Áttan segist ekki hafa keypt áhorf Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. mars 2017 10:00 Eins og sjá má er nýjasta lag Áttunnar gífurlega vinsælt. Nokkur umræða hefur skapast í kringum nýjasta lag Áttunnar, Neinei – en einhverjum notendum á Twitter þótti lagið vera komið með heldur háar áhorfstölur, en á þessari rúmlega viku síðan laginu var hlaðið upp á YouTube er það komið með rúm 182 þúsund áhorf sem verða að teljast undraverðar tölur, en til samanburðar má nefna að hið geysivinsæla lag Emmsjé Gauta, Strákarnir, stendur í 610 þúsund áhorfum, en það kom inn í ágúst 2015. „Það er náttúrulega algjör della,“ segir Aron Ingi Davíðsson, einn liðsmaður Áttunnar, um þær ásakanir að þetta séu keypt áhorf. „Nökkvi Fjalar póstaði mynd af „statistic“ fyrir lagið af YouTube og þar sést að 95,7% af okkar áhorfi kemur frá íslensku fólki. Þannig að það er ekkert mál að sýna fram á að þetta er della. Þessir keyptu fylgjendur eru alltaf erlendir, það er ekki hægt að fá svona hérna heima,“ segir Aron og leggur áherslu á að Áttu-teymið hafi lagt hart að sér við að búa til skemmtilegt efni fyrir aðdáendur sína.Hvers vegna að kaupa fylgjendur? Það er kannski ekkert skrýtið að fólki detti í hug að um svindl sé að ræða því nú til dags virðist leikur einn að kaupa áhorf, „like“ og fylgjendur. „Það eru ótal þjónustur, mis-fullkomnar, þar sem er leikur einn að kaupa sér viðbrögð, þ.e. athugasemdir og „like“. Sumar þjónustur gera þetta mjög sannfærandi. Hjá Takumi höfum við séð keypt „like“ frá prófílum sem líta út fyrir að vera í eigu einhvers, en eru í rauninni búnir til með forritum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson hjá Takumi spurður að því hvernig hægt sé að verða sér úti um illa fengin „likes“ og áhorf. Jökull segir að tilgangur þess að kaupa sér áhorf eða fylgjendur sé fyrst og fremst sá að vekja athygli á sjálfum sér og verða sér úti um „lífræna“ fylgjendur. Jökull segir að hjá Takumi sé farið vel yfir umsækjendur hjá þeim og gengið úr skugga um að slíkum bellibrögðum sé ekki beitt hjá áhrifavöldum sem fyrirtækið tekur inn í þjónustu sína. Ýmis brögð eru notuð til að koma sér á framfæri enda getur verið um mikla fjármuni að ræða – velgengni á samfélagsmiðlum getur skilað sér í háum launum fyrir suma og ókeypis varningi frá fyrirtækjum sem sýna áhuga. „Það er allur gangur á þessu. Lúmskast er að láta eitthvert forrit „engage-a“ við aðra til að þú komir upp í „notification“ og verðir þér þannig úti um „follow“ sem er ekki 100% svindl en mér finnst samt ekki vera „organic“. Við erum mjög ströng á þessu hjá Takumi og höfum þurft að neita rúmlega 50% þeirra sem hafa sótt appið okkar um inngöngu út af svona rugli,“ segir Jökull.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Áttan Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast í kringum nýjasta lag Áttunnar, Neinei – en einhverjum notendum á Twitter þótti lagið vera komið með heldur háar áhorfstölur, en á þessari rúmlega viku síðan laginu var hlaðið upp á YouTube er það komið með rúm 182 þúsund áhorf sem verða að teljast undraverðar tölur, en til samanburðar má nefna að hið geysivinsæla lag Emmsjé Gauta, Strákarnir, stendur í 610 þúsund áhorfum, en það kom inn í ágúst 2015. „Það er náttúrulega algjör della,“ segir Aron Ingi Davíðsson, einn liðsmaður Áttunnar, um þær ásakanir að þetta séu keypt áhorf. „Nökkvi Fjalar póstaði mynd af „statistic“ fyrir lagið af YouTube og þar sést að 95,7% af okkar áhorfi kemur frá íslensku fólki. Þannig að það er ekkert mál að sýna fram á að þetta er della. Þessir keyptu fylgjendur eru alltaf erlendir, það er ekki hægt að fá svona hérna heima,“ segir Aron og leggur áherslu á að Áttu-teymið hafi lagt hart að sér við að búa til skemmtilegt efni fyrir aðdáendur sína.Hvers vegna að kaupa fylgjendur? Það er kannski ekkert skrýtið að fólki detti í hug að um svindl sé að ræða því nú til dags virðist leikur einn að kaupa áhorf, „like“ og fylgjendur. „Það eru ótal þjónustur, mis-fullkomnar, þar sem er leikur einn að kaupa sér viðbrögð, þ.e. athugasemdir og „like“. Sumar þjónustur gera þetta mjög sannfærandi. Hjá Takumi höfum við séð keypt „like“ frá prófílum sem líta út fyrir að vera í eigu einhvers, en eru í rauninni búnir til með forritum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson hjá Takumi spurður að því hvernig hægt sé að verða sér úti um illa fengin „likes“ og áhorf. Jökull segir að tilgangur þess að kaupa sér áhorf eða fylgjendur sé fyrst og fremst sá að vekja athygli á sjálfum sér og verða sér úti um „lífræna“ fylgjendur. Jökull segir að hjá Takumi sé farið vel yfir umsækjendur hjá þeim og gengið úr skugga um að slíkum bellibrögðum sé ekki beitt hjá áhrifavöldum sem fyrirtækið tekur inn í þjónustu sína. Ýmis brögð eru notuð til að koma sér á framfæri enda getur verið um mikla fjármuni að ræða – velgengni á samfélagsmiðlum getur skilað sér í háum launum fyrir suma og ókeypis varningi frá fyrirtækjum sem sýna áhuga. „Það er allur gangur á þessu. Lúmskast er að láta eitthvert forrit „engage-a“ við aðra til að þú komir upp í „notification“ og verðir þér þannig úti um „follow“ sem er ekki 100% svindl en mér finnst samt ekki vera „organic“. Við erum mjög ströng á þessu hjá Takumi og höfum þurft að neita rúmlega 50% þeirra sem hafa sótt appið okkar um inngöngu út af svona rugli,“ segir Jökull.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áttan Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“