Kom forsætisráðherra á óvart að breytingar á skipan Stjórnarráðsins kosta tæpan hálfan milljarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 10:58 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í kostnað við breytingar á skipan Stjórnarráðsins en ríkisstjórnin ákvað að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar ráðuneyti samgöngu-og sveitarstjórnarmála. Þingmaðurinn benti á að í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu forsætisráðherra vegna breytinga hafi komið fram að ekkert kostnaðarmat hefði farið fram á því hvað þær myndu kosta. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd og upplýsti Svandís að nefndin hefði fengið þær upplýsingar að breytingarnar muni kosta um 120 milljónir á ársgrundvelli eða tæpan hálfan milljarð á kjörtímabilinu. Svandís spurði Bjarna hvort að þessi tala kæmi honum óþægilega á óvart eins og henni og svaraði Bjarni því til þegar hann kom í pontu að hún gerði það. „Það er sjálfsagt að segja frá því að þessi tala kemur mér á óvart og mér finnst hún ekki koma til greina. Mér finnst hún ekki koma til greina því það er ekki verið að bæta við nýjum ráðherra, nýjum bílstjóra, nýjum ritara og ekki nýju húsnæði heldur er eingöngu verið að tala um aðskilnað ráðuneyta. [...] Mér finnst ekki koma til greina að það sé lagt upp með þennan kostnað af hálfu ráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að honum þætti ekki koma til greina að halda áfram með málið á þessum forsendum og að það þyrfti að hugsa betur. Bjarni kvaðst þó gera sér grein fyrir því að breytingarnar myndu kosta einhver störf, til að mynda þyrfti að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra. „En ég geri þá kröfu til Stjórnarráðsins að menn leiti leiða til að sparnaðar og grípi ekki tækifærin til að bæta við sig.“ Svandís þakkaði ráðherranum fyrir skýr svör en spurði ráðherra hvort hann teldi enn rétt að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneytinu. Bjarni svaraði því til að hann teldi það enn vera rétt að koma á sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og hins vegar ráðuneyti samgönu-og sveitarstjórnmála. „Það verður hins vegar ekki af því ef innanríkisráðuneytið getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun en þá sem er raunhæfari en þessi sem nefndinni hefur borist. [...] Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaður er yfir 100 milljónir bara við uppskiptinguna,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt væri að lækka kostnaðinn. Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í kostnað við breytingar á skipan Stjórnarráðsins en ríkisstjórnin ákvað að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar ráðuneyti samgöngu-og sveitarstjórnarmála. Þingmaðurinn benti á að í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu forsætisráðherra vegna breytinga hafi komið fram að ekkert kostnaðarmat hefði farið fram á því hvað þær myndu kosta. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd og upplýsti Svandís að nefndin hefði fengið þær upplýsingar að breytingarnar muni kosta um 120 milljónir á ársgrundvelli eða tæpan hálfan milljarð á kjörtímabilinu. Svandís spurði Bjarna hvort að þessi tala kæmi honum óþægilega á óvart eins og henni og svaraði Bjarni því til þegar hann kom í pontu að hún gerði það. „Það er sjálfsagt að segja frá því að þessi tala kemur mér á óvart og mér finnst hún ekki koma til greina. Mér finnst hún ekki koma til greina því það er ekki verið að bæta við nýjum ráðherra, nýjum bílstjóra, nýjum ritara og ekki nýju húsnæði heldur er eingöngu verið að tala um aðskilnað ráðuneyta. [...] Mér finnst ekki koma til greina að það sé lagt upp með þennan kostnað af hálfu ráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að honum þætti ekki koma til greina að halda áfram með málið á þessum forsendum og að það þyrfti að hugsa betur. Bjarni kvaðst þó gera sér grein fyrir því að breytingarnar myndu kosta einhver störf, til að mynda þyrfti að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra. „En ég geri þá kröfu til Stjórnarráðsins að menn leiti leiða til að sparnaðar og grípi ekki tækifærin til að bæta við sig.“ Svandís þakkaði ráðherranum fyrir skýr svör en spurði ráðherra hvort hann teldi enn rétt að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneytinu. Bjarni svaraði því til að hann teldi það enn vera rétt að koma á sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og hins vegar ráðuneyti samgönu-og sveitarstjórnmála. „Það verður hins vegar ekki af því ef innanríkisráðuneytið getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun en þá sem er raunhæfari en þessi sem nefndinni hefur borist. [...] Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaður er yfir 100 milljónir bara við uppskiptinguna,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt væri að lækka kostnaðinn.
Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira