Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 10:01 Hreinn stillti ritstjóranum upp við vegg og Eiríkur lét ekki bjóða sér það. Eiríkur Jónsson lætur af störfum sem ritstjóri Séð og heyrt þann 31. maí næstkomandi. Vísir greindi frá brotthvarfi Eiríks um helgina en hann hefur verið í ritstjórastólnum undanfarin tæp tvö ár. Eiríkur segir að Hreinn Loftsson, yfirmaður hans og eigandi Birtings, hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort hætti hann með vefsíðu sína Eiríkurjónsson.is og einbeitti sér alfarið að Séð og heyrt eða hætti hjá tímaritinu. „Það er auðvitað enginn sáttur við að vera stillt upp við vegg,“ sagði Eiríkur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hreinn hafi sett honum fyrrnefnda úrslitakosti, að hvíla eða svæfa annan fjölmiðil. Eiríkur hafi ákveðið að standa með sjálfum sér. „Eirikurjonsson.is sem er vel þekktur,“ sagði Eiríkur um vefsíðu sína. Hann segir Séð og heyrt alltaf hafa haft forgang þegar kom að því að greina frá fréttum. Hann hafi passað sig vel á því. Hreinn hafi bara viljað hafa Eirík 100 prósent hjá tímaritinu.En varstu þá ekki 100 prósent hjá Séð og heyrt? „Jú jú, ég var alveg 100 prósent í því. Bjargaði þessu tímariti frá dauða meira að segja.“ Hann er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að blaðið hafi skánað undir hans stjórn, sala hafi aukist og lestur sömuleiðis. „Það er mikið verk að halda þessu öllu gangandi með lágmarksmannskap.“ Eiríkur segir ýmislegt í pípunum en vill þó ekki fara nánar út í það. Gott sé á milli þeirra Hreins sem fyrr. „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir. Hann gerir bara samning við þig sem er hægt að segja upp. No hard feelings.“ Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00 Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56 Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41 Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Eiríkur Jónsson lætur af störfum sem ritstjóri Séð og heyrt þann 31. maí næstkomandi. Vísir greindi frá brotthvarfi Eiríks um helgina en hann hefur verið í ritstjórastólnum undanfarin tæp tvö ár. Eiríkur segir að Hreinn Loftsson, yfirmaður hans og eigandi Birtings, hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort hætti hann með vefsíðu sína Eiríkurjónsson.is og einbeitti sér alfarið að Séð og heyrt eða hætti hjá tímaritinu. „Það er auðvitað enginn sáttur við að vera stillt upp við vegg,“ sagði Eiríkur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hreinn hafi sett honum fyrrnefnda úrslitakosti, að hvíla eða svæfa annan fjölmiðil. Eiríkur hafi ákveðið að standa með sjálfum sér. „Eirikurjonsson.is sem er vel þekktur,“ sagði Eiríkur um vefsíðu sína. Hann segir Séð og heyrt alltaf hafa haft forgang þegar kom að því að greina frá fréttum. Hann hafi passað sig vel á því. Hreinn hafi bara viljað hafa Eirík 100 prósent hjá tímaritinu.En varstu þá ekki 100 prósent hjá Séð og heyrt? „Jú jú, ég var alveg 100 prósent í því. Bjargaði þessu tímariti frá dauða meira að segja.“ Hann er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að blaðið hafi skánað undir hans stjórn, sala hafi aukist og lestur sömuleiðis. „Það er mikið verk að halda þessu öllu gangandi með lágmarksmannskap.“ Eiríkur segir ýmislegt í pípunum en vill þó ekki fara nánar út í það. Gott sé á milli þeirra Hreins sem fyrr. „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir. Hann gerir bara samning við þig sem er hægt að segja upp. No hard feelings.“
Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00 Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56 Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41 Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00
Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56
Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41
Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00