Pawel harðorður á þingi: Kosningafnykur af samþykkt samgönguáætlunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2017 16:01 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. vísir/anton brink Annan daginn í röð við upphaf þingfundar á Alþingi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar athugasemdir við orð sem Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, lét falla í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í gær um „siðlaust“ og „stjórnlaust“ þing í tengslum við samþykkt samgönguáætlunar í október síðastliðnum og síðan í tengslum við fjárlög þessa árs þar sem ekki var gert ráð fyrir jafnmiklum fjármunum í samgönguúrbætur og samþykkt var í samgönguáætlun. Kölluðu þingmenn stjórnarandstöðunnar meðal annars eftir upplýsingum frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, varðandi það hvort hann hefði rætt við ráðherrann vegna þessara orða. Kvaðst hún hafa átt samtal við Benedikt og bent honum á umræðuna á þingi í gær. Þá benti hún á að fjármálaráðherra verður í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. Ekki fór mikið fyrir þingmönnum meirihlutans í umræðunni en Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og samflokksmaður fjármálaráðherra, kvaddi sér þó hljóðs: „Ég verð þá að svara því að mér finnst persónulega ef Alþingi Íslendinga ákveður að þenja út samgönguáætlun tveimur vikum fyrir kosningar þá hefur það auðvitað þau áhrif að það eykur vinsældir þeirra flokka sem eru á þingi á kostnað þeirra flokka sem eru þar ekki. Mér finnst það ekki til eftirbreytni, sérstaklega ef einhverjir þingmenn, og þeir taka það þá til sín sem eiga, að hugsanlega verði ekki staðið við það sem þar er, og það taka þeir til sín sem eiga. En við slíkar aðstæður þá finnst mér það ekki til eftirbreytni en ég verð þá að leyfa hæstvirtum fjármálaráðherra að svara fyrir það orðaval, hvernig hann orðar það.“Hafnaði því að popúlismi hafi ráðið för Það er ekki ofsögum sagt að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi brugðist hart við orðum Pawel en nokkrir þingmenn sátu á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt og svo aftur þegar fjárlög ársins 2017 voru samþykkt. Á meðal þeirra er Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna: „Ég get ekki orða bundist eftir síðustu ræðu því háttvirt Alþingi er auðvitað komið út á mjög svo hættulega braut ef þeir sem á eftir koma eru ekki bundnir af neinu af því sem hefur verið gert á undangengnum þingum. [...] Það Alþingi sem tekur við eftir kosningar er að sjálfsögðu alltaf bundið af þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar og þá þurfa að koma til nýjar og breyttar ákvarðanir ef það á að hverfa frá þeirri stefnu. Annað væru að mínu mati fáránleg vinnubrögð og þá erum við komin á mjög hættulegar brautir með lýðræðið.“ Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, var einnig ósátt við orð Pawels: „Þessi ummæli háttvirts þingmanns Pawel Bartoszek að við vorum bara að gera þetta í einhverjum popúlískum leik... Gerir háttvirtur þingmaður sér grein fyrir því hvernig stöðu vegakerfið er í? Það þarf um það bil tíu milljarða bara til þess að viðhalda hringveginum, þjóðvegi 1. Heldur hann virkilega að okkur hafi þótt eitthvað gaman í háttvirtri umhverfis-og samgöngunefnd að taka á móti Vegagerðinni og öllum sveitarfélögunum og sjá fram á það að þessi vegur og hinn vegurinn er að grotna niður? Nei, þetta er andvaraleysi, tilvistarkreppa einhverrar nýfrjálshyggjuríkisstjórnar um það að vilja ekki setja skatta, að vilja ekki eyða í það sem er sameiginlegt,“ sagði Ásta og bætti við að vegakerfið væri sameiginlegt. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00 Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og gagnrýndu Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, fyrir orð sem hann lét falla í útvarpsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 7. mars 2017 14:27 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Annan daginn í röð við upphaf þingfundar á Alþingi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar athugasemdir við orð sem Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, lét falla í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í gær um „siðlaust“ og „stjórnlaust“ þing í tengslum við samþykkt samgönguáætlunar í október síðastliðnum og síðan í tengslum við fjárlög þessa árs þar sem ekki var gert ráð fyrir jafnmiklum fjármunum í samgönguúrbætur og samþykkt var í samgönguáætlun. Kölluðu þingmenn stjórnarandstöðunnar meðal annars eftir upplýsingum frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, varðandi það hvort hann hefði rætt við ráðherrann vegna þessara orða. Kvaðst hún hafa átt samtal við Benedikt og bent honum á umræðuna á þingi í gær. Þá benti hún á að fjármálaráðherra verður í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. Ekki fór mikið fyrir þingmönnum meirihlutans í umræðunni en Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og samflokksmaður fjármálaráðherra, kvaddi sér þó hljóðs: „Ég verð þá að svara því að mér finnst persónulega ef Alþingi Íslendinga ákveður að þenja út samgönguáætlun tveimur vikum fyrir kosningar þá hefur það auðvitað þau áhrif að það eykur vinsældir þeirra flokka sem eru á þingi á kostnað þeirra flokka sem eru þar ekki. Mér finnst það ekki til eftirbreytni, sérstaklega ef einhverjir þingmenn, og þeir taka það þá til sín sem eiga, að hugsanlega verði ekki staðið við það sem þar er, og það taka þeir til sín sem eiga. En við slíkar aðstæður þá finnst mér það ekki til eftirbreytni en ég verð þá að leyfa hæstvirtum fjármálaráðherra að svara fyrir það orðaval, hvernig hann orðar það.“Hafnaði því að popúlismi hafi ráðið för Það er ekki ofsögum sagt að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi brugðist hart við orðum Pawel en nokkrir þingmenn sátu á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt og svo aftur þegar fjárlög ársins 2017 voru samþykkt. Á meðal þeirra er Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna: „Ég get ekki orða bundist eftir síðustu ræðu því háttvirt Alþingi er auðvitað komið út á mjög svo hættulega braut ef þeir sem á eftir koma eru ekki bundnir af neinu af því sem hefur verið gert á undangengnum þingum. [...] Það Alþingi sem tekur við eftir kosningar er að sjálfsögðu alltaf bundið af þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar og þá þurfa að koma til nýjar og breyttar ákvarðanir ef það á að hverfa frá þeirri stefnu. Annað væru að mínu mati fáránleg vinnubrögð og þá erum við komin á mjög hættulegar brautir með lýðræðið.“ Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, var einnig ósátt við orð Pawels: „Þessi ummæli háttvirts þingmanns Pawel Bartoszek að við vorum bara að gera þetta í einhverjum popúlískum leik... Gerir háttvirtur þingmaður sér grein fyrir því hvernig stöðu vegakerfið er í? Það þarf um það bil tíu milljarða bara til þess að viðhalda hringveginum, þjóðvegi 1. Heldur hann virkilega að okkur hafi þótt eitthvað gaman í háttvirtri umhverfis-og samgöngunefnd að taka á móti Vegagerðinni og öllum sveitarfélögunum og sjá fram á það að þessi vegur og hinn vegurinn er að grotna niður? Nei, þetta er andvaraleysi, tilvistarkreppa einhverrar nýfrjálshyggjuríkisstjórnar um það að vilja ekki setja skatta, að vilja ekki eyða í það sem er sameiginlegt,“ sagði Ásta og bætti við að vegakerfið væri sameiginlegt.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00 Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og gagnrýndu Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, fyrir orð sem hann lét falla í útvarpsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 7. mars 2017 14:27 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07
Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00
Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og gagnrýndu Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, fyrir orð sem hann lét falla í útvarpsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. 7. mars 2017 14:27