Flestir vilja Eirík aftur á Séð og heyrt Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2017 13:02 Stuðningur við Eirík sem nýjan ritstjóra Séð og heyrt virðist hafa komið útgefandanum í opna skjöldu. Eiríkur steinliggur, segir Ingvi Hrafn. Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann væri að leita að nýjum ritstjóra Séð og heyrt, sem senn færi aftur af stað eftir stutt útgáfuhlé, og auglýsti eftir slíkum. Þannig liggur fyrir að Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir mun ekki halda áfram sem ritstjóri þar á bæ. Líkast til hafa viðbrögðin komið útgefandanum nokkuð á óvart því þeir sem svara eru flestir á því að rétti maðurinn í starfið sé Eiríkur Jónsson blaðamaður. Fáir aðrir eru nefndir til sögunnar sem vænlegir kandídatar. Eiríkur er einmitt fyrrverandi ritstjóri tímaritsins.Eiríkur myndi steinliggja Ýmsir fjölmiðlamenn eru áfram um þetta og má þar nefna Helga Seljan, Ómar R. Valdimarsson og Þórarinn Þórarinsson. Og úr skemmtanageiranum eru menn á borð við konung kokteiltónlistarinnar, André Bachmann og Karl Sigurðsson Baggalútur einnig þeirrar skoðunar að enginn sé betur til þess fallinn að stýra Séð og heyrt en Eiríkur. Ingvi Hrafn Jónsson, sem nýverið seldi Birni Inga sjónvarpsstöð sína ÍNN þó hann haldi áfram með vinsæla þætti sína Hrafnaþing, er einnig á því að Eiríkur sé rétti maðurinn: „Eiríkur Jónsson myndi steinliggja og gera að auki vikulegan ÍNN þátt með stæl.Allt í lagi að hann sé með síðuna sína on the side,“ segir Ingvi Hrafn, léttur í bragði.Björn Ingi er þögull Nema, málshefjandinn er þögull yfir þessari einstefnu hugmyndanna. Kann að skipta máli í því samhengi að Hreinn Loftsson er í hluthafahópi útgáfufélags hans Pressunnar. Hreinn, sem nýverið seldi Birni Inga og Pressunni tímaritaútgáfu sína, sem meðal annars gaf út Séð og heyrt, sagði í samtali við Fréttatímann að það sú sala tengdist ekki því að hann væri hluthafi í Pressunni. Nema, Hreini og Eiríki lenti saman, það fór fyrir brjóstið á Hreini að Eiríkur væri samhliða störfum sínum sem ritstjóri að reka sinn eigin fréttavef, EiríkurJónsson punktur is. Það leiddi svo til þess að Eiríkur hvarf á braut eins og Vísir greindi samviskusamlega frá.Eiríkur vill ekki tjá sig En, Björn Ingi er ekki sá eini sem er þegjandalegur um það hvaða stefnu atvinnuauglýsing hans tók. Þegar Eiríkur var spurður hvað hann vildi um þennan mikla stuðning segja þá kom þetta svar: „Ekkert.“Ekkert? Er Björn Ingi búinn að hafa samband? „Vísa í svarið,“ segir Eiríkur. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42 Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann væri að leita að nýjum ritstjóra Séð og heyrt, sem senn færi aftur af stað eftir stutt útgáfuhlé, og auglýsti eftir slíkum. Þannig liggur fyrir að Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir mun ekki halda áfram sem ritstjóri þar á bæ. Líkast til hafa viðbrögðin komið útgefandanum nokkuð á óvart því þeir sem svara eru flestir á því að rétti maðurinn í starfið sé Eiríkur Jónsson blaðamaður. Fáir aðrir eru nefndir til sögunnar sem vænlegir kandídatar. Eiríkur er einmitt fyrrverandi ritstjóri tímaritsins.Eiríkur myndi steinliggja Ýmsir fjölmiðlamenn eru áfram um þetta og má þar nefna Helga Seljan, Ómar R. Valdimarsson og Þórarinn Þórarinsson. Og úr skemmtanageiranum eru menn á borð við konung kokteiltónlistarinnar, André Bachmann og Karl Sigurðsson Baggalútur einnig þeirrar skoðunar að enginn sé betur til þess fallinn að stýra Séð og heyrt en Eiríkur. Ingvi Hrafn Jónsson, sem nýverið seldi Birni Inga sjónvarpsstöð sína ÍNN þó hann haldi áfram með vinsæla þætti sína Hrafnaþing, er einnig á því að Eiríkur sé rétti maðurinn: „Eiríkur Jónsson myndi steinliggja og gera að auki vikulegan ÍNN þátt með stæl.Allt í lagi að hann sé með síðuna sína on the side,“ segir Ingvi Hrafn, léttur í bragði.Björn Ingi er þögull Nema, málshefjandinn er þögull yfir þessari einstefnu hugmyndanna. Kann að skipta máli í því samhengi að Hreinn Loftsson er í hluthafahópi útgáfufélags hans Pressunnar. Hreinn, sem nýverið seldi Birni Inga og Pressunni tímaritaútgáfu sína, sem meðal annars gaf út Séð og heyrt, sagði í samtali við Fréttatímann að það sú sala tengdist ekki því að hann væri hluthafi í Pressunni. Nema, Hreini og Eiríki lenti saman, það fór fyrir brjóstið á Hreini að Eiríkur væri samhliða störfum sínum sem ritstjóri að reka sinn eigin fréttavef, EiríkurJónsson punktur is. Það leiddi svo til þess að Eiríkur hvarf á braut eins og Vísir greindi samviskusamlega frá.Eiríkur vill ekki tjá sig En, Björn Ingi er ekki sá eini sem er þegjandalegur um það hvaða stefnu atvinnuauglýsing hans tók. Þegar Eiríkur var spurður hvað hann vildi um þennan mikla stuðning segja þá kom þetta svar: „Ekkert.“Ekkert? Er Björn Ingi búinn að hafa samband? „Vísa í svarið,“ segir Eiríkur.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42 Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42
Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01
Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37