Umfjöllun og viðtöl: Akureyri-Afturelding 29-26 | Akureyringar öflugir Ólafur Haukur Tómasson skrifar 2. mars 2017 20:15 Bergvin Þór Gíslason var með sjö mörk í seinni háfleiknum. Vísir/Vilhelm Akureyringar ætla að nýta sér heimavöllinn sinn vel á nýju ári en þeir unnu þriggja marka sigur á Aftureldingu, 29-26, í KA-húsinu í kvöld á sama stað og þeir unnu sannfærandi sigur á Valsmönnum á dögunum. Afturelding er því enn á sigurs í deildinni á árinu 2017 en uppskeran úr fjórum fyrstu leikjunum er aðeins eitt stig. Afturelding byrjaði báða hálfleiki illa í kvöld og það nýttu norðanmenn sér vel. Tomas Olason átti mjög góðan leik í marki Akureyrarliðsins og varði alls 20 skot í leiknum. Bergvin Þór Gíslason var markahæstur norðanmanna með átta mörk en þeir Igor Kopyshynskyi og Kristján Orri Jóhannsson skoruðu fimm mörk. Bergvin skoraði sjö af átta mörkum sínum í seinni hálfleiknum þar sem Mosfellingar réðu ekkert við hann. Bæði lið þurftu á stigunum að halda en þau eru alveg á sitt hvorum enda töflunnar. Akureyri þurfti stigin tvö til að halda í við liðin sem ekki eru í fallsæti og Afturelding er í harðri baráttu við Hauka og FH á toppnum. Akureyri byrjaði leikinn betur og leiddu með þremur mörkum á fyrstu mínútunum en það jafnaðist svo snemma ú tog var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 10-10 í hálfleik. Gunnar Þórsson skoraði jöfnunarmark gestanna á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn byrjaði mjög svipað og sá fyrri en Akureyringar byrjuðu betur og áttu fyrstu mörk hans og komust tveimur mörkum yfir. Því héldu þeir svo út mest allan leikinn en munurinn varð mestur fjögur mörk og lauk honum með þriggja marka sigri Akureyrar, 26-23. Heimamenn tryggja sér því mikilvæg tvö stig og jafna Gróttu og Stjörnuna að stigum en Mosfellingarnir leita enn að sínum fyrsta deildarsigri á árinu. Atkvæðamestir í liði Akureyrar voru þeir Bergvin Þór Gíslason sem skoraði átta mörk og Tomas Olason sem varði tuttugu skot. Árni Bragi Eyjólfsson og Ásgeir Elvarsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Aftureldingu og Kristófer Fannar varði þrettán skot.Einar Andri: Menn þurfa að fara að horfa í spegil „Akureyri barðist af miklu meiri krafti og vilja en við gerum og áttu sigurinn skilið. Þeir lögðu líf og sál í þetta og það eru leikmenn hérna hjá mér sem þurfa að horfa í spegilinn og taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að vera með í þessu Íslandsmóti núna,” sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. Leikmenn Aftureldingar voru ekki að ná fram sínum besta leik í kvöld og komu til að mynda langir kaflar þar sem þeim gekk illa að skora. Einar vildi ekki taka velja eitthvað eitt atriði sem honum fannst hafa farið úrskeiðis hjá sínum mönnum annað en það að hugurinn í leikmönnum hafi hreinlega ekki verið rétt stilltur. „Við vorum undir í baráttu hvort sem það var í vörn eða sókn. Það var enginn vilji eða kraftur til að fara í einhverjar aðgerðir og annað. Þetta byrjar og endar á vilja, ákefð og því að hafa einhvern áhuga á þessu,” sagði Einar Andri „Þetta snýst einfaldlega um vilja og baráttu. Þegar menn berjast fyrir hvorn annan þá koma góðir hlutir,” bætti Einar við en Aftureldingar leitar enn að fyrsta deildarsigri sínum eftir áramót og töpuðu í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.Sverre: Orðin samkeppni um stöður „Þetta var skrítinn leikur. Mér fannst við vera lengi í gang en við fengum sem betur fer vörn og markvörslu í fyrri hálfleik. Tomas var að verja boltann vel sem gaf okkur sjálfstraust í vörninni og þurftum ekki að skora alltaf í sókninni en við vorum frekar stirðir þar. Í seinni hálfleik liðkaðist meira um þetta, við náðum að vinna boltann og keyra aðeins meira á þetta og fáum betri sénsa,” sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir sigur sinna manna. „Við náðum að halda forskoti og þeir fóru að taka sénsa sem við nýttum okkur það og fengum færin sem við vildum fá. Þetta var glæsilegt og frábær sigur í þessari baráttu sem við erum í,” sagði Sverre. Akureyri hefur verið að fá nokkra lykilmenn sem hafa verið meiddir stóran part leiktíðar og er Sverre, sem nýlega tók fram skóna aftur tímabundið, mjög ánægður að það er að koma aftur breidd í hans lið. „Okkur vantar enn nokkra í liðið. Patti var ekki með né Stropus og Robbi. Við vinnum í lausnum og grátum ekki yfir vandamálunum. Það var flott að fá Begga inn og Binna því það reddar vinstri hlið vallarins og svo verð ég kannski eitthvað meira með því Stropus kemur ekki inn og þetta er orðin samkeppni um stöður sem er æðislegt,” sagði Sverre. Leikmenn Akureyrar barðist vel í leiknum og sýndu sterkan karakter þegar þeim tókst að klára leikinn og næla sér í mikilvæg tvö stig í fallbaráttunni. Sverre segist afar ánægður með hugarfar og framlag sinna manna á erfiðri leiktíð. „Strákarnir leggja sig alltaf fram. Við höfum verið í einna mesta mótlæti allra liða frá ágúst og í janúar lok. Strákarnir hafa alltaf lagt sig fram og það hafa verið jafnir leikir og í sumum hefðum við ekki átt að eiga séns í á blöðunum. Ég er mjög stoltur af strákunum þó staðan sé eins og hún er þá hefur það ekkert með karakter liðsins að gera. Þetta er jöfn og erfið deild og oft hefði þessi stigafjöldi kannski getað verið nokkuð þægilegur en þetta er bara mjög jöfn og skemmtileg barátta," sagði Sverre. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Akureyringar ætla að nýta sér heimavöllinn sinn vel á nýju ári en þeir unnu þriggja marka sigur á Aftureldingu, 29-26, í KA-húsinu í kvöld á sama stað og þeir unnu sannfærandi sigur á Valsmönnum á dögunum. Afturelding er því enn á sigurs í deildinni á árinu 2017 en uppskeran úr fjórum fyrstu leikjunum er aðeins eitt stig. Afturelding byrjaði báða hálfleiki illa í kvöld og það nýttu norðanmenn sér vel. Tomas Olason átti mjög góðan leik í marki Akureyrarliðsins og varði alls 20 skot í leiknum. Bergvin Þór Gíslason var markahæstur norðanmanna með átta mörk en þeir Igor Kopyshynskyi og Kristján Orri Jóhannsson skoruðu fimm mörk. Bergvin skoraði sjö af átta mörkum sínum í seinni hálfleiknum þar sem Mosfellingar réðu ekkert við hann. Bæði lið þurftu á stigunum að halda en þau eru alveg á sitt hvorum enda töflunnar. Akureyri þurfti stigin tvö til að halda í við liðin sem ekki eru í fallsæti og Afturelding er í harðri baráttu við Hauka og FH á toppnum. Akureyri byrjaði leikinn betur og leiddu með þremur mörkum á fyrstu mínútunum en það jafnaðist svo snemma ú tog var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 10-10 í hálfleik. Gunnar Þórsson skoraði jöfnunarmark gestanna á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn byrjaði mjög svipað og sá fyrri en Akureyringar byrjuðu betur og áttu fyrstu mörk hans og komust tveimur mörkum yfir. Því héldu þeir svo út mest allan leikinn en munurinn varð mestur fjögur mörk og lauk honum með þriggja marka sigri Akureyrar, 26-23. Heimamenn tryggja sér því mikilvæg tvö stig og jafna Gróttu og Stjörnuna að stigum en Mosfellingarnir leita enn að sínum fyrsta deildarsigri á árinu. Atkvæðamestir í liði Akureyrar voru þeir Bergvin Þór Gíslason sem skoraði átta mörk og Tomas Olason sem varði tuttugu skot. Árni Bragi Eyjólfsson og Ásgeir Elvarsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Aftureldingu og Kristófer Fannar varði þrettán skot.Einar Andri: Menn þurfa að fara að horfa í spegil „Akureyri barðist af miklu meiri krafti og vilja en við gerum og áttu sigurinn skilið. Þeir lögðu líf og sál í þetta og það eru leikmenn hérna hjá mér sem þurfa að horfa í spegilinn og taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að vera með í þessu Íslandsmóti núna,” sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. Leikmenn Aftureldingar voru ekki að ná fram sínum besta leik í kvöld og komu til að mynda langir kaflar þar sem þeim gekk illa að skora. Einar vildi ekki taka velja eitthvað eitt atriði sem honum fannst hafa farið úrskeiðis hjá sínum mönnum annað en það að hugurinn í leikmönnum hafi hreinlega ekki verið rétt stilltur. „Við vorum undir í baráttu hvort sem það var í vörn eða sókn. Það var enginn vilji eða kraftur til að fara í einhverjar aðgerðir og annað. Þetta byrjar og endar á vilja, ákefð og því að hafa einhvern áhuga á þessu,” sagði Einar Andri „Þetta snýst einfaldlega um vilja og baráttu. Þegar menn berjast fyrir hvorn annan þá koma góðir hlutir,” bætti Einar við en Aftureldingar leitar enn að fyrsta deildarsigri sínum eftir áramót og töpuðu í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.Sverre: Orðin samkeppni um stöður „Þetta var skrítinn leikur. Mér fannst við vera lengi í gang en við fengum sem betur fer vörn og markvörslu í fyrri hálfleik. Tomas var að verja boltann vel sem gaf okkur sjálfstraust í vörninni og þurftum ekki að skora alltaf í sókninni en við vorum frekar stirðir þar. Í seinni hálfleik liðkaðist meira um þetta, við náðum að vinna boltann og keyra aðeins meira á þetta og fáum betri sénsa,” sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir sigur sinna manna. „Við náðum að halda forskoti og þeir fóru að taka sénsa sem við nýttum okkur það og fengum færin sem við vildum fá. Þetta var glæsilegt og frábær sigur í þessari baráttu sem við erum í,” sagði Sverre. Akureyri hefur verið að fá nokkra lykilmenn sem hafa verið meiddir stóran part leiktíðar og er Sverre, sem nýlega tók fram skóna aftur tímabundið, mjög ánægður að það er að koma aftur breidd í hans lið. „Okkur vantar enn nokkra í liðið. Patti var ekki með né Stropus og Robbi. Við vinnum í lausnum og grátum ekki yfir vandamálunum. Það var flott að fá Begga inn og Binna því það reddar vinstri hlið vallarins og svo verð ég kannski eitthvað meira með því Stropus kemur ekki inn og þetta er orðin samkeppni um stöður sem er æðislegt,” sagði Sverre. Leikmenn Akureyrar barðist vel í leiknum og sýndu sterkan karakter þegar þeim tókst að klára leikinn og næla sér í mikilvæg tvö stig í fallbaráttunni. Sverre segist afar ánægður með hugarfar og framlag sinna manna á erfiðri leiktíð. „Strákarnir leggja sig alltaf fram. Við höfum verið í einna mesta mótlæti allra liða frá ágúst og í janúar lok. Strákarnir hafa alltaf lagt sig fram og það hafa verið jafnir leikir og í sumum hefðum við ekki átt að eiga séns í á blöðunum. Ég er mjög stoltur af strákunum þó staðan sé eins og hún er þá hefur það ekkert með karakter liðsins að gera. Þetta er jöfn og erfið deild og oft hefði þessi stigafjöldi kannski getað verið nokkuð þægilegur en þetta er bara mjög jöfn og skemmtileg barátta," sagði Sverre.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira