Haukar endurheimtu toppsætið | Mikilvægur Stjörnusigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2017 21:14 Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraði mikilvæg mörk fyrir Hauka. vísir/anton Tuttugustuogfyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Haukar endurheimtu toppsætið með eins marks sigri á Fram, 26-27.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Framhúsinu og tók meðfylgjandi myndir. Haukar leiddu allan leikinn og voru lengst af með þægilega forystu. Heimir Óli Heimisson kom Haukum í 17-23 en Frammarar svöruðu með sex mörkum í röð og staðan skyndilega orðin jöfn, 23-23. Haukarnir náðu vopnum sínum á ný og kreistu fram mikilvægan sigur á baráttuglöðu liði Fram sem er áfram í 9. sæti deildarinnar.Mörk Fram: Andri Þór Helgason 8/4, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Valdimar Sigurðsson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Andri Björn Ómarsson 1.Mörk Hauka: Daníel Þór Ingason 7/1, Hákon Daði Styrmisson 7/2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Heimir Óli Heimisson 3, Ivan Ivokovic 1, Andri Heimir Friðriksson 1.Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna.vísir/antonStjarnan vann afar mikilvægan sigur á Val, 26-28, þegar liðin mættust í Valshöllinni. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp í 7. sæti deildarinnar. Stjarnan vann þar með alla þrjá leikina gegn Val í Olís-deildinni í vetur. Stjarnan var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum, 9-15, að honum loknum. Valsmenn tóku sig taki í seinni hálfleik og náðu nokkrum sinnum að jafna. Þeir komust hins vegar aldrei yfir og Stjarnan gerði nóg til að ná í stigin tvö.Mörk Vals: Anton Rúnarsson 8/3, Josip Juric Grgic 5, Orri Freyr Gíslason 5, Alexander Örn Júlíusson 3, Sveinn Aron Sveinsson 2, Vignir Stefánsson 2, Atli Karl Bachmann 1.Mörk Stjörnunnar: Ólafur Gústafsson 7, Andri Hjartar Grétarsson 5, Garðar B. Sigurjónsson 5/2, Stefán Darri Þórsson 4, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Hjálmtýr Alfreðsson 1, Ari Pétursson 1.vísir/antonvísir/anton Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Selfoss 29-29 | Jafnt í háspennu leik Grótta og Selfoss skildu jöfn 29-29 í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta á Seltjarnanesi í kvöld. Selfoss var 15-13 yfir í hálfleik. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Tuttugustuogfyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Haukar endurheimtu toppsætið með eins marks sigri á Fram, 26-27.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Framhúsinu og tók meðfylgjandi myndir. Haukar leiddu allan leikinn og voru lengst af með þægilega forystu. Heimir Óli Heimisson kom Haukum í 17-23 en Frammarar svöruðu með sex mörkum í röð og staðan skyndilega orðin jöfn, 23-23. Haukarnir náðu vopnum sínum á ný og kreistu fram mikilvægan sigur á baráttuglöðu liði Fram sem er áfram í 9. sæti deildarinnar.Mörk Fram: Andri Þór Helgason 8/4, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Valdimar Sigurðsson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Andri Björn Ómarsson 1.Mörk Hauka: Daníel Þór Ingason 7/1, Hákon Daði Styrmisson 7/2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Heimir Óli Heimisson 3, Ivan Ivokovic 1, Andri Heimir Friðriksson 1.Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna.vísir/antonStjarnan vann afar mikilvægan sigur á Val, 26-28, þegar liðin mættust í Valshöllinni. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp í 7. sæti deildarinnar. Stjarnan vann þar með alla þrjá leikina gegn Val í Olís-deildinni í vetur. Stjarnan var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum, 9-15, að honum loknum. Valsmenn tóku sig taki í seinni hálfleik og náðu nokkrum sinnum að jafna. Þeir komust hins vegar aldrei yfir og Stjarnan gerði nóg til að ná í stigin tvö.Mörk Vals: Anton Rúnarsson 8/3, Josip Juric Grgic 5, Orri Freyr Gíslason 5, Alexander Örn Júlíusson 3, Sveinn Aron Sveinsson 2, Vignir Stefánsson 2, Atli Karl Bachmann 1.Mörk Stjörnunnar: Ólafur Gústafsson 7, Andri Hjartar Grétarsson 5, Garðar B. Sigurjónsson 5/2, Stefán Darri Þórsson 4, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Hjálmtýr Alfreðsson 1, Ari Pétursson 1.vísir/antonvísir/anton
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Selfoss 29-29 | Jafnt í háspennu leik Grótta og Selfoss skildu jöfn 29-29 í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta á Seltjarnanesi í kvöld. Selfoss var 15-13 yfir í hálfleik. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Selfoss 29-29 | Jafnt í háspennu leik Grótta og Selfoss skildu jöfn 29-29 í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta á Seltjarnanesi í kvöld. Selfoss var 15-13 yfir í hálfleik. 6. mars 2017 21:30