Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Selfoss 29-29 | Jafnt í háspennu leik Guðmundur Marinó Ingvarsson í Hertz-höllinni skrifar 6. mars 2017 21:30 Unglingalandsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Aron Dagur Pálsson takast á. vísir/anton Grótta og Selfoss skildu jöfn 29-29 í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta á Seltjarnanesi í kvöld. Selfoss var 15-13 yfir í hálfleik.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Ungir og efnilegir leikstjórnendur liðanna stýrðu spilinu vel og var leikurinn heilt yfir vel leikinn þó spennan hafi haft sín áhrif á gæðin undir lokin. Aron Dagur Pálsson hjá Gróttu lék samherja sína vel uppi og Elvar Örn Jónsson stýrði góðu flæði í sóknarleik Selfoss. Fyrir vikið var leikurinn hin besta skemmtun. Grótta skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en það var í eina skiptið sem það munaði meira en einu marki á liðunum þar til þrjár mínútur voru til hálfleiks. Selfoss lagði grunninn að forystu sinni í hálfleik með fjórum af sex síðustu mörkum hálfleiksins. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir og var með frumkvæðið lengst af seinni hálfleik en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigur á síðustu mínútunni. Einar Sverrisson fékk fínt færi til að tryggja Selfossi sigurinn en Lárus Helgi Ólafsson varði frá honum áður en leiktíminn rann út. Þetta var aðeins annað stig Selfoss í fimm leikjum eftir að deildin fór af stað eftir frí en liðið er með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti. Grótta er í 8. sæti með 16 stig í harðri fimm liða fallbaráttu. Finnur Ingi: Það er ekkert óvart í þessu sporti„Ég hugsa að þetta sé sanngjarnt. Þetta sveiflast til og frá. Við náum ágætis sprett í byrjun seinni hálfleiks og þeir koma til baka,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson sem átti góðan leik fyrir Gróttu þrátt fyrir að fá rautt spjald þegar tíu mínútur voru eftir. „Þetta er fram og til baka og það hefði verið djöfullegt ef þeir hefðu skorað í síðustu sókninni. Þeir fá færi til þess og frákastið poppar út í horn. Ég veit ekki af hverju það var enginn þar en það er önnur saga. „Sem betur fer rann þetta en ég held að þetta sé sanngjarnt,“ sagði Finnur. Grótta er nú með stigi meira en tvö neðstu lið deildarinnar í harðri og jafnri fallbaráttu. Liðið hefur þó náð í fimm stig í fimm leikjum eftir jólafrí og lítur ágætlega út. „Við erum innbyrðis á móti Selfossi og það getur talið fyrir rest. Það er fínt. En þetta er svakalegur fimm liða pakki sem Selfoss er komið ofan í núna. „Það er ómögulegt að segja þegar sex leikir eru eftir. Þetta getur farið allavega. Þetta er gott fyrir áhorfandann. „Við höfum verið að bæta okkar leik undanfarið eftir pásuna. Það er svo mikið undir í þessum leik að gæði falla kannski aðeins í kvöld. Lengi framan af voru gæðin ágæt en við vorum að drífa okkur allt of mikið í byrjun leiks, þar á meðal ég. „Ég held að gæðin hafi verið upp á við hjá okkur,“ sagði Finnur sem gat lítið kvartað undan rauða spjaldinu sem hann fékk fyrir að fara aftan í skothöndina á Hergeiri Grímssyni í vinstra horninu hjá Selfossi. „Það er eiginlega ekkert við því að segja. Þetta var eins óvart og það verður en þeir segja að það sé ekkert óvart í sportinu. Við flækjum hendur saman. „Þetta lítur illa út og þeir dæma rautt eftir því. Ég held að það sé lítið við því að segja þó þetta sé grautfúlt þegar það gerist. En hann á skot og skorar og ég vil meina að það sýni aðeins að ég reyndi að forðast snertinguna þegar ég fann að hún hana,“ sagði Finnur Ingi. Einar: Barátta upp á líf og dauða í hverjum leikEinar Sverrisson fékk tækifæri til að skora sitt níunda mark fyrir Selfoss í kvöld rétt áður en leiknum lauk og var að vonum svekktur að hafa ekki stolið báðum stigunum eftir jafnan leik á Nesinu í kvöld. „Djöfull hefði ég viljað bæði stigin. Það hefði verið kærkomið,“ sagði Einar. „Við vorum skrefinu á undan í fyrri hálfleik og þeir í seinni hálfleik og svo var þetta jafnt í restina og hefði getað dottið báðum megin. „Ég fékk fínt skotfæri, Þráinn (Orri Jónsson) var með fjærhornið og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) lagðist í nær. Svo dettur frákastið fyrir hornamanninn okkar og það munar sekúndu. Svona er þetta stundum.“ Þetta var aðeins annað stigið sem Selfoss nær í eftir áramót í fimm leikjum og hefur liðið sogast niður í fimm liða fallbaráttu. „Þetta er einn klumpur þarna neðri hlutinn og hvert stig er dýrmætt. Við tökum þessu stigi þó það hefði verið ennþá betra að taka bæði stigin. „Eftir áramót er þetta búið að vera upp og ofan. Við höfum átt fína kafla en það dugir ekki. Ég vona að þetta sé að koma hjá okkur. „Það er barátta upp á líf og dauða í hverjum leik. Við erum í baráttu um að halda okkur í deildinni,“ sagði stórskyttan að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Sjá meira
Grótta og Selfoss skildu jöfn 29-29 í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta á Seltjarnanesi í kvöld. Selfoss var 15-13 yfir í hálfleik.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Ungir og efnilegir leikstjórnendur liðanna stýrðu spilinu vel og var leikurinn heilt yfir vel leikinn þó spennan hafi haft sín áhrif á gæðin undir lokin. Aron Dagur Pálsson hjá Gróttu lék samherja sína vel uppi og Elvar Örn Jónsson stýrði góðu flæði í sóknarleik Selfoss. Fyrir vikið var leikurinn hin besta skemmtun. Grótta skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en það var í eina skiptið sem það munaði meira en einu marki á liðunum þar til þrjár mínútur voru til hálfleiks. Selfoss lagði grunninn að forystu sinni í hálfleik með fjórum af sex síðustu mörkum hálfleiksins. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir og var með frumkvæðið lengst af seinni hálfleik en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigur á síðustu mínútunni. Einar Sverrisson fékk fínt færi til að tryggja Selfossi sigurinn en Lárus Helgi Ólafsson varði frá honum áður en leiktíminn rann út. Þetta var aðeins annað stig Selfoss í fimm leikjum eftir að deildin fór af stað eftir frí en liðið er með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti. Grótta er í 8. sæti með 16 stig í harðri fimm liða fallbaráttu. Finnur Ingi: Það er ekkert óvart í þessu sporti„Ég hugsa að þetta sé sanngjarnt. Þetta sveiflast til og frá. Við náum ágætis sprett í byrjun seinni hálfleiks og þeir koma til baka,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson sem átti góðan leik fyrir Gróttu þrátt fyrir að fá rautt spjald þegar tíu mínútur voru eftir. „Þetta er fram og til baka og það hefði verið djöfullegt ef þeir hefðu skorað í síðustu sókninni. Þeir fá færi til þess og frákastið poppar út í horn. Ég veit ekki af hverju það var enginn þar en það er önnur saga. „Sem betur fer rann þetta en ég held að þetta sé sanngjarnt,“ sagði Finnur. Grótta er nú með stigi meira en tvö neðstu lið deildarinnar í harðri og jafnri fallbaráttu. Liðið hefur þó náð í fimm stig í fimm leikjum eftir jólafrí og lítur ágætlega út. „Við erum innbyrðis á móti Selfossi og það getur talið fyrir rest. Það er fínt. En þetta er svakalegur fimm liða pakki sem Selfoss er komið ofan í núna. „Það er ómögulegt að segja þegar sex leikir eru eftir. Þetta getur farið allavega. Þetta er gott fyrir áhorfandann. „Við höfum verið að bæta okkar leik undanfarið eftir pásuna. Það er svo mikið undir í þessum leik að gæði falla kannski aðeins í kvöld. Lengi framan af voru gæðin ágæt en við vorum að drífa okkur allt of mikið í byrjun leiks, þar á meðal ég. „Ég held að gæðin hafi verið upp á við hjá okkur,“ sagði Finnur sem gat lítið kvartað undan rauða spjaldinu sem hann fékk fyrir að fara aftan í skothöndina á Hergeiri Grímssyni í vinstra horninu hjá Selfossi. „Það er eiginlega ekkert við því að segja. Þetta var eins óvart og það verður en þeir segja að það sé ekkert óvart í sportinu. Við flækjum hendur saman. „Þetta lítur illa út og þeir dæma rautt eftir því. Ég held að það sé lítið við því að segja þó þetta sé grautfúlt þegar það gerist. En hann á skot og skorar og ég vil meina að það sýni aðeins að ég reyndi að forðast snertinguna þegar ég fann að hún hana,“ sagði Finnur Ingi. Einar: Barátta upp á líf og dauða í hverjum leikEinar Sverrisson fékk tækifæri til að skora sitt níunda mark fyrir Selfoss í kvöld rétt áður en leiknum lauk og var að vonum svekktur að hafa ekki stolið báðum stigunum eftir jafnan leik á Nesinu í kvöld. „Djöfull hefði ég viljað bæði stigin. Það hefði verið kærkomið,“ sagði Einar. „Við vorum skrefinu á undan í fyrri hálfleik og þeir í seinni hálfleik og svo var þetta jafnt í restina og hefði getað dottið báðum megin. „Ég fékk fínt skotfæri, Þráinn (Orri Jónsson) var með fjærhornið og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) lagðist í nær. Svo dettur frákastið fyrir hornamanninn okkar og það munar sekúndu. Svona er þetta stundum.“ Þetta var aðeins annað stigið sem Selfoss nær í eftir áramót í fimm leikjum og hefur liðið sogast niður í fimm liða fallbaráttu. „Þetta er einn klumpur þarna neðri hlutinn og hvert stig er dýrmætt. Við tökum þessu stigi þó það hefði verið ennþá betra að taka bæði stigin. „Eftir áramót er þetta búið að vera upp og ofan. Við höfum átt fína kafla en það dugir ekki. Ég vona að þetta sé að koma hjá okkur. „Það er barátta upp á líf og dauða í hverjum leik. Við erum í baráttu um að halda okkur í deildinni,“ sagði stórskyttan að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Sjá meira