Mannætusagan Ögmundur Jónasson skrifar 2. mars 2017 07:00 Nýlega var efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík um hættuna sem stafar af innflutningi á hráum matvælum. Færustu sérfræðingar kortlögðu á skýran hátt í máli og myndum hver hættan væri. Málflutningurinn var hófsamur og öfgalaus. Það verður hins vegar ekki sagt um niðurstöðurnar, staðreyndirnar sem sérfræðingarnir bentu á, þær voru hrollvekjandi og martraðarkenndar. Og martröðin er veruleiki, ekki draumur: Notkun sýklalyfja í dýrum til manneldis fer ört vaxandi og það sem verra er, þessu tengt er að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir lyfjum, eru að verða mjög alvarleg ógn á sjúkrahúsum. Þessar bakteríur berast með dýraafurðum.Sumir tala um heimóttarskap, aðrir um auðlind Þennan blákalda veruleika eru menn nú að vakna upp við. Jafnframt sjá sífellt fleiri Íslendingar sóknarfærin í því að verja þá auðlind sem sjúkdómafríir bústofnar eru, og þar af leiðandi sú heilnæma matvara sem íslenskur landbúnaður framleiðir. Þeir eru engu að síður margir sem telja allt þetta vera rugl og vitleysu og að það sé fáránlegur heimóttarskapur að galopna ekki fyrir flæði hrávöru inn í landið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi þessu, og komist að þeirri niðurstöðu að margir borgarbúar hafi fjarlægst matvælaframleiðsluna eftir að við hættum að vera bænda- og sjómannasamfélag að uppistöðu til. Þegar sú var raunin var þorri landsmanna tengdari matvælaframleiðslunni en nú er. Á móti kemur – hélt ég – meiri vitund um mikilvægi hvers kyns heilnæmis í fæðu og lífsháttum.Bara vigt og verð? Ráðherra landbúnaðarmála segist ætla að láta stjórnast af hagsmunum neytenda. Láti gott á vita, það er að segja ef ráðherrann er að tala um heilnæmi vörunnar, gæðin. Í augum margra neytenda er matvara fyrst og síðast málefni buddunnar. Kjöt er þannig rauður biti á hvítum plastbakka sem hefur vigt og verð. Með öðrum orðum, kjöt er bara kjöt. En er það svo? Er kjöt bara kjöt? Ég bar þetta undir tvo menn. Annar er kúabóndi í mjólkur- og kjötframleiðslu, hinn neytandi af þeirri tegund sem telur sig vera heimsborgara og blæs á allt verndartal, eða kjaftæði, eins og hann myndi kalla það.Svör úr tveimur áttum Kúabóndinn sagðist geta svarað með dæmi úr eigin reynsluheimi. „Ég er með heilbrigðan og góðan kúastofn sem sjúkdómar hafa almennt ekki plagað,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að einstaklingarnir eru missterkir og heilbrigðir frá náttúrunnar hendi. Þegar ég læt slátra fyrir mig til heimaneyslu, ofan í börnin mín, þá neita ég því ekki að ég leyfi mér að velja gripi sem hafa alla tíð verið heilbrigðir. Svarar þetta spurningu þinni?“ Heimsborgarinn sagði að vissulega væri kjöt misjafnt að gæðum, það hefði hann reynt á veitingahúsum stórborganna, „en þá er bara að finna þá veitingastaði sem eru traustir“. Um sjúkdóma og sýklalyf vildi hann ekki ræða og sagði það ekki koma málinu við enda væri kjöt fyrst og fremst kjöt, þótt bitarnir væru að sönnu misgóðir og færi það eftir hvernig framreitt væri, skorið og matbúið.Svarafátt Ég var mát og ákvað því að láta mannætusöguna vaða. „Ef þú værir mannæta,“ spurði ég, „og þér væri boðið til matar, en þér jafnframt sagt að viðkomandi hefði verið berklaveikur og því þurft að innbyrða talsvert af lyfjum um dagana, og enn kynni að eima eftir af sjúkdómnum, hvort hefðirðu þá pantað léttsteikt og rautt eða gegnumsteikt, well done?