ Aðspurður um árangur ríkisstjórnarinnar enn sem komið er sagðist Trump ánægður. Þó hefði getað tekist betur að miðla upplýsingum til almennings. „Og það er kannski mér sjálfum að kenna,“ sagði Trump. Hann gaf sér einkunnina C fyrir samskipti, A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. Vísaði hann sérstaklega til innflytjendamála. „Við erum að ná þeim slæmu út. Slæma fólkinu, fólki í glæpagengjum, eiturlyfjabarónum og í sumum tilfellum morðingjum,“ sagði Trump. „Ég er miklu harðari á því að ná slæmu gaurunum út,“ sagði Trump og bar sig saman við fyrirrennara sinn, Barack Obama. „Hann einbeitti sér mun minna að því.“ Trump hélt ræðu frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Fréttablaðið var farið í prentun þegar sú ræða hófst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
„Ég held að stundum hafi þeir enga heimildarmenn. Ég held að mikill fjöldi heimildarmanna sé tilbúningur. Ég held að heimildarmennirnir séu skáldaðir. Þeir séu úr lausu lofti gripnir,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í sjónvarpsþættinum Fox and Friends sem sýndur var á fréttastöðinni Fox News í gær. Trump hefur kljáðst við fjölmiðla undanfarin misseri, bæði á meðan á forsetaframboði hans stóð og nú eftir að hann tók við embætti forseta í janúar. Hefur hann meðal annars kallað fréttir CNN lygafréttir (e. fake news) áður en hann skipti um skoðun og kallaði þær þess í stað miklar lygafréttir (e. very fake news). Einnig hefur aðalráðgjafi hans, Steve Bannon, kallað fjölmiðla stjórnarandstöðuna þar í landi. Snemma í febrúarmánuði birti The Washington Post frétt um að Mike Flynn, þáverandi öryggisráðgjafi Trumps, hefði átt samskipti við rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Var sú frétt byggð á upplýsingum nafnlausra heimildarmanna í bandarískum öryggisstofnunum. Fjölmargir aðrir lekar úr bandaríska stjórnkerfinu hafa borist fjölmiðlum. Hefur Trump sjálfur sagt að upplýsingarnar séu raunverulegar en fréttirnar falskar. Í síðustu viku var greint frá því að upplýsingafulltrúi Trumps, Sean Spicer, hefði fundað með tugum starfsmanna og skoðað síma þeirra og tölvur í því skyni að koma í veg fyrir meiri leka. Í viðtalinu við Fox and Friends sagðist Trump ósammála aðferð Spicers. „Sean Spicer er góð manneskja. Hann er góður maður. Ég hefði samt gert þetta á annan hátt. Ég hefði gert þetta maður á mann,“ sagði Trump og bætti við: „Sean vinnur á sinn hátt og það er í lagi mín vegna.“ Þá sagðist forsetinn vera kominn með ágæta mynd af því hverjir hefðu verið að leka upplýsingum í fjölmiðla. „Við höfum fólk úr öðrum framboðum. Við höfum fólk fyrri ríkisstjórna.“ Aðspurður um árangur ríkisstjórnarinnar enn sem komið er sagðist Trump ánægður. Þó hefði getað tekist betur að miðla upplýsingum til almennings. „Og það er kannski mér sjálfum að kenna,“ sagði Trump. Hann gaf sér einkunnina C fyrir samskipti, A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. Vísaði hann sérstaklega til innflytjendamála. „Við erum að ná þeim slæmu út. Slæma fólkinu, fólki í glæpagengjum, eiturlyfjabarónum og í sumum tilfellum morðingjum,“ sagði Trump. „Ég er miklu harðari á því að ná slæmu gaurunum út,“ sagði Trump og bar sig saman við fyrirrennara sinn, Barack Obama. „Hann einbeitti sér mun minna að því.“ Trump hélt ræðu frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Fréttablaðið var farið í prentun þegar sú ræða hófst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira