Áttan segist ekki hafa keypt áhorf Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. mars 2017 10:00 Eins og sjá má er nýjasta lag Áttunnar gífurlega vinsælt. Nokkur umræða hefur skapast í kringum nýjasta lag Áttunnar, Neinei – en einhverjum notendum á Twitter þótti lagið vera komið með heldur háar áhorfstölur, en á þessari rúmlega viku síðan laginu var hlaðið upp á YouTube er það komið með rúm 182 þúsund áhorf sem verða að teljast undraverðar tölur, en til samanburðar má nefna að hið geysivinsæla lag Emmsjé Gauta, Strákarnir, stendur í 610 þúsund áhorfum, en það kom inn í ágúst 2015. „Það er náttúrulega algjör della,“ segir Aron Ingi Davíðsson, einn liðsmaður Áttunnar, um þær ásakanir að þetta séu keypt áhorf. „Nökkvi Fjalar póstaði mynd af „statistic“ fyrir lagið af YouTube og þar sést að 95,7% af okkar áhorfi kemur frá íslensku fólki. Þannig að það er ekkert mál að sýna fram á að þetta er della. Þessir keyptu fylgjendur eru alltaf erlendir, það er ekki hægt að fá svona hérna heima,“ segir Aron og leggur áherslu á að Áttu-teymið hafi lagt hart að sér við að búa til skemmtilegt efni fyrir aðdáendur sína.Hvers vegna að kaupa fylgjendur? Það er kannski ekkert skrýtið að fólki detti í hug að um svindl sé að ræða því nú til dags virðist leikur einn að kaupa áhorf, „like“ og fylgjendur. „Það eru ótal þjónustur, mis-fullkomnar, þar sem er leikur einn að kaupa sér viðbrögð, þ.e. athugasemdir og „like“. Sumar þjónustur gera þetta mjög sannfærandi. Hjá Takumi höfum við séð keypt „like“ frá prófílum sem líta út fyrir að vera í eigu einhvers, en eru í rauninni búnir til með forritum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson hjá Takumi spurður að því hvernig hægt sé að verða sér úti um illa fengin „likes“ og áhorf. Jökull segir að tilgangur þess að kaupa sér áhorf eða fylgjendur sé fyrst og fremst sá að vekja athygli á sjálfum sér og verða sér úti um „lífræna“ fylgjendur. Jökull segir að hjá Takumi sé farið vel yfir umsækjendur hjá þeim og gengið úr skugga um að slíkum bellibrögðum sé ekki beitt hjá áhrifavöldum sem fyrirtækið tekur inn í þjónustu sína. Ýmis brögð eru notuð til að koma sér á framfæri enda getur verið um mikla fjármuni að ræða – velgengni á samfélagsmiðlum getur skilað sér í háum launum fyrir suma og ókeypis varningi frá fyrirtækjum sem sýna áhuga. „Það er allur gangur á þessu. Lúmskast er að láta eitthvert forrit „engage-a“ við aðra til að þú komir upp í „notification“ og verðir þér þannig úti um „follow“ sem er ekki 100% svindl en mér finnst samt ekki vera „organic“. Við erum mjög ströng á þessu hjá Takumi og höfum þurft að neita rúmlega 50% þeirra sem hafa sótt appið okkar um inngöngu út af svona rugli,“ segir Jökull.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Áttan Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast í kringum nýjasta lag Áttunnar, Neinei – en einhverjum notendum á Twitter þótti lagið vera komið með heldur háar áhorfstölur, en á þessari rúmlega viku síðan laginu var hlaðið upp á YouTube er það komið með rúm 182 þúsund áhorf sem verða að teljast undraverðar tölur, en til samanburðar má nefna að hið geysivinsæla lag Emmsjé Gauta, Strákarnir, stendur í 610 þúsund áhorfum, en það kom inn í ágúst 2015. „Það er náttúrulega algjör della,“ segir Aron Ingi Davíðsson, einn liðsmaður Áttunnar, um þær ásakanir að þetta séu keypt áhorf. „Nökkvi Fjalar póstaði mynd af „statistic“ fyrir lagið af YouTube og þar sést að 95,7% af okkar áhorfi kemur frá íslensku fólki. Þannig að það er ekkert mál að sýna fram á að þetta er della. Þessir keyptu fylgjendur eru alltaf erlendir, það er ekki hægt að fá svona hérna heima,“ segir Aron og leggur áherslu á að Áttu-teymið hafi lagt hart að sér við að búa til skemmtilegt efni fyrir aðdáendur sína.Hvers vegna að kaupa fylgjendur? Það er kannski ekkert skrýtið að fólki detti í hug að um svindl sé að ræða því nú til dags virðist leikur einn að kaupa áhorf, „like“ og fylgjendur. „Það eru ótal þjónustur, mis-fullkomnar, þar sem er leikur einn að kaupa sér viðbrögð, þ.e. athugasemdir og „like“. Sumar þjónustur gera þetta mjög sannfærandi. Hjá Takumi höfum við séð keypt „like“ frá prófílum sem líta út fyrir að vera í eigu einhvers, en eru í rauninni búnir til með forritum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson hjá Takumi spurður að því hvernig hægt sé að verða sér úti um illa fengin „likes“ og áhorf. Jökull segir að tilgangur þess að kaupa sér áhorf eða fylgjendur sé fyrst og fremst sá að vekja athygli á sjálfum sér og verða sér úti um „lífræna“ fylgjendur. Jökull segir að hjá Takumi sé farið vel yfir umsækjendur hjá þeim og gengið úr skugga um að slíkum bellibrögðum sé ekki beitt hjá áhrifavöldum sem fyrirtækið tekur inn í þjónustu sína. Ýmis brögð eru notuð til að koma sér á framfæri enda getur verið um mikla fjármuni að ræða – velgengni á samfélagsmiðlum getur skilað sér í háum launum fyrir suma og ókeypis varningi frá fyrirtækjum sem sýna áhuga. „Það er allur gangur á þessu. Lúmskast er að láta eitthvert forrit „engage-a“ við aðra til að þú komir upp í „notification“ og verðir þér þannig úti um „follow“ sem er ekki 100% svindl en mér finnst samt ekki vera „organic“. Við erum mjög ströng á þessu hjá Takumi og höfum þurft að neita rúmlega 50% þeirra sem hafa sótt appið okkar um inngöngu út af svona rugli,“ segir Jökull.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áttan Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira