Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Ak. 97-77 | Hraðlestin ræst í Keflavík Árni Jóhannsson í Sláturhúsinu skrifar 6. mars 2017 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/anton Keflvíkingar unnu Þór frá Akureyri nokkuð sannfærandi í TM-höllinni í kvöld, 97-77. Heimamenn byrjuðu af fítonskrafti og tóku fótinn aldrei af bensíngjöfinni og jafnt og þétt byggðu þeir upp forskot sem að Þórsarar náðu aldrei að brúa. Eftir 7-0 byrjun heimamanna þá héldu þeir sig við sitt leikplan um að hleypa gestunum aldrei inn í leikinn sem að tókst mjög vel. Þór Akureyri reyndi eins og þeir gátu að setja saman sprett til að minnka muninn en heimamenn áttu alltaf svar fið aðgerðum þeirra, hvort sem það var í vörn eða sókn. Leikar enduðu 97-77 og Keflvikingar líklega búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.Afhverju vann Keflavík?Eins og áður sagði þá náðu heimamenn völdum mjög snemma og náðu að keyra yfir Þórsara sem sáu aldrei til sólar. Keflvíkingar spiluðu grimma vörn nánast allan leikinn og þess til dæmis þá spiluðu þeir pressuvörn allan fyrsta leikhlutann sem virðist hafa slegið Akureyringa út af laginu bæði í vörn og sókn. Heimamenn náðu síðan að halda ákafanum allan leikinn og jafnt og þétt bættu þeir við forskot sitt. Munurinn í lokinn var 20 stig en hefði getað verið meiri en minni spámenn fengu góðar mínútur í lokin og var það eini tíminn sem var eitthvað jafnræði með liðunum.Hvað gekk vel??Að sögn þjálfara Þórs voru heimamenn nánast að spila óaðfinnanlega og hefur hann ekki rangt fyrir sér. Vörn heimamanna small og í kjölfarið kom sóknarleikurinn með góðri hittni. Þá verður að tala um það hversu auðveldlega heimamenn komust inn í teig Þórs, sem hafa Tryggva Snæ í sínu liði, og skora auðveldar körfur. Þar fór Amin Khalil Stevens mikinn en hann skilaði 33 stigum í hús fyrir sína menn og líklega voru flestar af stoðsendingunum 9 sem Hörðu Axel Vilhjálmsson sendi, í hendurnar á Stevens.Hvað gekk illa?Eins og Keflvíkingar voru nánast fullkomnir í sínum leik þá áttu Þórsarar erfitt með að finna taktinn í leik sínum. Það virtist eins og að þeir hafi ekki mætt tilbúnir til leiks og fyrst að þeir hleyptu Keflvíkingum svona vel af stað þá var lítið hægt að gera til að snúa taflinu við þegar leið á leikinn.Tölfræði sem vakti athygli?Tveggja stiga nýting Amin Khalil Stevens er algjörlega til fyrirmyndar. Hann hitti 14 af 20 skottilraunum í leiknum sem þýðir 70% nýting. Hann er náttúrlega ekki langt frá körfunni þegar hann reynir skot sín en það þarf að setja þau í körfuna eins og öll önnur skot. Það vekur þá athygli einnig að hann hafi ekki náð nema átta fráköstum í leiknum en venjulega nær hann í 15 fráköst að meðaltali.Hvað næst?Keflvíkingar tryggðu sæti sitt í úrslitakeppninni þetta árið en Þórsarar eiga enn eftir að tryggja sig þangað inn en þeir eru ekki úr leik. Næst hjá Þórsurum er leikur á móti Snæfell fyrir norðan og eiga þeir góða möguleika á því að vinna þann leik sem þýðir að þeir komast í úrslitakeppnina ef það tekst. Keflvíkingar fara í Breiðholtið og verður það prufa fyrir úrslitakeppnina, þvílíkur er ákafinn í Herts-hellinum þessa dagana.Friðrik Ingi Rúnarsson: Við mættum óhræddir og grimmir í leikinn sem skilaði sigrinum í kvöld„Það gekk kannski ekki allt upp hjá okkur en mjög margt af því sem við töluðum um fyrir leik“, sagði þjáflari Keflvíkinga eftir leik í kvöld en hann var spurður að því hvort allt hefði gengið upp hjá hans mönnum. „Við lögðum þennan leik upp sem leikinn sem við ætluðum að tryggja okkur inn í úrslitakeppnina endanlega þannig að við þyrftum ekki að treysta á neitt annað en okkur sjálfa. Það vildum við gera á heimavelli fyrir framan okkar áhorfendur og búa til smá stemmningu inn í úrslitakeppnina. Ég var mjög ánægður með kraftinn og áræðnina í mínum mönnum frá fyrstu mínútu leiksins.“ „Við vorum fyrst og fremst mjög hreyfanlegir í vörninni í dag, við gerum okkur grein fyrir því að Þór er með mjög gott lið. Benni er eldri en tvævetur í þessu og gert góða hluti með sitt lið sem hefur verið að spila vel að undanförnu og vinna Njarðvík og KR til dæmis. Við bárum mikla virðingu fyrir Þór og fyrir þessum leik en nálguðumst þennan leik sammt óhræddir og grimmir og það skilaði sigrinum í dag.“ Friðrik var að loku spurður út í framhaldið og hvort han væri farinn að leiða hugann að úrslitakeppninni en einn leikur er eftir af deildarkeppninni á mót ÍR í Breiðholtinu en það er mikil stemmning í Hertz-hellinum þessa dagana. „ÍR er á góður skriði þessa dagana og áhorfendur þeirra stórkostlegir og mikil stemmning á bakvið liðið og það verður líklega mikil úrslitakeppnisstemmning í þessum leik. Það verður ákveðin áskorun að takast á við hann. Ég er í sjálfu sér ekkert farinn að spá í úrslitakeppnina, við vitum ekki á móti hverjum við spilum en ég held samt sem áður að úrslitakeppnin hefur allt til að verða mjög skemmtileg en deildarkeppnin er búin að vera mjög jöfn og spennandi í vetur.“Benedikt Guðmundsson: Lykil leikur fyrir okkur á fimmtudagHann var að vonum svekktur með úrslitin, þjálfari Þórs en að sama skapi sagðist hann oft hafa verið fúlari eftir tapleiki þegar hann var spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn eftir leik. „ÉG sagði nú mest lítið en ég hef oft verið miklu fúlari eftir tapleik en hérna í kvöld. Við verðum að gefa Keflavík kredit fyrir leikinn í kvöld. Þeir voru að spila nánast óaðfinnanlega á löngum köflum í kvöld, voru að hitta vel og eru bara hörkulið. Þeir hefðu líklega unnið hvaða lið sem er í kvöld en að sjálfsögðu hefði ég viljað hafa minni mun en ég er allst ekkert brjálaður út í mína menn í kvöld. Að mínu mati voru Keflvíkingar að spila mjög vel í kvöld.“ Benedikt var spurður að því hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í sínum leik og svaraði Benedikt: „Alveg klárlega, við áttum ekki okkar besta leik. Við höfum verið mikið jó-jó og var þessi leikur líklega mitt á milli þó að úrslitin gefi það ekki til kynna. Þetta kombó sem Keflvíkingar eru með Hörður Axel og Stevens er rosalegt. Þeir eiga náttúrlega ekkert að vera hérna á Íslandi þó það sé gaman að hafa þá í deildinni en það er ekkert sérstaklega gaman að mæta þeim í þessi tvö skipti í vetur sem við mættum þeim. Við ráðum illa við Stevens og mötchum illa við þá báða í raun og veru. Þeir voru gjörsamlega afburða í kvöld og líka í fyrri leiknum, þeir fengu svo mikla hjálp þegar þeir voru að draga menn í sig.“ Benedikt var að lokum beðinn að leggja mat á leikinn á móti Snæfell á fimmtudaginn en hann er lykil leikur upp á framhaldið hjá Þór. „Þetta er algjör lykil leikur fyrir okkur og hvar við endum þessa deildarkeppni. Við þurfum að vinna hann til að tryggja okkur inn í úrslitakeppnina og það breytir litlu hvaða lið maður færi í úrslitakeppninni. Það eru kannski risarnir þrír á toppnum sem eru kannski með sterkustu hópana. Það skiptir engu máli hverjum af þeim maður mætir en við þurfum að byrja á því að vinna Snæfell sem eru í dag sýnd veiði en ekki gefin.“Keflavík-Þór Ak. 97-77 (28-13, 29-25, 29-27, 11-12)Keflavík: Amin Khalil Stevens 33/8 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Hörður Axel Vilhjálmsson 26/7 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Magnús Már Traustason 15, Ágúst Orrason 8, Guðmundur Jónsson 7/9 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 5, Reggie Dupree 3.Þór Ak.: George Beamon 18/5 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15/12 fráköst/4 varin skot, Darrel Keith Lewis 14/12 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 10, Sindri Davíðsson 9, Ingvi Rafn Ingvarsson 8/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 3/5 fráköst.Bein lýsing: Keflavík - Þór Ak.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu Þór frá Akureyri nokkuð sannfærandi í TM-höllinni í kvöld, 97-77. Heimamenn byrjuðu af fítonskrafti og tóku fótinn aldrei af bensíngjöfinni og jafnt og þétt byggðu þeir upp forskot sem að Þórsarar náðu aldrei að brúa. Eftir 7-0 byrjun heimamanna þá héldu þeir sig við sitt leikplan um að hleypa gestunum aldrei inn í leikinn sem að tókst mjög vel. Þór Akureyri reyndi eins og þeir gátu að setja saman sprett til að minnka muninn en heimamenn áttu alltaf svar fið aðgerðum þeirra, hvort sem það var í vörn eða sókn. Leikar enduðu 97-77 og Keflvikingar líklega búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.Afhverju vann Keflavík?Eins og áður sagði þá náðu heimamenn völdum mjög snemma og náðu að keyra yfir Þórsara sem sáu aldrei til sólar. Keflvíkingar spiluðu grimma vörn nánast allan leikinn og þess til dæmis þá spiluðu þeir pressuvörn allan fyrsta leikhlutann sem virðist hafa slegið Akureyringa út af laginu bæði í vörn og sókn. Heimamenn náðu síðan að halda ákafanum allan leikinn og jafnt og þétt bættu þeir við forskot sitt. Munurinn í lokinn var 20 stig en hefði getað verið meiri en minni spámenn fengu góðar mínútur í lokin og var það eini tíminn sem var eitthvað jafnræði með liðunum.Hvað gekk vel??Að sögn þjálfara Þórs voru heimamenn nánast að spila óaðfinnanlega og hefur hann ekki rangt fyrir sér. Vörn heimamanna small og í kjölfarið kom sóknarleikurinn með góðri hittni. Þá verður að tala um það hversu auðveldlega heimamenn komust inn í teig Þórs, sem hafa Tryggva Snæ í sínu liði, og skora auðveldar körfur. Þar fór Amin Khalil Stevens mikinn en hann skilaði 33 stigum í hús fyrir sína menn og líklega voru flestar af stoðsendingunum 9 sem Hörðu Axel Vilhjálmsson sendi, í hendurnar á Stevens.Hvað gekk illa?Eins og Keflvíkingar voru nánast fullkomnir í sínum leik þá áttu Þórsarar erfitt með að finna taktinn í leik sínum. Það virtist eins og að þeir hafi ekki mætt tilbúnir til leiks og fyrst að þeir hleyptu Keflvíkingum svona vel af stað þá var lítið hægt að gera til að snúa taflinu við þegar leið á leikinn.Tölfræði sem vakti athygli?Tveggja stiga nýting Amin Khalil Stevens er algjörlega til fyrirmyndar. Hann hitti 14 af 20 skottilraunum í leiknum sem þýðir 70% nýting. Hann er náttúrlega ekki langt frá körfunni þegar hann reynir skot sín en það þarf að setja þau í körfuna eins og öll önnur skot. Það vekur þá athygli einnig að hann hafi ekki náð nema átta fráköstum í leiknum en venjulega nær hann í 15 fráköst að meðaltali.Hvað næst?Keflvíkingar tryggðu sæti sitt í úrslitakeppninni þetta árið en Þórsarar eiga enn eftir að tryggja sig þangað inn en þeir eru ekki úr leik. Næst hjá Þórsurum er leikur á móti Snæfell fyrir norðan og eiga þeir góða möguleika á því að vinna þann leik sem þýðir að þeir komast í úrslitakeppnina ef það tekst. Keflvíkingar fara í Breiðholtið og verður það prufa fyrir úrslitakeppnina, þvílíkur er ákafinn í Herts-hellinum þessa dagana.Friðrik Ingi Rúnarsson: Við mættum óhræddir og grimmir í leikinn sem skilaði sigrinum í kvöld„Það gekk kannski ekki allt upp hjá okkur en mjög margt af því sem við töluðum um fyrir leik“, sagði þjáflari Keflvíkinga eftir leik í kvöld en hann var spurður að því hvort allt hefði gengið upp hjá hans mönnum. „Við lögðum þennan leik upp sem leikinn sem við ætluðum að tryggja okkur inn í úrslitakeppnina endanlega þannig að við þyrftum ekki að treysta á neitt annað en okkur sjálfa. Það vildum við gera á heimavelli fyrir framan okkar áhorfendur og búa til smá stemmningu inn í úrslitakeppnina. Ég var mjög ánægður með kraftinn og áræðnina í mínum mönnum frá fyrstu mínútu leiksins.“ „Við vorum fyrst og fremst mjög hreyfanlegir í vörninni í dag, við gerum okkur grein fyrir því að Þór er með mjög gott lið. Benni er eldri en tvævetur í þessu og gert góða hluti með sitt lið sem hefur verið að spila vel að undanförnu og vinna Njarðvík og KR til dæmis. Við bárum mikla virðingu fyrir Þór og fyrir þessum leik en nálguðumst þennan leik sammt óhræddir og grimmir og það skilaði sigrinum í dag.“ Friðrik var að loku spurður út í framhaldið og hvort han væri farinn að leiða hugann að úrslitakeppninni en einn leikur er eftir af deildarkeppninni á mót ÍR í Breiðholtinu en það er mikil stemmning í Hertz-hellinum þessa dagana. „ÍR er á góður skriði þessa dagana og áhorfendur þeirra stórkostlegir og mikil stemmning á bakvið liðið og það verður líklega mikil úrslitakeppnisstemmning í þessum leik. Það verður ákveðin áskorun að takast á við hann. Ég er í sjálfu sér ekkert farinn að spá í úrslitakeppnina, við vitum ekki á móti hverjum við spilum en ég held samt sem áður að úrslitakeppnin hefur allt til að verða mjög skemmtileg en deildarkeppnin er búin að vera mjög jöfn og spennandi í vetur.“Benedikt Guðmundsson: Lykil leikur fyrir okkur á fimmtudagHann var að vonum svekktur með úrslitin, þjálfari Þórs en að sama skapi sagðist hann oft hafa verið fúlari eftir tapleiki þegar hann var spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn eftir leik. „ÉG sagði nú mest lítið en ég hef oft verið miklu fúlari eftir tapleik en hérna í kvöld. Við verðum að gefa Keflavík kredit fyrir leikinn í kvöld. Þeir voru að spila nánast óaðfinnanlega á löngum köflum í kvöld, voru að hitta vel og eru bara hörkulið. Þeir hefðu líklega unnið hvaða lið sem er í kvöld en að sjálfsögðu hefði ég viljað hafa minni mun en ég er allst ekkert brjálaður út í mína menn í kvöld. Að mínu mati voru Keflvíkingar að spila mjög vel í kvöld.“ Benedikt var spurður að því hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í sínum leik og svaraði Benedikt: „Alveg klárlega, við áttum ekki okkar besta leik. Við höfum verið mikið jó-jó og var þessi leikur líklega mitt á milli þó að úrslitin gefi það ekki til kynna. Þetta kombó sem Keflvíkingar eru með Hörður Axel og Stevens er rosalegt. Þeir eiga náttúrlega ekkert að vera hérna á Íslandi þó það sé gaman að hafa þá í deildinni en það er ekkert sérstaklega gaman að mæta þeim í þessi tvö skipti í vetur sem við mættum þeim. Við ráðum illa við Stevens og mötchum illa við þá báða í raun og veru. Þeir voru gjörsamlega afburða í kvöld og líka í fyrri leiknum, þeir fengu svo mikla hjálp þegar þeir voru að draga menn í sig.“ Benedikt var að lokum beðinn að leggja mat á leikinn á móti Snæfell á fimmtudaginn en hann er lykil leikur upp á framhaldið hjá Þór. „Þetta er algjör lykil leikur fyrir okkur og hvar við endum þessa deildarkeppni. Við þurfum að vinna hann til að tryggja okkur inn í úrslitakeppnina og það breytir litlu hvaða lið maður færi í úrslitakeppninni. Það eru kannski risarnir þrír á toppnum sem eru kannski með sterkustu hópana. Það skiptir engu máli hverjum af þeim maður mætir en við þurfum að byrja á því að vinna Snæfell sem eru í dag sýnd veiði en ekki gefin.“Keflavík-Þór Ak. 97-77 (28-13, 29-25, 29-27, 11-12)Keflavík: Amin Khalil Stevens 33/8 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Hörður Axel Vilhjálmsson 26/7 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Magnús Már Traustason 15, Ágúst Orrason 8, Guðmundur Jónsson 7/9 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 5, Reggie Dupree 3.Þór Ak.: George Beamon 18/5 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15/12 fráköst/4 varin skot, Darrel Keith Lewis 14/12 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 10, Sindri Davíðsson 9, Ingvi Rafn Ingvarsson 8/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 3/5 fráköst.Bein lýsing: Keflavík - Þór Ak.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira