Sebastian: Get skilið við félagið á betri stað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2017 13:42 Sebastian Alexandersson, fyrrum þjálfari Selfoss. Vísir/Anton Sebastian Alexandersson hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að honum var nýverið sagt upp störfum sem þjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss. Sebastian var þjálfari kvennaliðs félagsins sem situr í næstneðsta sæti Olísdeildar kvenna. Liðið komst þó undanúrslit Coca-Cola bikars kvenna þar sem Selfyssingar máttu þola tap fyrir Stjörnunni. Hann segist stoltur af sínum störfum en hann lætur formlega af störfum í dag eftir tæplega fjórtán ára starf. „Það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess,“ segir í yfirlýsingu hans sem má lesa alla hér fyrir neðan. „Í maí 2003 hóf ég störf hjá Handknattleiksdeild Selfoss og í dag 1. mars 2017 læt ég af störfum sem starfsmaður félagsins. Á þessum tíma hef ég kynnst frábæru fólki hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, styrktaraðilar, aðstandendur eða samstarfsaðilar sem vert væri að þakka sérstaklega en listinn er of langur. Ég vill þakka Selfossi sérstaklega fyrir tækifærið sem þeir hafa gefið mér á þessum tíma sem ég hef starfað hjá þeim. Þökk sé þeim þá er ég í dag jafnvígur á karlaþjálfun, kvennaþjálfun, yngriflokkaþjálfun og sérþjálfun. Það eru fáheyrð forréttindi að hafa fengið svo mörg tækifæri innan sama félagsins. Einnig vill ég þakka samstarfsmanni mínum Zoran Ivic sérstaklega fyrir samstarfið í vetur. Það hefur verið ákaflega lærdómsríkt að kynnast öðrum áherslum og sjónarmiðum sem hafa bæði víkkað sjóndeildarhring minn og aukið þekkingu mína sem þjálfara. Ég er stoltur af framlagi mínu til uppbyggingar karlaboltans á árunum 2003-2011. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í búa til akademíu sem virkar. Þá er ég sérstaklega stoltur af því að hafa lagt mitt að mörkunum við að búa til samkeppnishæft kvennalið á aðeins 5 árum eftir að félagið hafði ekki verið með kvennalið í tæp 20 ár. En það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess. Að lokum vill ég óska leikmönnum félagsins alls hins besta í komandi leikjum. Ég óska stjórn félagsins alls hins besta við áframhaldandi uppbyggingu þessa flotta félags og ég óska samstarfsfólki mínu alls hins besta í því sem þeir eru að gera eða taka sér næst fyrir hendur. Virðingafyllst Sebastian“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15 Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Sebastian Alexandersson hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að honum var nýverið sagt upp störfum sem þjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss. Sebastian var þjálfari kvennaliðs félagsins sem situr í næstneðsta sæti Olísdeildar kvenna. Liðið komst þó undanúrslit Coca-Cola bikars kvenna þar sem Selfyssingar máttu þola tap fyrir Stjörnunni. Hann segist stoltur af sínum störfum en hann lætur formlega af störfum í dag eftir tæplega fjórtán ára starf. „Það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess,“ segir í yfirlýsingu hans sem má lesa alla hér fyrir neðan. „Í maí 2003 hóf ég störf hjá Handknattleiksdeild Selfoss og í dag 1. mars 2017 læt ég af störfum sem starfsmaður félagsins. Á þessum tíma hef ég kynnst frábæru fólki hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, styrktaraðilar, aðstandendur eða samstarfsaðilar sem vert væri að þakka sérstaklega en listinn er of langur. Ég vill þakka Selfossi sérstaklega fyrir tækifærið sem þeir hafa gefið mér á þessum tíma sem ég hef starfað hjá þeim. Þökk sé þeim þá er ég í dag jafnvígur á karlaþjálfun, kvennaþjálfun, yngriflokkaþjálfun og sérþjálfun. Það eru fáheyrð forréttindi að hafa fengið svo mörg tækifæri innan sama félagsins. Einnig vill ég þakka samstarfsmanni mínum Zoran Ivic sérstaklega fyrir samstarfið í vetur. Það hefur verið ákaflega lærdómsríkt að kynnast öðrum áherslum og sjónarmiðum sem hafa bæði víkkað sjóndeildarhring minn og aukið þekkingu mína sem þjálfara. Ég er stoltur af framlagi mínu til uppbyggingar karlaboltans á árunum 2003-2011. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í búa til akademíu sem virkar. Þá er ég sérstaklega stoltur af því að hafa lagt mitt að mörkunum við að búa til samkeppnishæft kvennalið á aðeins 5 árum eftir að félagið hafði ekki verið með kvennalið í tæp 20 ár. En það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess. Að lokum vill ég óska leikmönnum félagsins alls hins besta í komandi leikjum. Ég óska stjórn félagsins alls hins besta við áframhaldandi uppbyggingu þessa flotta félags og ég óska samstarfsfólki mínu alls hins besta í því sem þeir eru að gera eða taka sér næst fyrir hendur. Virðingafyllst Sebastian“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15 Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15
Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn