„Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2017 10:49 Jim Mattis, nýkominn til Baghdad. Vísir/AFP Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mætti í óvænta heimsókn til Írak í morgun. Þar vill hann kynna sér hvernig baráttan gegn Íslamska ríkinu og frelsun Mosul gengur. Hann þurfti þó að byrja á því að takast á við vandræði sem hafa komið upp vegna ummæla og aðgerða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í kosningabaráttunni og nú síðast í janúar sagði Trump að Bandaríkin hefðu átt að leggja hald á olíu Írak, eftir að hafa komið Saddam Hussein frá völdum árið 2003. Í ræðu í höfuðstöðvum CIA í janúar sagði hann: „Við hefðum átt að hirða olíuna, en okei. Kannski fáið þið annað tækifæri.“Mattis sagði hins vegar að það stæði alls ekki til. „Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu,“ sagði Mattis við blaðamenn sem fylgdu honum í Baghdad í morgun. Á árum áður leiddi Mattis hermenn Bandaríkjanna í Írak. Þá þykir líklegt að Mattis muni þurfa að svara spurningum ráðamanna vegna ferðabanns Trump. Írak er eitt þeirra sjö landa sem „múslimabannið“ svokallaða nær til. Samkvæmt því mættu Írakar ekki ferðast til Bandaríkjanna um tíma.Fjarlægist yfirlýsingar forsetans Hann sagði blaðamönnum að hann hefði ekki séð nýju forsetatilskipunina, en hann væri fullviss um að Írakar sem hefðu barist með bandarískum hersveitum, til dæmis í hlutverki túlka, myndu fá að koma til Bandaríkjanna.Mattis hefur að undanförnu sýnt fram á að hann er ekki sömu skoðunar og Trump á ýmsum málefnum. Til dæmis hefur Trump sagt að hershöfðinginn fyrrverandi sé ekki sammála sér um notagildi pyntinga. Hann horfir ekki til Moskvu með jafn mikilli jákvæðni og Trump og segir yfirvöld þar vilja brjóta upp Atlantshafsbandalagið. Þá sagði Mattis í gær að hann hefði ekkert út á fjölmiðla að setja eftir að Trump lýsti þeim sem „óvinum bandarísku þjóðarinnar“. Auk Bandaríkjanna styðja yfirvöld Íran við bakið á Írökum í baráttunni gegn ISIS og í orustunni um Mosul. Mattis hefur lýst því yfir að hann hafi áhyggjur af auknum áhrifum Írana á Írak. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mætti í óvænta heimsókn til Írak í morgun. Þar vill hann kynna sér hvernig baráttan gegn Íslamska ríkinu og frelsun Mosul gengur. Hann þurfti þó að byrja á því að takast á við vandræði sem hafa komið upp vegna ummæla og aðgerða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í kosningabaráttunni og nú síðast í janúar sagði Trump að Bandaríkin hefðu átt að leggja hald á olíu Írak, eftir að hafa komið Saddam Hussein frá völdum árið 2003. Í ræðu í höfuðstöðvum CIA í janúar sagði hann: „Við hefðum átt að hirða olíuna, en okei. Kannski fáið þið annað tækifæri.“Mattis sagði hins vegar að það stæði alls ekki til. „Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu,“ sagði Mattis við blaðamenn sem fylgdu honum í Baghdad í morgun. Á árum áður leiddi Mattis hermenn Bandaríkjanna í Írak. Þá þykir líklegt að Mattis muni þurfa að svara spurningum ráðamanna vegna ferðabanns Trump. Írak er eitt þeirra sjö landa sem „múslimabannið“ svokallaða nær til. Samkvæmt því mættu Írakar ekki ferðast til Bandaríkjanna um tíma.Fjarlægist yfirlýsingar forsetans Hann sagði blaðamönnum að hann hefði ekki séð nýju forsetatilskipunina, en hann væri fullviss um að Írakar sem hefðu barist með bandarískum hersveitum, til dæmis í hlutverki túlka, myndu fá að koma til Bandaríkjanna.Mattis hefur að undanförnu sýnt fram á að hann er ekki sömu skoðunar og Trump á ýmsum málefnum. Til dæmis hefur Trump sagt að hershöfðinginn fyrrverandi sé ekki sammála sér um notagildi pyntinga. Hann horfir ekki til Moskvu með jafn mikilli jákvæðni og Trump og segir yfirvöld þar vilja brjóta upp Atlantshafsbandalagið. Þá sagði Mattis í gær að hann hefði ekkert út á fjölmiðla að setja eftir að Trump lýsti þeim sem „óvinum bandarísku þjóðarinnar“. Auk Bandaríkjanna styðja yfirvöld Íran við bakið á Írökum í baráttunni gegn ISIS og í orustunni um Mosul. Mattis hefur lýst því yfir að hann hafi áhyggjur af auknum áhrifum Írana á Írak.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira