Áttan segist ekki hafa keypt áhorf Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. mars 2017 10:00 Eins og sjá má er nýjasta lag Áttunnar gífurlega vinsælt. Nokkur umræða hefur skapast í kringum nýjasta lag Áttunnar, Neinei – en einhverjum notendum á Twitter þótti lagið vera komið með heldur háar áhorfstölur, en á þessari rúmlega viku síðan laginu var hlaðið upp á YouTube er það komið með rúm 182 þúsund áhorf sem verða að teljast undraverðar tölur, en til samanburðar má nefna að hið geysivinsæla lag Emmsjé Gauta, Strákarnir, stendur í 610 þúsund áhorfum, en það kom inn í ágúst 2015. „Það er náttúrulega algjör della,“ segir Aron Ingi Davíðsson, einn liðsmaður Áttunnar, um þær ásakanir að þetta séu keypt áhorf. „Nökkvi Fjalar póstaði mynd af „statistic“ fyrir lagið af YouTube og þar sést að 95,7% af okkar áhorfi kemur frá íslensku fólki. Þannig að það er ekkert mál að sýna fram á að þetta er della. Þessir keyptu fylgjendur eru alltaf erlendir, það er ekki hægt að fá svona hérna heima,“ segir Aron og leggur áherslu á að Áttu-teymið hafi lagt hart að sér við að búa til skemmtilegt efni fyrir aðdáendur sína.Hvers vegna að kaupa fylgjendur? Það er kannski ekkert skrýtið að fólki detti í hug að um svindl sé að ræða því nú til dags virðist leikur einn að kaupa áhorf, „like“ og fylgjendur. „Það eru ótal þjónustur, mis-fullkomnar, þar sem er leikur einn að kaupa sér viðbrögð, þ.e. athugasemdir og „like“. Sumar þjónustur gera þetta mjög sannfærandi. Hjá Takumi höfum við séð keypt „like“ frá prófílum sem líta út fyrir að vera í eigu einhvers, en eru í rauninni búnir til með forritum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson hjá Takumi spurður að því hvernig hægt sé að verða sér úti um illa fengin „likes“ og áhorf. Jökull segir að tilgangur þess að kaupa sér áhorf eða fylgjendur sé fyrst og fremst sá að vekja athygli á sjálfum sér og verða sér úti um „lífræna“ fylgjendur. Jökull segir að hjá Takumi sé farið vel yfir umsækjendur hjá þeim og gengið úr skugga um að slíkum bellibrögðum sé ekki beitt hjá áhrifavöldum sem fyrirtækið tekur inn í þjónustu sína. Ýmis brögð eru notuð til að koma sér á framfæri enda getur verið um mikla fjármuni að ræða – velgengni á samfélagsmiðlum getur skilað sér í háum launum fyrir suma og ókeypis varningi frá fyrirtækjum sem sýna áhuga. „Það er allur gangur á þessu. Lúmskast er að láta eitthvert forrit „engage-a“ við aðra til að þú komir upp í „notification“ og verðir þér þannig úti um „follow“ sem er ekki 100% svindl en mér finnst samt ekki vera „organic“. Við erum mjög ströng á þessu hjá Takumi og höfum þurft að neita rúmlega 50% þeirra sem hafa sótt appið okkar um inngöngu út af svona rugli,“ segir Jökull.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Áttan Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast í kringum nýjasta lag Áttunnar, Neinei – en einhverjum notendum á Twitter þótti lagið vera komið með heldur háar áhorfstölur, en á þessari rúmlega viku síðan laginu var hlaðið upp á YouTube er það komið með rúm 182 þúsund áhorf sem verða að teljast undraverðar tölur, en til samanburðar má nefna að hið geysivinsæla lag Emmsjé Gauta, Strákarnir, stendur í 610 þúsund áhorfum, en það kom inn í ágúst 2015. „Það er náttúrulega algjör della,“ segir Aron Ingi Davíðsson, einn liðsmaður Áttunnar, um þær ásakanir að þetta séu keypt áhorf. „Nökkvi Fjalar póstaði mynd af „statistic“ fyrir lagið af YouTube og þar sést að 95,7% af okkar áhorfi kemur frá íslensku fólki. Þannig að það er ekkert mál að sýna fram á að þetta er della. Þessir keyptu fylgjendur eru alltaf erlendir, það er ekki hægt að fá svona hérna heima,“ segir Aron og leggur áherslu á að Áttu-teymið hafi lagt hart að sér við að búa til skemmtilegt efni fyrir aðdáendur sína.Hvers vegna að kaupa fylgjendur? Það er kannski ekkert skrýtið að fólki detti í hug að um svindl sé að ræða því nú til dags virðist leikur einn að kaupa áhorf, „like“ og fylgjendur. „Það eru ótal þjónustur, mis-fullkomnar, þar sem er leikur einn að kaupa sér viðbrögð, þ.e. athugasemdir og „like“. Sumar þjónustur gera þetta mjög sannfærandi. Hjá Takumi höfum við séð keypt „like“ frá prófílum sem líta út fyrir að vera í eigu einhvers, en eru í rauninni búnir til með forritum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson hjá Takumi spurður að því hvernig hægt sé að verða sér úti um illa fengin „likes“ og áhorf. Jökull segir að tilgangur þess að kaupa sér áhorf eða fylgjendur sé fyrst og fremst sá að vekja athygli á sjálfum sér og verða sér úti um „lífræna“ fylgjendur. Jökull segir að hjá Takumi sé farið vel yfir umsækjendur hjá þeim og gengið úr skugga um að slíkum bellibrögðum sé ekki beitt hjá áhrifavöldum sem fyrirtækið tekur inn í þjónustu sína. Ýmis brögð eru notuð til að koma sér á framfæri enda getur verið um mikla fjármuni að ræða – velgengni á samfélagsmiðlum getur skilað sér í háum launum fyrir suma og ókeypis varningi frá fyrirtækjum sem sýna áhuga. „Það er allur gangur á þessu. Lúmskast er að láta eitthvert forrit „engage-a“ við aðra til að þú komir upp í „notification“ og verðir þér þannig úti um „follow“ sem er ekki 100% svindl en mér finnst samt ekki vera „organic“. Við erum mjög ströng á þessu hjá Takumi og höfum þurft að neita rúmlega 50% þeirra sem hafa sótt appið okkar um inngöngu út af svona rugli,“ segir Jökull.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áttan Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira