Sænskur sjónvarpskokkur mun elda grænmeti ofan í Íslendinga Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2017 09:45 Jonas Lundgren hefur meðal annars sérhæft sig í grænmetisréttum. Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren verður gestakokkur á Kitchen & Wine á 101 Hótel á meðan á Food and Fun stendur. Matseðillinn sem hann býður upp á samanstendur af grænmetisréttum. Jonas kemur til landsins í dag. Spurður út í matseðilinn sem hann setti saman fyrir Kitchen & Wine segir Jonas að um heilsumatseðil sé að ræða. „Þetta verða allt grænmetisréttir. Við notum smá egg og ost, en fyrir utan það er þetta eintómt grænmeti,“ sagði Jonas sem var í óðaönn að baka glútein- og laktósafrítt brauð fyrir Food and Fun þegar blaðamaður bjallaði á hann í gær. Jonas er eini þátttakandinn í Food and Fun þetta árið sem býður upp á grænmetismatseðil. Spurður hvers vegna hann ákvað að elda grænmeti kveðst hann vera með góðan bakgrunn í grænmetiseldamennsku. „Þetta er eitt af því sem ég hef sérhæft mig í. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef keppt í fitness,“ útskýrir Jonas sem er nýbúinn að gefa út tvær matreiðslubækur þar sem grænmeti spilar stórt hlutverk. „Önnur er fyrir paleo-mataræði og hin er bók fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfingu og vilja elda og borða í takt við það.“ Fólk hefur mikinn áhuga á grænmetisréttum og margt fólk er farið að neyta fjölbreytts grænmetis í auknum mæli að sögn Jonasar. „Já, það hefur orðið algjör sprengja í þessum málum á seinustu árum. En ég byrjaði að leggja áherslu á heilsusamlega grænmetisrétti löngu áður en þeir urðu svona vinsælir, áður en fólk hafði áhuga. En núna sækir fólk mikið í þetta, ekki bara vegna þess að grænmetið er hollt heldur líka vegna þess að kokkar eru farnir að læra meira inn á hvaða möguleika grænmetið hefur og hvað er hægt að gera fjölbreytta rétti úr því,“ segir Jonas sem verður hér á landi í þrjá daga. „Ég vil ekkert vera of drastískur. Ég vil bara sýna fólki að það getur borðað ótrúlega hollan og bragðgóðan mat með því að elda upp úr grænmeti, á sama tíma og það bjargar heiminum,“ segir hann og hlær. Jonas kemur til landsins í dag og er virkilega spenntur fyrir að elda ofan í Íslendinga. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig, að koma og kynna áhugasama fyrir heilsusamlegum mat og sýna hvaða möguleika grænmetið hefur. Og matseðillinn byggist á grænmeti þannig að þetta er ódýrt miðað við mat þar sem undirstaðan er t.d. kjöt. Þetta er áskorun en ég ætla að sýna fólki að þetta er hægt.“ Jonas kveðst elska Ísland en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, þá líka til að taka þátt í Food and Fun. „Ég vona að ég komist í Bláa lónið og nái að skoða eitthvað annað spennandi. Ég elska Ísland, það er svo fallegt.“Hákon Örvarsson er spenntur fyrir komu Jonasar Lundgren til landsins.Vísir/StefánHákon Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á Kitchen & Wine, segir margt fólk vera afar spennt fyrir konu Jonasar til landsins. „Fólk er mjög spennt enda er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á grænmetismatseðil á hátíðinni í svona formi. Með því að fá Jonas erum við að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum tíðaranda. Sífellt fleiri hafa það nú að lífsstíl að borða létta og heilsusamlega fæðu,“ segir Hákon og hvetur áhugasama til að kynna sér fimm rétta matseðilinn á heimasíðu Kitchen & Wine. Food and Fun Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fleiri fréttir Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór væri náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Sjá meira
Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren verður gestakokkur á Kitchen & Wine á 101 Hótel á meðan á Food and Fun stendur. Matseðillinn sem hann býður upp á samanstendur af grænmetisréttum. Jonas kemur til landsins í dag. Spurður út í matseðilinn sem hann setti saman fyrir Kitchen & Wine segir Jonas að um heilsumatseðil sé að ræða. „Þetta verða allt grænmetisréttir. Við notum smá egg og ost, en fyrir utan það er þetta eintómt grænmeti,“ sagði Jonas sem var í óðaönn að baka glútein- og laktósafrítt brauð fyrir Food and Fun þegar blaðamaður bjallaði á hann í gær. Jonas er eini þátttakandinn í Food and Fun þetta árið sem býður upp á grænmetismatseðil. Spurður hvers vegna hann ákvað að elda grænmeti kveðst hann vera með góðan bakgrunn í grænmetiseldamennsku. „Þetta er eitt af því sem ég hef sérhæft mig í. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef keppt í fitness,“ útskýrir Jonas sem er nýbúinn að gefa út tvær matreiðslubækur þar sem grænmeti spilar stórt hlutverk. „Önnur er fyrir paleo-mataræði og hin er bók fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfingu og vilja elda og borða í takt við það.“ Fólk hefur mikinn áhuga á grænmetisréttum og margt fólk er farið að neyta fjölbreytts grænmetis í auknum mæli að sögn Jonasar. „Já, það hefur orðið algjör sprengja í þessum málum á seinustu árum. En ég byrjaði að leggja áherslu á heilsusamlega grænmetisrétti löngu áður en þeir urðu svona vinsælir, áður en fólk hafði áhuga. En núna sækir fólk mikið í þetta, ekki bara vegna þess að grænmetið er hollt heldur líka vegna þess að kokkar eru farnir að læra meira inn á hvaða möguleika grænmetið hefur og hvað er hægt að gera fjölbreytta rétti úr því,“ segir Jonas sem verður hér á landi í þrjá daga. „Ég vil ekkert vera of drastískur. Ég vil bara sýna fólki að það getur borðað ótrúlega hollan og bragðgóðan mat með því að elda upp úr grænmeti, á sama tíma og það bjargar heiminum,“ segir hann og hlær. Jonas kemur til landsins í dag og er virkilega spenntur fyrir að elda ofan í Íslendinga. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig, að koma og kynna áhugasama fyrir heilsusamlegum mat og sýna hvaða möguleika grænmetið hefur. Og matseðillinn byggist á grænmeti þannig að þetta er ódýrt miðað við mat þar sem undirstaðan er t.d. kjöt. Þetta er áskorun en ég ætla að sýna fólki að þetta er hægt.“ Jonas kveðst elska Ísland en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, þá líka til að taka þátt í Food and Fun. „Ég vona að ég komist í Bláa lónið og nái að skoða eitthvað annað spennandi. Ég elska Ísland, það er svo fallegt.“Hákon Örvarsson er spenntur fyrir komu Jonasar Lundgren til landsins.Vísir/StefánHákon Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á Kitchen & Wine, segir margt fólk vera afar spennt fyrir konu Jonasar til landsins. „Fólk er mjög spennt enda er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á grænmetismatseðil á hátíðinni í svona formi. Með því að fá Jonas erum við að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum tíðaranda. Sífellt fleiri hafa það nú að lífsstíl að borða létta og heilsusamlega fæðu,“ segir Hákon og hvetur áhugasama til að kynna sér fimm rétta matseðilinn á heimasíðu Kitchen & Wine.
Food and Fun Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fleiri fréttir Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór væri náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Sjá meira