“ Heimsborgaranum vafðist tunga um tönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Nýlega var efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík um hættuna sem stafar af innflutningi á hráum matvælum. Færustu sérfræðingar kortlögðu á skýran hátt í máli og myndum hver hættan væri. Málflutningurinn var hófsamur og öfgalaus. Það verður hins vegar ekki sagt um niðurstöðurnar, staðreyndirnar sem sérfræðingarnir bentu á, þær voru hrollvekjandi og martraðarkenndar. Og martröðin er veruleiki, ekki draumur: Notkun sýklalyfja í dýrum til manneldis fer ört vaxandi og það sem verra er, þessu tengt er að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir lyfjum, eru að verða mjög alvarleg ógn á sjúkrahúsum. Þessar bakteríur berast með dýraafurðum.Sumir tala um heimóttarskap, aðrir um auðlind Þennan blákalda veruleika eru menn nú að vakna upp við. Jafnframt sjá sífellt fleiri Íslendingar sóknarfærin í því að verja þá auðlind sem sjúkdómafríir bústofnar eru, og þar af leiðandi sú heilnæma matvara sem íslenskur landbúnaður framleiðir. Þeir eru engu að síður margir sem telja allt þetta vera rugl og vitleysu og að það sé fáránlegur heimóttarskapur að galopna ekki fyrir flæði hrávöru inn í landið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi þessu, og komist að þeirri niðurstöðu að margir borgarbúar hafi fjarlægst matvælaframleiðsluna eftir að við hættum að vera bænda- og sjómannasamfélag að uppistöðu til. Þegar sú var raunin var þorri landsmanna tengdari matvælaframleiðslunni en nú er. Á móti kemur – hélt ég – meiri vitund um mikilvægi hvers kyns heilnæmis í fæðu og lífsháttum.Bara vigt og verð? Ráðherra landbúnaðarmála segist ætla að láta stjórnast af hagsmunum neytenda. Láti gott á vita, það er að segja ef ráðherrann er að tala um heilnæmi vörunnar, gæðin. Í augum margra neytenda er matvara fyrst og síðast málefni buddunnar. Kjöt er þannig rauður biti á hvítum plastbakka sem hefur vigt og verð. Með öðrum orðum, kjöt er bara kjöt. En er það svo? Er kjöt bara kjöt? Ég bar þetta undir tvo menn. Annar er kúabóndi í mjólkur- og kjötframleiðslu, hinn neytandi af þeirri tegund sem telur sig vera heimsborgara og blæs á allt verndartal, eða kjaftæði, eins og hann myndi kalla það.Svör úr tveimur áttum Kúabóndinn sagðist geta svarað með dæmi úr eigin reynsluheimi. „Ég er með heilbrigðan og góðan kúastofn sem sjúkdómar hafa almennt ekki plagað,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að einstaklingarnir eru missterkir og heilbrigðir frá náttúrunnar hendi. Þegar ég læt slátra fyrir mig til heimaneyslu, ofan í börnin mín, þá neita ég því ekki að ég leyfi mér að velja gripi sem hafa alla tíð verið heilbrigðir. Svarar þetta spurningu þinni?“ Heimsborgarinn sagði að vissulega væri kjöt misjafnt að gæðum, það hefði hann reynt á veitingahúsum stórborganna, „en þá er bara að finna þá veitingastaði sem eru traustir“. Um sjúkdóma og sýklalyf vildi hann ekki ræða og sagði það ekki koma málinu við enda væri kjöt fyrst og fremst kjöt, þótt bitarnir væru að sönnu misgóðir og færi það eftir hvernig framreitt væri, skorið og matbúið.Svarafátt Ég var mát og ákvað því að láta mannætusöguna vaða. „Ef þú værir mannæta,“ spurði ég, „og þér væri boðið til matar, en þér jafnframt sagt að viðkomandi hefði verið berklaveikur og því þurft að innbyrða talsvert af lyfjum um dagana, og enn kynni að eima eftir af sjúkdómnum, hvort hefðirðu þá pantað léttsteikt og rautt eða gegnumsteikt, well done?“ Heimsborgaranum vafðist tunga um tönn.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar